Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 42
Hann lagði hönd
á plóginn
Úrvidtali
viö einn af stofnendum V. R.
Pétur Jónsson var heiðursfélagi V. R.
og á 60 ára afmæli félagsins árið 1951
rifjaði hann upp minningar frá löngu
liðnum árum í blaðaviðtali:
- Hvaö getiö þér sagt okkur frá fyrstu afskiptum
yöar af verzlun?, spyrjum viö Pétur. -
Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Við vorum
10 systkinin, en móðir mín dó meðan ég var á unga
aldri, svo að ég varð snemma að fara að sjá fyrir mér.
Faðir minn var formaður á teinæring, og réri hann frá
Hafnarfirði. Þjóðhátíðarárið 1874, en þávarég 12ára
gamall, réðist ég til verzl. P. C. Knudtzon & Sön í
Hafnarfirði. Það var mikil ,,drift“ í þeirri verzlun í þá
daga, en búðir voru einnig í Reykjavík og Keflavík.
Christian Zimsen var þá verzlunarstjóri í Hafnarfirði,
Ólafur Norðfjörð í Keflavík og Niljóhníus Ziemsen í
Reykjavík. Ég byrjaði sem léttadrengur í verzluninni,
en varð snemma bókhaldari og gegndi þeim starfa
síðan á meðan ég vann hjá Knudtzons verzlun. Ég
vann með Christian Zimsen í 11 ár. Kunni prýðisvel
við þann heiðursmann. Vinnutími hjá honum var
alltaf reglulegur.
Langur vinnudagur
- Var ekki vinnutíminn oft langur hjá verzlunar-
mönnum hér áöur fyrr, og hvernig var kaupgreiöslum
háttaö?-
í Hafnarfirði byrjuðum við þetta milli klukkan 7 og 8
á morgnana, og var unnið til 8 á kvöldin. Þegarskips-
ferðir voru, var aðeins matast milli klukkan 8 og 9, en
síðan var haldið áfram til 2 og 3 á nóttunni. Vinnu-
gleðin var mikil, en oft var maður líka þreyttur eftir svo
langan vinnudag. Mikið umstang var við öll ársupp-
gjör og skriffinnskan eftir því. Eftir hver áramót var
allt sent út til Hafnar, en þar voru búsettir eigendur
verzlunarinnar P. C. Knudtzon & Sön, þeir bræðurnir
Nicolai og Christian Knudtzon. Voru sendar út
beholdningsbækur, skuldalistar og vinnulistar, en
mikið var þá um fiskverkun. Sveitaverzlun var mikil
hjá okkur í Hafnarfirði. Þá komu bændur úr Gríms-
nesi, Grafningnum, ölfusinu og jafnvel alla leið austan
frá Síðu til okkar og lögðu inn ull o. fl. Skipakomur
voru oft miklar um helgar, og voru það aðallega fiski-
skip, sem tóku salt og vistir. Urðum við þá alltaf að
vera viðbúnir til að afgreiða skipin, oft þetta 10-20
skip á dag. - Á skrifstofunni var unnið við kertaljós,
og held ég að sú birta hafi farið illa með sjónina.
Sem bókhaldari fékk ég 1000 kr. í kaup á ári hjá P.
C. Knudtzon & Sön, og þótti það harla gott kaup í þá
daga. Eftir að ég sigldi til Hafnar hækkaði kaupið hjá
mér um 50 kr. áári í fjögurár, þannig að ég komst upp
í 1200 kr. árskaup. Þá gat maðurfarið að leggja upp.
Á verzlunarskóla í Höfn
- Þér segizt hafa fariö til Hafnar. í hvaöa erinda-
gjöröum fóruö þérutan?-
Það var árið 1886, að ég ákvað að fara á verzlunar-
skóla í Kaupmannahöfn. Sigldi ég út með ,,Lauru“, en
þegar til Hafnar kom, tóku þeir bræður, Nicolai og
Christian, vel á móti mér, en hjá þeim bjó ég um tíma á
meðan ég var að útvega mér herbergi. Dvaldi ég ytra í
hálft ár og líkaði prýðisvel að vera í Höfn. Langaði mig
mikið til þess að vera þar lengur, en annirnar voru
miklar heima, svo að ég varð að hafa hraðan á.
Kunni ég ágætlega við mig á skólanum. Hann varekki
42