Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 8

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 8
áfangar Helgi Ágústsson, sem verið hefur deildar- stjóri í upplýsinga- og menntadeild utanríkis- ráöuneytisins tekur frá 1. janúar 1979 við for- stöðu varnarmáladeildar og formennsku í varnarmálanefnd utanríkisráðuneytisins, sam- kvæmt ákvörðun utanríkisráðherra. Helgi Ágústsson er fæddur í Reykjavík þann 16. október 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla islands árið 1963, og prófi frá lagadeild Háskóla (slands 1970. Réðist hann til starfa í utanríkisþjónustunni strax aö laganámi loknu 1970, fyrst í utanríkis- ráðuneytinu hér heima um þriggja og hálfs árs skeið, en frá 1973 og fram í mars 1977 starfaði hann í sendiráði islands í Lundúnum sem fyrsti sendiráðsritari, m.a. meðan á síðasta þorska- stríðinu milli Breta og (slendinga stóð. Að loknum störfum í sendiráöinu erlendis, tók hann á ný til starfa í upplýsinga- og menntadeild utanríkisráðuneytisins, sem deildarstjóri. Utanríkisráðuneytið fer með yfirstjórn mála á Keflavíkurflugvelli, og sér um framkvæmd varnarsamningsins. — Þau mál er varnarmáladeild fjallar um, sagði Helgi, eru í fyrsta lagi mál er snerta fram- kvæmd varnarsamningsins milli íslands og Bandaríkjanna, og í öðru lagi lagaframkvæmd á varnarsvæðinu, þar á meðal lögreglu- og dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöövamál, heilbrigöis- og félagsmál. Varnarmáladeild hefur skrifstofur sínar í ut- anríkisráðuneytinu, en fyrirhugað er að brydda upp á nýjungum í starfi varnarmáladeildar. Hildur Haraldsdóttir, skrifstofustjóri Spari- sjóðs Hafnarfjarðar, hefur verið ráðin for- stöðumaður nýs útibús sparisjóðsins. Verður þetta útibú frá Sparisjóði Hafnar- fjaröar opnað seinni hluta janúarmánaðar í nýju húsnæði við Reykjavíkurveginn. Annast Hildur allan daglegan rekstur útibúsins og móttöku, og sagði hún, að með því að opna útiþú frá sparisjóðnum mundi þjónusta gagn- vart íbúum í noröurbæ Hafnarfjarðar og þeim iðnfyrirtækjum sem þar eru vera mjög bætt. Hildur Haraldsdóttir er fædd 18. júní 1952 í Hafnarfirði. Hún lauk prófi frá verslunardeild Flensborgarskóla, en réöist til starfa í Sparisjóð Hafnarfjarðar í ágúst 1969, fyrst við almenn af- greiðslustörf í sparisjóðnum, en 1975 var hún ráðin skrifstofustjóri og gegnir þeim störfum uns hún tekur við starfi forstööumanns hins nýja útibús. Sparisjóður Hafnarfjarðar er með eldri starf- ræktu sparisjóðum á landinu, stofnaöur 1902, og er þetta fyrsta útibúið, sem opnað verður frá sparisjóðnum. Hildur sagði að til að byrja með yrðu starfs- menn útibúsins þrír til fjórir, og það yrði opið á sama tíma og veriö hefur hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar, eða frá kl. 9.15 að morgni og fram til kl. 16.00 að degi, en einnig á föstudögum frá kl. 17.00—18.00 Sparisjóður Hafnarfjarðar er stærsti spari- sjóðurinn á landinu, einn þriggja í Reykjanes- kjördæmi, en alls eru sparisjóðirnir á öllu lan- dinu 43. Um áramótin 1977—78 voru sparifjár- innstæður í Sparisjóði Hafnarfjarðar rúmir tveir milljarðar. 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.