Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 39

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 39
Hann var form. V. R. á árunum 1922—31, aö einu ári undanskildu. Á þessum árum stóð félagslífið með miklum blóma. Nú voru yngri mennirnirteknirvið völdum. Árið 1922 voru félagsmenn orðnir 205, en 1931 um 300. Árlega voru einhverjir strikaðir út fyrir skuldir. Á þessu tíu ára tímabili voru haldnir um 280 fundir í félaginu. Fyrirlestrar voru mikið fluttir á þessu tímabili eða 56 alls, og fluttu þá margir af þjóðkunnustu mönn- um landsins. Spilakvöld voru oft vel sótt þetta tímabil og bókaútlán töluverð. Húsbyggingarsjóður félagsins er stofnaður á 31 árs afmælinu, og þá skemmti í fyrsta sinn söngflokkur úr félaginu. Einnig var haldið uppi leikstarfsemi meðal félagsmanna á þessu tímabili, og sýndir smá- gamanleikir. í reglugerð um lokun sölubúða var sett ákvæði um 2. ágúst sem frídag verzlunarmanna. Margt og mikið er rætt á fundum félagsins þetta tímabil. Árið 1922 er Verzlunarlöggjöfin fyrst til umræðu í félaginu og einnig nokkrum árum síðar. Annað merkilegt mál, sem nær allt þetta tíu ára tímabil var rætt að meira eða minna leyti í V. R., var, eins og það var kallað, þegar það var kom- iö í fast form, „Frumvarp til laga um verzlunarnám og atvinnurétt- indi verzlunarmanna". Eitt merkasta málið, sem félagið kom í framkvæmd á þessu tíma- bili, má þó hiklaust telja stofnun „Sambands verzlunarmannafé- laga íslands". Var sambandið stofnað sumarið 1928. Á sam- bandsþingunum sem háð voru ár- lega til 1935, voru rædd og teknar ákvarðanir um öll mál, sem varð- aði verzlunarstéttina í heild. Fimmti tugurinn Eftir 1930 fór að ýmsu leyti að þrengjast hagur verzlunarmanna. Höftunum var skellt á og fjöldi verzlunarmanna missti atvinnu sína. í árslok 1931 voru aðeins297 fé- lagar í V. R., en brátt verða þó breytingar á þessu. Nýir félagar bætast nú ört við og í árslok 1935 eru þeir orðnir 346, en í árslok 1940 komast þeir upp í 630. Á þessum áratug ber mest á framkvæmdum í húsnæðismálum félagsins. Félagsheimilið tekur til starfa í hinum nýju húsakynnum í Vonarstræti 4. Einnig er unnið mikið starf í sambandi við launa- mál verzlunarmanna, og má rekja innstreymi nýrra meðlima í félagið til þessara framkvæmda. Blað félagsins, „Frjáls verzlun", byrjar að koma út í janúar 1939, og ráðningarskrifstofu verzlunar- manna er komið á laggirnar. Allt krefst þetta mikils starfs og langs undirbúnings. Lagfæring fæst á lokunartíma sölubúða á þessu tímabili. Umræðu- og skemmti- fundum er haldið uppi frá ári til árs fyrir félagsmenn. Jólatrésskemmt- anir eru haldnar árlega, svo og dansleikir. Sú breyting fæst á frí- degi verzlunarmanna, að hann skuli vera fyrsta mánudag í ágúst- mánuði, en með því móti lengist frítíminn. Frídagurinn er haldinn hátíðlegur á hverju ári, en á mis- munandi hátt og mismunandi stöðum. Á þessum árum opnar félagið skrifstofu, því verkefnin eru æði mörg. Þá ræður V. R. og fast starfsfólk. Verzlun O. Johnson & Kaaber í Hafnarstræti. 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.