Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 76

Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 76
fiölmidlar Biógestum fækkar vegna litsjúnvarpsins Greinilegt er, að litsjónvarp- ið, sem ryður sér nú sem óðast til rúms hér á landi, kemur illa við afkomu kvikmyndahús- anna. Hefur þetta verið áber- andi síðustu tvo mánuði og gætir allmikillar fækkunar á fjölda bíógesta. Sjónvarpið dró sem kunnugt er mjög úr aösókn í kvikmynda- hús fyrst eftir að það tók til starfa en síðan batnaði ástandið og varð eðlilegt að nýju. Hefur aðsókn að kvik- myndahúsunum veriö á seinni árum um 16—17 millj. gestir á ári. Það er þó athyglisvert að um 75% bíógesta nú oröið mun vera á aldrinum 12— 28 ára eða þar um bil og veröur miðaldra fólk æ sjaldséðara í sölum kvikmyndahúsanna. Reynslan um heim allan sýnir, að það er mjög erfitt að ná til eldri aldurshópanna og hefur þróunin í kvikmyndagerð borið þess Ijós merki að undanförnu. Að sögn Grétars Hjartar- sonar, framkvæmdastjóra Laugarásbiós, var aðsóknin í því kvikmyndahúsi 218 þús. manns í fyrra en var 231 þús. 1976 og 236 þús. 1975. Leigan 2000— 3000 dollarar Kvikmyndahúsin í Reykjavík gera yfirleitt samninga við er- lenda söluaöila um kaup á myndum til eins eða tveggja ára og er þá yfirleitt samiö um fast verð en þó eru dæmi þess að samningar hafa verið gerðir um ákveðna prósentu af nettó- tekjum. Þegar myndir eru fengnar fyrir ákveðið verð, sem yfirleitt er á bilinu 2000—3000 dollarar, hefur kvikmyndahúsið eintak af myndinni til afnota í 2—5 ár. Reyndar er eitt filmu- eintak innifalið í þessu verði og er þá reynt að fá gott, notað eintak, sem íslenzkur texti er svo settur inn á en þar með er filman ónothæf til sýninga annars staðar eins og gefur að skilja. Það heyrir orðið til und- antekninga að íslenzkur texti sé ekki settur á bíómyndir en kostnaður, sem af því hlýzt fyrir kvikmyndahúsin er 260—280 þús. krónur með þýðingu og textagerð. Danir heimta sitt Það vekur athygli í sambandi við kaup á bandarískum mynd- um til sýningar hérlendis, að oftast þarf aö greiða dönskum milliliðum aukaþóknun fyrir sýningar hér á landi, því að frá gamalli tíö hafa mörg bandarísk kvikmyndafyrirtæki samið við Dani um dreifingarrétt fyrir ísland. Hafa danskir aðilar viljað halda fast í þennan rétt, þegar þeir hafa samið um amerískar myndir. Þetta eru aukaútgjöld fyrir íslenzk kvik- myndahús, sem nema um 1000— 1500 dollurum á mynd. Grétar Hjartarson var að því spurður, hvort íslenzku kvik- myndahúsin væru yfirleitt neydd til að kaupa svo og svo mikiö af ,,rusli“ með betri myndunum, sem þau fá til sýn- inga og sagði hann ekkert launungarmál, að seljendur er- lendis reyndu gjarnan að koma á framfæri tveimur lélegum myndum eða svo með hverri góðri, sem þeir seldu hingað. Skammturinn af kvik- myndum, sem Laugarásbíó hefur samið um til sýninga nú er um 30 myndir. Sælgætissalan bjargar bíóunum Um afkomumöguleika kvik- myndahúsanna sagði Grétar, að þeir byggðust raunar fyrst og fremst á sælgætissölunni fyrir sýningar og í hléum. Myndirnar eru dýrar og sömu- leiðis mannahald en það þarf 7 manns til að annast eina kvöld- sýningu í bíóinu. Eftir síöustu verðhækkun á aðgöngumiðum kostar bíóferð 500 kr. en af því fara 38% í opinber gjöld, skemmtanaskatt, menningar- sjóðsgjald, STEF-gjald, sölu- skatt, og sætagjald, sem aðeins er innheimt af kvikmyndahús- um í Reykjavík og rennur það í borgarsjóö. Háskólabíó, Laugarásbíó og Tónabíó fá 90% eftirgjöf af 15% skemmt- anaskatti af bíómiðum vegna þeirrar sérstöku starfsemi, sem þessi fyrirtæki styrkja. Þannig skilaði Laugarásbíó 8,7 milljónum til dvalarheimilis sjó- manna árið 1976 og sagði Grétar, að það væri nokkurn veginn eftirgjöfin af skemmtanaskatti. Paul Newman í Slap Shot. Myndin er ein af „betri myndunum", sem Laugarásbíó sýnir í sumar 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.