Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 67

Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 67
VANDINN AÐ STJORNA LEIÐBEININGAR VIÐ LAUSN VANDAMÁLA Bandaríski stjórnvísindamaður- inn Ph. D. Robert N. McMurry svarar bréfum, sem fjalla um stjórnunarvandamál. (Bréfin eru stytt af McMurry). Ég er framkvæmdastjóri fjöl- skyldufyrirtækis. Forstjóri okkar er orðinn mjög gamall og hann er jafn íhaldssamur og hann er af- kastalítill. Hann tekur ekki í mál að deila ábyrgð með okkur yngri stjórnendum, því síður að honum detti í hug að draga sig í hlé og fela öðrum að annast eitthvað af þeim málefnum sem undir hann fjalla nú. Ég hef áhyggjur af framtíöar- afkomu fyrirtækisins af þessum sökum. Hvað á ég að gera? Allt bendir til þess að forstjórinn ykkar sé mjög taugaóstyrkur og kvíðinn einstaklingur, sem standi í þeirri bjargföstu trú, að hann einn sé fær um að reka fyrirtækið. Hann tekur hvorki rökum né fortölum, — óttinn við vanhæfni annarra er of mikill. Þú hefur tvær leiðir að velja um í því augnamiði að rótum vandans. Komdu því til leiðar aö starfsfólk krefjist árlegrar læknisskoðunar á reikning fyrirtækisins. Flest fyrir- tæki hafa þannig reglum að hlýða og yfirstjórn fyrirtækis getur ekki með nokkru móti skotið sér undan að samþykkja slíka tillögu frá starfsfólki, að öðrum kosti mætti líta svo á, aö hún sé þar með að lýsa yfir vantrausti á sjálfa sig. Sá möguleiki er fyrir hendi að læknis- skoðun leiddi í Ijós, að heilsufar hins roskna forstjóra leyfði ekki að hann legði á sig svo krefjandi starf lengur. Hann yrði einfaldlega að hlýða boði læknisins og reglna fyrirtækisins, draga sig í hlé og fara á eftirlaun. Við skulum í þessu samhengi hafa það hugfast, að sú lausn væri honum sjálfum fyrir beztu. Leggðu fyrir bankastjóra þess viðskiptabanka, sem hefur hjálpað uppá sakirnar undanfarið, lista yfir þau mistök forstjórans sem kostað hafa fyrirtækið mest fé. Hann gæti á grundvelli þess lista, gert það að kröfu bankans að áframhaldandi fyrirgreiðsla sé því háð að roskni forstjórinn leggi niður starf sitt, eöa að hann samþykki að víkja í verulegum atriöum frá þeirri stjórn sem hann hefur á hendi. í tilvikum sem þessum, er að sjálfsögðu rétt aö fara eins nær- færnislega að gamla forstjóranum og frekast er unnt. Hinsvegar verður að ganga út frá því að hon- um sé jafn Ijóst og öllum öðrum að hæfni allra minnkar með háum aldri. Það er einungis verið að hjálpa honum að taka ákvörðun sem ekki verður umflúin. Þrákelni hans mun að öðrum kosti leiöa stóraukin vandræði yfir fyrirtækið, sem þá mundi hafa áhrif á miklu fleiri einstaklinga. Hér er því ekki eftir neinu aö bíða. 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.