Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 67
VANDINN AÐ STJORNA
LEIÐBEININGAR VIÐ
LAUSN VANDAMÁLA
Bandaríski stjórnvísindamaður-
inn Ph. D. Robert N. McMurry
svarar bréfum, sem fjalla um
stjórnunarvandamál. (Bréfin eru
stytt af McMurry).
Ég er framkvæmdastjóri fjöl-
skyldufyrirtækis. Forstjóri okkar er
orðinn mjög gamall og hann er
jafn íhaldssamur og hann er af-
kastalítill. Hann tekur ekki í mál að
deila ábyrgð með okkur yngri
stjórnendum, því síður að honum
detti í hug að draga sig í hlé og fela
öðrum að annast eitthvað af þeim
málefnum sem undir hann fjalla
nú. Ég hef áhyggjur af framtíöar-
afkomu fyrirtækisins af þessum
sökum. Hvað á ég að gera?
Allt bendir til þess að forstjórinn
ykkar sé mjög taugaóstyrkur og
kvíðinn einstaklingur, sem standi í
þeirri bjargföstu trú, að hann einn
sé fær um að reka fyrirtækið. Hann
tekur hvorki rökum né fortölum, —
óttinn við vanhæfni annarra er of
mikill. Þú hefur tvær leiðir að velja
um í því augnamiði að rótum
vandans.
Komdu því til leiðar aö starfsfólk
krefjist árlegrar læknisskoðunar á
reikning fyrirtækisins. Flest fyrir-
tæki hafa þannig reglum að hlýða
og yfirstjórn fyrirtækis getur ekki
með nokkru móti skotið sér undan
að samþykkja slíka tillögu frá
starfsfólki, að öðrum kosti mætti
líta svo á, aö hún sé þar með að
lýsa yfir vantrausti á sjálfa sig. Sá
möguleiki er fyrir hendi að læknis-
skoðun leiddi í Ijós, að heilsufar
hins roskna forstjóra leyfði ekki að
hann legði á sig svo krefjandi starf
lengur. Hann yrði einfaldlega að
hlýða boði læknisins og reglna
fyrirtækisins, draga sig í hlé og
fara á eftirlaun. Við skulum í þessu
samhengi hafa það hugfast, að sú
lausn væri honum sjálfum fyrir
beztu.
Leggðu fyrir bankastjóra þess
viðskiptabanka, sem hefur hjálpað
uppá sakirnar undanfarið, lista yfir
þau mistök forstjórans sem kostað
hafa fyrirtækið mest fé. Hann gæti
á grundvelli þess lista, gert það að
kröfu bankans að áframhaldandi
fyrirgreiðsla sé því háð að roskni
forstjórinn leggi niður starf sitt,
eöa að hann samþykki að víkja í
verulegum atriöum frá þeirri stjórn
sem hann hefur á hendi.
í tilvikum sem þessum, er að
sjálfsögðu rétt aö fara eins nær-
færnislega að gamla forstjóranum
og frekast er unnt. Hinsvegar
verður að ganga út frá því að hon-
um sé jafn Ijóst og öllum öðrum að
hæfni allra minnkar með háum
aldri. Það er einungis verið að
hjálpa honum að taka ákvörðun
sem ekki verður umflúin. Þrákelni
hans mun að öðrum kosti leiöa
stóraukin vandræði yfir fyrirtækið,
sem þá mundi hafa áhrif á miklu
fleiri einstaklinga. Hér er því ekki
eftir neinu aö bíða.
67