Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 77

Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 77
Maðurinn í gervi Kojaks Telly Savalas er löngu orð- inn frægur um allar álfur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttasyrp- unni „Kojak“, sem íslenzka sjónvarpið hóf nýlega sýningar á. Þetta er einn vinsælasti lög- regluþáttur, sem gerður hefur verið fyrir sjónvarp og eru þeir þó ófáir slíkir, sem birzt hafa á skjánum vestan hafs og síðar í öðrum löndum á undanförnum árum. Að sjálfsögðu hefur Telly Savalas hlotið margs konar viðurkenningu í heimalandi sínu fyrir „Kojak" og fékk t. d. Emmy-verðlaunin þegar á sama ári og sýningar á ,,Kojak“ hófust veturinn 1973—1974. Og Savalas er reyndar fleira til lista lagt en aö leika í kvik- myndum. Þannig hefur hann sungið inn á plötur og hlotið vinsældir sem söngvari. En hver er hann, þessi kraftalegi, krúnurakaði náungi, sem birtist okkur í gervi lög- reglumannsins snjalla í sjón- varpinu? • Grískur að uppruna Fullu nafni heitir hann Aristotle Savalas og er fæddur í New York en eins og nafnið bendir til er hann af grískum uppruna. Foreldrarnir voru fæddir í Grikklandi og fluttust til Bandaríkjanna. Fjölskyldulífið var líflegt að hætti þeirra Grikkjanna, — það voru ótal frændur á heimilinu, amma, sem varð 108 ára gömul og fjórir bræöur og systir. Móðir Tellys, Christina að nafni, var kunn listakona í New York. Telly Savalas í hlutverkl súperstjörnunnar • Sálfræðingur að mennt Foreldrarnir hvöttu Telly til að afla sér framhaldsmennt- unar, hvað hann og gerði. Hlé varð þó á skólagöngunni meðan Telly gegndi her- þjónustu í seinni heims- styrjöldinni. Þegar henni lauk tók Telly aftur upp þráðinn þar sem frá var horfiö og hóf há- skólanám við Columbia Uni- versity í New York, þar sem hann tók B. S.-gráðu í sálar- fræði. Telly Savalas gekk skömmu síöar í þjónustu upplýsinga- deildar bandaríska utanríkis- ráðuneytisins og eftir tveggja ára starf var hann kominn í framkvæmdastjórastöðu þar. Þegar upplýsingadeild ráðu- neytisins flutti frá New York til Washington réðst Savalas til starfa fyrir ABC-sjónvarpsfyrir- tækið og varð einn af yfir- mönnum fréttadeildar þess. Hann vann þar meðal annars að gerö þátta er nefndust ,,Your Voice of America" og hlaut margháttaða viður- kenningu fyrir. • Afdrifarík tilviljun En hvenær byrjaði Telly Savalas að leika? Það at- vikaðist þannig, aö kunningi hans í leikhúsinu var að reyna að hafa uppi á leikara til að taka að sér hlutverk, sem krafðist kunnáttu í evrópskum mál- hreim. Einhvern veginn fannst Telly að hann yrði að koma leikhúsmönnum til hjálpar og fyrir rælni lét hann prófa sig í hlutverkið. Honum til mikillar furðu var honum boðið að taka það að sér og þar með urðu þáttaskil í lífi hans. Um var að ræða sjónvarpsuppfærslu í leikhúsi á leikritinu „Bring Home a Baby". Þegar Savalas hafði komið fram í þremur sjónvarpsleikrit- um kom leikarinn Burt Lancaster til skjalanna og fékk Savalas til að taka að sér hlut- verk Feto Gomez í kvikmynd- inni „Birdman of Alcatraz". Sú mynd hefur m. a. verið sýnd í sjónvarpi hér og fjallar um lífs- tíðarfanga í Alcatraz-fang- elsinu á San Fransisco-flóa, sem gerðist mikill kunnáttu- maður í fuglafræði. Fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut Savalas tilnefningu til Oscarverðlauna 1962. Telly Savalas hefur komið fram í fjöldanum öllum af kvik- myndum en milli þess sem hann leikur í þeim spilar hann gjarnan golf eða feröast um heiminn og flytur fyrirlestra á vegum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.