Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 19

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 19
Að vísu hafði danska fyrirtækið D.F.S.D. reynt að keppa við Eimskip en yfirleitt úr veikri stöðu. Hafskip varð til 1959 og hóf strax útgerð á einu skipi, en annað bættist í hópinn þremur árum seinna og síöan tvö á næstu tveimur árum. Hafskip varð mikill keppinautur Eim- skipa, þó fremur í heilförmum en stykkjavöru. Grundvöllurinn var þó yfirleitt veikur og fyrir þremur árum tókst að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti þegar nokkrir athafnamenn tóku sig til og rifu þaö upp úr öldu- dalnum. Hefur síðan verið unnið ötullega að uppbyggingu Hafskipa. Fyrirtækið Kaupskip kom til sög- unnar 1964. Saga þess varð þó stutt. Hugmyndin var að skip félagsins sigldi erlendis, en reksturinn tókst ekki sem skyldi og var skipið selt Jöklum sama ár og útgerð hætt. Jöklar hugðust styrkja stöðu sína í freðfisksiglingum með kaupum á skipinu, en einmitt um þetta leyti náði Eimskip þeim freðfiskflutningum, sem Hafskip höfðu með höndum og bráðvantaði því frystiskip. Þvi atvik- aðist það að skip Kaupskipa flakkaði í gegnum Jökla í hendur Eimskipa. Skipaleiðir voru stofnaðar 1965 og eignuðust eitt skip. Var það í flutn- ingum, ýmist til og frá landinu eða í leigusiglingum erlendis. Árið 1969 var skipið selt og útgerð hætt. Jarlinn var stofnaður 1964 og rek- inn með sama sniði og Skipaleiðir, en skip hans var selt árið 1967 og út- gerð hætt. Kaupandi var útgerð Jóns Franklin. Skipaútgerð Jóns Franklin á sér nokkuð langa sögu. Hann hafði stundað flutninga af og til á bátum. Á sjöunda áratugnum kaupir hann sitt fyrsta flutningaskip og sumarið 1973 eru skip hans orðin þrjú. Tveimur árum seinna er hann þó búinn að selja þau öll, en 1976 kaupir hann enn eitt skip, sem svo var selt á upp- boði í Rotterdam 1977. Sama ár kaupir hann aftur skip, sem svo var selt á uppboði í Reykjavík ári seinna og hætti Jón þar með útgerð. Borgir gerðu út eitt skip á árunum 1966 til '68, en hættu útgerð um leið og skipið var selt nýstofnaðri útgerð Guðmundar A. Guðmundssonar. Mest eignaðist félagið tvö skip og var með þau i flutningum til og frá land- inu og á erlendum leigumarkaði. Skipin voru seld og útgerð hætt 1976. Víkur hófu útgerð 1968 með flutningi á heilförmum til og frá land- inu og erlendum leigusiglingum. 1974 var skip félagsins endurnýjað og sigldi með kreolit milli Grænlands og Danmerkur í eitt ár eða þar til því var breytt í kæliskip og hefur það siðan aðallega verið notað í saltfisk- flutning út og saltflutning heim. Sama ár var annað skip keypt til kreólítflutninga milli Grænlands og Danmerkur, sem var reiknað með að myndu stóraukast. Þróunin varð önnur og skipið þá leigt útá erlend- um mörkuðum, en síðan 1978 hefur það nær eingöngu verið í ferðum til frá landinu, m.a. með skreið til Nígeríu. Arið 1978 keypti félagið Saltsöluna í Keflavík og styrkti það stöðu fé- lagsins verulega, enda hafði það einbeitt sér að saltflutningum. Verður ífljótu bragði ekki annað séö en staða fyrirtækisins sé nú allgóð og að það hafi skapað sér tryggan markað. Forráðamenn fyrirtækisins ætla ekki út í stykkjavörusamkeppn- ina. Fraktskip, stofnað 1972, átti ekki sama gengi að fagna og Víkur. 1974 hóf félagið sjálfstæða flutninga á heilförmum til og frá landinu, en seldu fyrsta skipið 1977. Þá hafði fé- lagið átt annað skip í tvö ár en lána- drottnar í Hamborg yfirtóku það skip 1979 og var útgerð þá hætt. Sjóleiðir hófu útgerð eins skips 1973. Sigldi það með heilfarma til og frá landinu og var auk þess á er- lendum leigumörkuðum uns það var selt til útlanda 1977 og útgerðinni hætt. Hólmi var stofnaður sama ár og rak skip sitt á svipaðan hátt og Sjóleiðir fram til ársins 1977 að Nesskip keypti skipið. 1975 keypti Hólmi annað skip til siglinga erlendis, en seldi Jóni Franklín það ári síðar og hætti út- gerð. En árið 1974 skutu Nesskip upp kollinum og virðist rekstur þeirra hafa styrkst æ síðan. ( fyrstu sigldi skip félagsins með heilfarma til og frá landinu, en því var breytt í kæliskip 1975. Fóru þá saltfiskflutningar héð- an til Miðjarðarhafslanda aftur að færast í hendur Islendinga, eftirfimm ára hlé vegna kröfu hinna erlendu kaupenda um kæliskip til flutning- anna. Ári síðan bættist annað skip í flotann og var í heilfarmaflutningum og leigusiglingum. Þótt það gengi lítið betur en hjá áðurnefndum fé- lögum, og stóöu Nesskip aö stofnun Isskipa 1977. Þessi samsteypa hafði það markmið að kanna möguleika á siglingum erlendis með nútíma vinnubrögðum. Þau eru einkum fólgin í nánu sam- starfi við stóra erlenda flutningaaðila og miðlara þannig að skip fyrirtækj- anna nýtist eigendum á víxl, eftir flutningum hverju sinni. (framhaldi af þessu keypti félagið skip til stórflutninga (bulk) árið 1977. Flytur það m.a. kvarts fyrir Járn- blendifélagið. Flutningarnir voru boðnir út á alþjóðamarkaði og hefur FV fregnað að ef ekki hefði komið til tilboð Nesskipa, hefði erlendu tilboði liklegast verið tekið. Því virðist þetta félag byggja verulega á nýjum leiðum líkt og Víkur, í stað þess að kaupa skip til beinnar samkeppni við önnur félög hér. Nesskip er nú að kaupa stórt „bulk" skip til flutninga milli erlendra hafna. Þar sem langtíma ,,bulk“ flutning- ar eru að 90% á höndum stórra flutningaaðila erlendis, er hart barist um hin 10%, svo Nesskip telur beint samstarf við þá stóru einu leiðina til að komast í þessa flutninga. Norska skipafélagið A/S Kristian Jensens Rederi á nú 40% hlut í Nesskipum. Nes hóf rekstur á einu skipi 1974 og sigldi með heilfarma til og frá landinu auk leigusiglinga erlendis. Tveim árum síðar lenti félagið í erfið- leikum og keyptu þá hluthafar í Nes- skipum liðlega helming hlutafjár í Nesi. Nes rekur skipið áfram en með tæknilegri þjónustu Nesskipa. Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari rekur tvö systurskip í eigu félaganna Pólarskipa og ísafoldar. Fyrra félagið hóf rekstur 1975 en hið síöara árið eftir. Frá hendi hins spánska selj- anda skipanna fylgja þeim verkefni til sex mánaða á ári á erlendum vett- vangi, en þess á milli sigla þau aðal- lega með heilfarma til og frá landinu. Rekstur er í fullum gangi, en skipin hafa bæði verið auglýst til sölu í er- lendum blöðum. (slensk kaupskip hófu rekstur 1975 með skipi á kaupleigusamningum. Það skip var rekið á erlendum mörk- uðum og gekk á ýmsu. Þó varð tals- verð bót á er ráðin var erlend áhöfn á skipið í stað íslenskrar, þar sem launagreiðslur lækkuðu þá verulega. Nú hefur Eimskip yfirtekið rekstur- inn. Loks má svo rekja stofnun Bifrast- ar aftur til ársins 1975 að bílainn- flytjendur hugðust kaupa eigið skip til bílaflutninga til að draga úr skemmdum við flutninga jafnframt því sem þeir töldu farmgjöld annarra félaga of há. Þá bauð Eirr.skip stór- fellda lækkun flutnings- og uppskip- unargjalda svo máliö lá niðri þar til 1977 að Bifröstin var keypt. Hóf hún siglingar milli Bandaríkjanna og (s- lands það ár. En í fyrra yfirtók Eim- skip félagið að örfáum prósentum hlutafjár undanskildum, og rekur nú Bifröstina. Margt hefur því gerst á kaupskipa- markaðnum hér sl. tvo áratugi, en nú virðist aðgangur að markaðnum orðinn erfiður og einkennist hann meir af harðnandi samkeppni stóru félaganna.— rxri 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.