Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 55

Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 55
Flugfélagið Vængir: Á hálftíma í Þórsmörk Það verður um auðugan garð að gresja hjá Flugfélaginu Vængjum í sumar. Félagið flýgur til 15 staða á landinu í áætlunarflugi, og auk þess sem fjölmargar leiguferðir eru farnar á ári hverju. Vængir hafa haldið uppi flug- samgöngum til Gjögurs á Horn- ströndum, og sagði Jónas Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vængja, aö tilvalið væri fyrir ferðamenn að fljúga þangað til að njóta sumarleyfis. Á þessum slóöum kom Eiríkur rauði land- námsmaður að landi og reisti bú sitt. Lífríki er mikiö þarna og margt að sjá. Hægt er að ganga um ná- grennið, fjarri mannabyggðum og dvelja við náttúruskoðun. Þessar ferðir Vængja hafa notið mikilla vinsælda, en félagið veitir fjöl- skylduafslátt í ferðir þessar. Flugferðir í Þórsmörk eru ný- breytni hjá Vængjum og hafa þær strax orðið mjög vinsælar. Aðeins tekur um hálfa klukkustund að fljúga þangað. Sagði Jónas, að flugvöllurinn í Þórsmörk væri einn af þremur bestu, sem Vængir fljúga á. Bæði er flogið á morgn- ana og á kvöldin um helgar, þannig að fólk á þess kost að fara samdægurs heim, eða gista yfir nótt í Mörkinni. Náttúran í Þórs- mörk er stórfengleg hvert sem litið er. Tilvalið er fyrir starfsfólk fyrir- tækja að taka sig saman og fara í slíka ferð. Verði á flugferðum er stillt í hóf, en farið kostar um 10 þús. kr. fyrirfullorðna. VÆNGIR Fioglð með Vængjum í Þórsmörk. RÁÐSTEFNUR Eitt af markmiðum Ferðamálaráðs er að fjölga ráðstefnum hér á landi. Hér er góð aðstaða til að halda ráðstefnur og fjölmenna fundi allan ársins hring. Hérlend hótel bjóða alla þá þjónustu sem veita þarf við ráðstefnur. Ferðamálaráð veitir fúslega allar upplýsingar um ráðstcfnuhald, og er reiðubúið til að veita þeim aðstoð, sem vilja bjóða fjölþjóðlegum félagasamtökum eða stéttarfélögum að halda ráðstefnur hér. Munið að það er ykkar hciður og okkur öllum til gagns þegar erlendir gestir sækja okkur hcim og jiinga á landi clds og ísa. , - Laugavegi 3, FERÐAMALARAÐ ISLANDS Telex 2248 ó5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.