Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 15

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 15
tilviljunum undirorpið hvort erlend skipafélög sjái sér hag í siglingum hingað á skaplegu verói. Sterk félög Framá síðasta áratug má segja, að Eimskip hafi verið nær einráð á þessum markaði, en þá fór að skjóta upp kollinum ýmsir smærri aðilar, flestir með dapurlegum árangri. Skipadeild Sambandsins hefur verið í hægri en öruggri þró- un og svo hófst stórsókn Hafskipa 1979, svo segja má að félögin þrjú séu sterk þessa stundina. Stykkjavöruflutningar fara sífellt vaxandi á kostnað heilfarmaflutn- inga, einkum vegna skemmri fjár- magnsbindingar í vörunni og minni fjármagnskostnaðar við inn- flutninginn. Öllum félögunum er þetta Ijóst og öll viröast þau ætla að færa sér þessa aukningu í nyt. Við áætlanaflutninga með stykkja- vöru esu góð skilyrði í landi mjög þýðingamikil. Aðstöðuleysi D.F.D.S. skipafélagsins danska í landi leiddi m.a. til þess að það hætti samkeppni við Eimskip um íslandssiglingar fyrir meira en ára- tug. Nú eru Hafskip aö yfirtaka að- stöðu Eimskipa í gömlu höfninni í áföngum og eignast þarmeð góða landaöstöðu í fyrsta sinn. Um leið halda Eimskip áfram víðtækri uppbyggingu landaðstöðu sinnar í Sundahöfn. Skipadeild Sam- bandsins er einnig að komast á legg hvaö þetta snertir með upp- byggingu hafnaraðstöðu við Elliðaárvog. Hingað til hefur fé- lagið ekki haft slíka aðstöðu og í kjölfar þeirrar uppbyggingar eru uppi áform um stórfellda upp- byggingu flotans, að sögn fram- kvæmdastjórans. Samkomulag? Því virðist síður en svo hylla undir vopnahlé. Staöa sem þessi hefur hvað eftir annað komiö upp víða um heim. Hafa mál gjarnan þróast þannig að félögin hafa gengið mjög nærri sér í sam- keppninni, en oftast borið gæfu til að komast að einhverju sam- komulagi um lágmarksverð áður en í algjört þrot var komið. Að lág- marksverðum ákveðnum hafa þau svo haldið áfram keppninni á sviði bættrar þjónustu, aukinnar ferða- tíðni og tæknivæðingar. Því vakn- ar sú spurning hvort ekki sé orðið tímabært fyrir íslensku félögin að gera með sér slíkt samkomulag. Forráðamenn félaganna taka dræmt í það án þess að fortaka þann möguleika og forstjóri Eim- skipa, Hörður Sigurgestsson svar- ar þessari spurningu með annarri spurningu: ,,Er slíkt ekki ólöglegt hér?“ Að minnsta kosti virðist þess- háttar samkomulag ekki vera í fæðingu þessa stundina. Þess í stað reyna félögin að tæknivæðast hvert í kappi við annað til að ná þar forskoti. Hafa þau náð umtals- verðum árangri á örskömmum tíma, en hér er um að ræða tækni, sem þekkt hefur verið erlendis um árabil og ný tæknibylting virðist ekki í sjónmáli. Efling félaganna þýðir ekki lengur að þau taki markað af erlendum leiguskipum, þar sem við sjáum nú þegar um nær allan inn- og útflutning okkar sjálfir. Þessvegna er samkeppnin orðin svo geysihörð sem raun ber vitni. Þessi harka hljóp ekki í leikinn fyrr en Hafskip hófu stórsókn sína fyrir röskum tveim árum. í fyrstu fóru gylliboðin afar leynt. Reynt var að einskorða þau við þau fyrirtæki og stofnanir, sem ekki eru söluaðilar. Má þar nefna hið opin- bera, flutninga til verktaka, stór- framkvæmda o.fl. Þá gat keppi- nauturinn ekki séð hluta flutn- ingsgjalds í útsöluverði. En nú hefur þetta þróast út í hvaða flutn- inga sem eru. Innflytjendur ganga nú á milli félaganna með síðustu farmgjaldanótu og kanna hvort einhver vilji ekki bjóða betur og oft er það gert. Há gjöld úr sögunnl Nú eru hljóðnaöar sögurnar um óheyrilega há farmgjöld. En ekki þarf að leita lengra aftur en til 1975 að sú skoðun bílainnflytjenda á farmgjöldum Eimskipa leiddi til þess að þeir ákváðu að kaupa eigið skip og reka það. Þá lækk- uðu Eimskip farmgjöld bíla stór- lega þótt ekki verði séð að nein hagræðing innan félagsins hafi sérstaklega veitt svigrúm til þess. Oft heyrðist líka sagt, að Eimskip hafi haldið uppi háum farmgjöld- um á þeim leiðum sem þau sigldu ein á, til þess að geta undirboðið á samkeppnisleiðum svo sem Jökla í freðfiskflutningunum. Hvað sem því fyrrnefnda líður verður ekki séð að um veruleg undirboð hafi verið að ræða því hækkun farm- gjalda undir freðfiskinn var ekki óeðlileg eftir að Jöklar töpuðu keppninni, að sögn útflytjenda. Einokun Eimskipa á ýmsum leiðum er nú einnig nær alveg úr sögunni. Síðasti þátturinn var þegar Hafskip hófu Ameríkusigl- ingar í fyrra. Lykilaðstaða Eim- skipa, sem oft var nefnd einokun, er því úr sögunni og bein sam- keppni ríkir á öllum siglingaleið- um. Nú er ekki lengur sagt: ,,Hvað kostar að flytja þetta hingað" heldur: ,,hvað býöur þú í að flytja þetta hingað?“ Baráttan mun halda áfram á „heimavelli" því enginn forstjór- anna hefur að sinni áhuga á að hefja siglingar á erlendum mörk- uðum, eins og t.d. Nesskip hafa gert með góðum árangri: „Upp- byggingin hér heima hefur allan forgang", er samnefnari svara þeirra, „hitt má athuga seinna". Sé reynt að gera sér einhverja grein fyrir stöðu þessara mála nú, má hiklaust segja að þessi sam- keppni hafi leitt til lækkunar farm- gjalda. Hún hefur flýtt verulega fyrir tæknivæðingu skipafélag- anna, leitt af sér stórbætta þjón- ustu og aukna ferðatíðni. En skuggahlið málsins er sú að skipafélögin virðast vera að ganga of nærri sér íkeppninni, sem kann að leiða til þess að þau hafi ekki bolmagn til eðlilegrar tæknivæð- ingar og endurnýjunar. Verölags- yfirvöld daufheyrast við hækk- unarbeiðnum félaganna, þótt þær séu fyllilega rökstuddar. Þau skír- skota ef til vill til undirboðanna. En lágt hámarksverð og undirboð geta ekki haldiö áfram til fram- búðar. Þau eru eðlilegar fæðinga- hríðir meiri og frjálsari samkeppni á þessu sviöi en nokkru sinni hefur verið hér. Samkeppni, sem þegar hefur leitt margt gott af sér fyrir flutningskaupendur en gæti orðið skeinuhætt fyrir seljendur fái markaðurinn ekki að komast í eðlilegt jafnvægi. gg 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.