Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 24
Gerhard Prlnz, hinn nýl forstjóri Dalml- er-Benz (t.v.) ásamt Joachim Zahn, sem hann tók við af. Á sama tíma og aðrir bílaframleiðendur verða að draga saman seglin leggja framleiðendur Mercedes Benz út í gífur- legar fjárfestingar, með nýjan forstjóra við stýrið Sigurganga Daimler-Benz er rétt að byrja Bifreiöaframleiðendur eru flestir nokkuð uggandi um framtíðina. Orkukreppa og almennur sam- dráttur hefur orðið til þess að margir hafa þurft að draga saman seglin. Undantekning frá þessu eru Daimler-Benz verksmiðjurnar. Þær hafa aldrei staðið betur og ætla sér stóra hluti á þessum ára- tug, undir handleiðslu nýs for- stjóra. Meö Gerhard Prinz, nýja for- stjórann, við stýrið er ráðgerö aö fjárfesta sem svarar rúmum þrjátíu milljörðum króna (3000 gamlir milljarðar) á næstu árum til að styrkja enn fyrirtækið og auka markaðshlutfall þess. Hluti af því fé fer í að hanna og koma á mark- að ,,litlum“ Mercedes Benz. Síðustu þrettán ár hafa verið mikill uppgangstími hjá Mercedez Benz. Forstjóri þetta tímabil var Joachim Zahn, ákafur maöur og vinnusamur sem oft hélt starfs- mönnum sínum langtfram á nætur við allskonar áætlanagerð og hugmyndasmíði. Þessi næturvinna viröist hafa boriö góðan árangur því í þrettán ára forstjóratíð Zahns tvöfaldaðist fjöldi starfsmanna, upp í 183.000, hlutafé þrefaldaðist og veltan sex- faldaðist. Veltan fór upp í 98 mill- jarða króna. Þaö eru níuþúsund og áttahundruð milljarðar gamalla króna, sem lætur nærri að séu tuttuguföld fjárlög lýðveldisins (s- lands fyrir árið 1981. Sveltu markaðinn Ein ástæðan fyrir velgengni Mercedes Benz er hversu rólega hefur verið farið í að byggja fyrir- tækið upp. Á ,,góðu árum“ sjö- unda áratugarins fjárfestu margir bifreiðaframleiðendur gríðarlega. Verksmiðjur voru byggðar eða stækkaðar og menn framleiddu eins marga bíla og þeir mögulega gátu. 24

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.