Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 8
áfangar Helgi Ágústsson, sem verið hefur deildar- stjóri í upplýsinga- og menntadeild utanríkis- ráöuneytisins tekur frá 1. janúar 1979 við for- stöðu varnarmáladeildar og formennsku í varnarmálanefnd utanríkisráðuneytisins, sam- kvæmt ákvörðun utanríkisráðherra. Helgi Ágústsson er fæddur í Reykjavík þann 16. október 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla islands árið 1963, og prófi frá lagadeild Háskóla (slands 1970. Réðist hann til starfa í utanríkisþjónustunni strax aö laganámi loknu 1970, fyrst í utanríkis- ráðuneytinu hér heima um þriggja og hálfs árs skeið, en frá 1973 og fram í mars 1977 starfaði hann í sendiráði islands í Lundúnum sem fyrsti sendiráðsritari, m.a. meðan á síðasta þorska- stríðinu milli Breta og (slendinga stóð. Að loknum störfum í sendiráöinu erlendis, tók hann á ný til starfa í upplýsinga- og menntadeild utanríkisráðuneytisins, sem deildarstjóri. Utanríkisráðuneytið fer með yfirstjórn mála á Keflavíkurflugvelli, og sér um framkvæmd varnarsamningsins. — Þau mál er varnarmáladeild fjallar um, sagði Helgi, eru í fyrsta lagi mál er snerta fram- kvæmd varnarsamningsins milli íslands og Bandaríkjanna, og í öðru lagi lagaframkvæmd á varnarsvæðinu, þar á meðal lögreglu- og dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöövamál, heilbrigöis- og félagsmál. Varnarmáladeild hefur skrifstofur sínar í ut- anríkisráðuneytinu, en fyrirhugað er að brydda upp á nýjungum í starfi varnarmáladeildar. Hildur Haraldsdóttir, skrifstofustjóri Spari- sjóðs Hafnarfjarðar, hefur verið ráðin for- stöðumaður nýs útibús sparisjóðsins. Verður þetta útibú frá Sparisjóði Hafnar- fjaröar opnað seinni hluta janúarmánaðar í nýju húsnæði við Reykjavíkurveginn. Annast Hildur allan daglegan rekstur útibúsins og móttöku, og sagði hún, að með því að opna útiþú frá sparisjóðnum mundi þjónusta gagn- vart íbúum í noröurbæ Hafnarfjarðar og þeim iðnfyrirtækjum sem þar eru vera mjög bætt. Hildur Haraldsdóttir er fædd 18. júní 1952 í Hafnarfirði. Hún lauk prófi frá verslunardeild Flensborgarskóla, en réöist til starfa í Sparisjóð Hafnarfjarðar í ágúst 1969, fyrst við almenn af- greiðslustörf í sparisjóðnum, en 1975 var hún ráðin skrifstofustjóri og gegnir þeim störfum uns hún tekur við starfi forstööumanns hins nýja útibús. Sparisjóður Hafnarfjarðar er með eldri starf- ræktu sparisjóðum á landinu, stofnaöur 1902, og er þetta fyrsta útibúið, sem opnað verður frá sparisjóðnum. Hildur sagði að til að byrja með yrðu starfs- menn útibúsins þrír til fjórir, og það yrði opið á sama tíma og veriö hefur hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar, eða frá kl. 9.15 að morgni og fram til kl. 16.00 að degi, en einnig á föstudögum frá kl. 17.00—18.00 Sparisjóður Hafnarfjarðar er stærsti spari- sjóðurinn á landinu, einn þriggja í Reykjanes- kjördæmi, en alls eru sparisjóðirnir á öllu lan- dinu 43. Um áramótin 1977—78 voru sparifjár- innstæður í Sparisjóði Hafnarfjarðar rúmir tveir milljarðar. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.