Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 23
þaö eingöngu viö stærö þeirra og
verö, en ekki afkastagetu.
Grundvöllurinn sem Digitaltölv-
ur byggjast á hefur reynst gífur-
lega sterkur. Undirstaðan er
sveigjanleiki í uppbyggingu tölv-
anna þar sem eitt helsta atriöiö er
góö hönnun á tengingu sjálfrar
stjórneiningar tölvunnar og ann-
arra hluta tölvukerfisins, svo sem
minnis, diska og útstöðva. Þannig
getur t.d. tölvukerfi sem kostar kr.
2000 verið í grundvallaratriöum
eins byggt og tölvukerfi sem kost-
ar kr. 20.000. Margir hlutar vél-
búnaðarins geta verið hinir sömu í
báðum kerfunum, og hefur það
augljósa kosti.
Öllu mikilvægara er samt aö
unnt er aö nota sama hugbúnað til
að stýra vinnslu tölva af mörgum
mismunandi stæröum, en slíkt er
til mikils hagræöis fyrir notendur,
sem byrja smátt en hyggja stórt.
Stórt þarf ekki aö þýða risa tölvu-
miðstöð þar sem margir notendur
með mismunandi þarfir nota einu
og sömu tölvuna, heldur hefur
Digital lagt mikla áherslu á sam-
tengingu tölva, þannig aö einstakir
notendur hafi tölvu af heppilegri
stærð fyrir sínar þarfir og geti
jafnframt haft aðgang að öðrum
tölvukerfum vegna sérhæfðra
verkefna, til að ná í eða skila
gögnum o.s.frv.
60 Digitaltölvukerfi í gangi
Fjölbreytnin er mikil íframleiðslu
Digital, og má nefna sem dæmi að
hér á landi eru nú í gangi rúmlega
60 Digitaltölvukerfi í mismunandi
stærðum. Allar þær Digitaltölvur
sem hér eru seldar byggjast á
„on-line" vinnslu, þ.e. fjölvinnslu,
þar sem margir aðilar geta unnið
samtímis, mismunandi verkefni,
og alltaf í beinu sambandi við tölvu
á skjá. Að þessu leyti er Digital
brautryðjandi hér á landi.
Útbreiddust af þeim Digitaltölv-
um sem í notkun eru í dag er
„tölvufjölskylda" sem nefnist
PDP-11 og kom fyrst á markaðinn
árið 1967. Þessar tölvur eru af
meöalstærð og koma geysilega
víða við — í mælikerfum og fram-
leiðslustýringu, bókhaldskerfum,
spítalakerfum — svo eitthvað sé
nefnt.
En stærsta kerfið er Vax-’1 780,
sem reiknistofnun Háskóla íslands
keypti af okkur og var sett upp í
maí 1980. Þegar þessi vél var sett
upp voru ekki aðrar tölvur hér á
landi sem höfðu meiri reiknings-
getu. í dag hefur hún 40 útstöðvar,
og er gert ráð fyrir að þeim verði
fjölgað í 70 í haust.
Meðal notenda minni Digital-
kerfa má nefna Mjólkursamsöl-
una. Þar er nú orðin tölvustýring á
mælingu á mjólk í tankbíla og síð-
an í hreinsun þeirra.
Á tæknimarkaðnum höfum við
átt mikil viðskipti við aðila eins og
rafmagnsveitur ríkisins, Orku-
stofnun, Landsvirkjun, o.fl. Þá eru
Digitaltölvur að ryðja sér braut inn
á viðskiptamarkaðinn. Má í því
sambandi nefna Framkvæmda-
sjóð, Fiskveiðasjóð, Verzlunar-
banka íslands og Lífeyrissjóð
verzlunarmanna, og í Fálkanum
hf. er það nýjung hér á landi að
búðarkassar verða tengdir beint
við tölvu.
Starfsemi í öðrum vexti
Um starfsemi tölvudeildar Krist-
jáns Ó. Skagfjörð upplýstu þeir
Júlíus Sæberg og Frosti að hún
skiptist í megindráttum í þrennt,
þ.e. sölu, þróun hugbúnaðarkerfa
(fjárhagsbókhald, viöskiptabók-
hald, o.s.frv.) og þjónustu.
Árangurinn af sölustarfseminni
er mikill eins og augljóst er af
hinum mikla fjölda Digitaltölva hér
á landi og hinum öra vexti tölvu-
deildarinnar. Fyrir u.þ.b. fimm ár-
um voru starfsmenn hennar að-
einstveir, en nú eru þeir 10. Þessi
mikla sala hefur kallað á mjög
aukna þjónustu þar sem einn
mikilvægasti þátturinn er fyrir-
byggjandi viðhald á vélbúnaði.
Keþpikefli tölvudeildar er að
rekstraröryggi Digitaltölva sé sem
mest, þannig að starfsemi notenda
þurfi ekkert að raskast vegna bil-
ana.
Fleiri umboð
En Kristján Ó. Skagfjörð hefur
umboð fyrir fleiri tölvufyrirtæki en
Digital, þótt það sé stærst. Þau eru
sænska fyrirtækið Datasaab og
bandaríska fyrirtækið Tektronix.
Datasaab framleiðir m.a. tölvu-
búnað sem tengja má t.d. við IBM
tölvur. Það er gert gegnum síma-
línur, og hefur slíkur búnaður verið
seldur Skýrsluvélum ríkisins, Bif-
reiöaeftirlitinu, og fleiri aöilum. En
stærsti viðskiptavinur Datasaab-
tengibúnaðar hér á landi er Sam-
band íslenskra samvinnufélaga.
Þar eru nú 20 skjáir tengdir á
þennan hátt IBM tölvu Sambands-
ins.
Þáttur Tektronix í viðskiptunum
er ekki stór en mjög merkilegur.
Þeir framleiða mjög vönduð mæli-
tæki sem notuð eru í rafeindaiön-
að, svo og grafíska skjái og teikn-
ara — svo eitthvað sé nefnt.
Ótúlega margbreytilegt
þjónustuhlutverk
En svo talinu sé aftur vikið að
Digitaltölvum, þá er þjónustuhlut-
verk þeirra ótrúlega margbreyti-
legt. Má þar nefna að þær eru
notaðar við flugumferðarstjórn og
stjórn skeytamóttöku í Gufunesi.
Þá er símaskráin komin í Digital-
tölvu, og margir blaðamenn skrifa
greinar sínar beinl inn á Digital-
tölvu. Á Akureyri eru tvær Digital-
tölvur notaðar við stjórnun raf-
magnsálags, og Digitaltölva tekur
við myndum til úrvinnslu frá
Gamma myndavél Landspítalans.
Og möguleikarnir á frekari fjöl-
breytni virðast óendalegir. Því
hljótum við að taka undir orð
Júlíusar Sæbergs er hann sagði í
lok samtals okkar: „íslenskt at-
vinnulíf hlýtur að taka upp tölvur í
vaxandi mæli ef vonir manna um
framleiðsluaukningu og bættan
hag eiga að rætast." , ,
23