Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 48
12 Eddu hótel
opin í sumar
íslendingar fá góðan af-
slátt ef þeir gista þrjár
nætur á sama hóteli
Undanfarin ár hafa verið starf-
rækt Eddu hótel í hinum ýmsu
heimavistarskólum víös vegar um
landið. í sumar verða 12 Eddu
hótel opin, einu fleira en í fyrra-
sumar, því fyrirhugað er að opna
nýtt Eddu hótel í Dalasýslu, þar
sem hægt verður að fá gistingu,
mat og ýmsa fyrirgreiðslu.
Lengst hefur Eddu hótel verið
starfrækt í Menntaskólanum á
Laugarvatni, frá 1960, en það sem
síðast var opnað var Eddu hótelið
að Stóru-Tjörnum í Þingeyjar-
sýslu, sem tekið var í notkun á
síðastliðnu sumri.
Sérkjör fyrir íslendinga
Kjartan Lárusson, forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins, en hún
rekur Eddu hótelin, sagði, að bók-
anir fyrir sumarið á hótelin væru
allgóðar. íslendingum er boðið
upp á sérkjör eins og síðastliðin
tvö ár, en í þeim er falið, að ef gist
er þrjár nætur á sama Eddu hóteli,
má segja að þriðja gistinóttin sé
ókeypis, eða 30% afsláttur. Enn-
fremur er verulegt tillit tekið til
barnafólks. Víðast hvar er hægt að
fá svefnpokagistiaöstöðu á hótel-
unum.
Tvö Eddu hótel eru á Laugar-
vatni, í menntaskólanum og í hús-
mæðraskólanum, en þar er jafn-
framt glæsilegasta Eddu hóteliö.
Baö fylgir þar hverju herbergi.
Sagöi Kjartan, að í sumar yrði
verulega lækkað verð á gistingu í
húsmæöraskólanum, og ennfrem-
hótel eða í nágrenninu, og þau
væru öll staðsett í næsta nágrenni
við fegurstu ferðamanna- og
sögustaði á landinu. Hann bætti
því við, að það væri mikið um að
Islendingar ferðuöust hringinn í
kring um landið og gistu á Eddu
hótelunum, enda væri yfirleitt ekki
löng keyrsla á milli þeirra, nema þá
á bilinu frá Kirkjubæjarklaustri að
Eiðum.
Stærstir í skipulagningu ferða
Erlendir ferðamenn eru uppi-
staðan í flestum þeirra hópa, sem
Laugarvatn.
ur verður boðið upp á ódýrari mat
s.s. rétt dagsins á hagstæðu verði
auk dýrari rétta.
Næsta Eddu hótel frá Laugar-
vatni er aö Skógum, og þar fyrir
austan, Eddu hótelið á Kirkjubæj-
arklaustri. Á Austurlandi er rekið
Eddu hótel á Eiðum, Á Norður-
landi á Stóru-Tjörnum, Akureyri,
að Reykjum í Hrútafirði og að
Húnavöllum. Á Vestfjörðum er
Eddu hótelið á ísafirði. Þá er að-
eins ótalið Eddu hótelið í Reykholti
í Borgarfirði. Sagði Kjartan að yf-
irleitt væri sér sundlaug við hvert
Akureyri.
48