Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 42

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 42
Hann lagði hönd á plóginn Úrvidtali viö einn af stofnendum V. R. Pétur Jónsson var heiðursfélagi V. R. og á 60 ára afmæli félagsins árið 1951 rifjaði hann upp minningar frá löngu liðnum árum í blaðaviðtali: - Hvaö getiö þér sagt okkur frá fyrstu afskiptum yöar af verzlun?, spyrjum viö Pétur. - Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Við vorum 10 systkinin, en móðir mín dó meðan ég var á unga aldri, svo að ég varð snemma að fara að sjá fyrir mér. Faðir minn var formaður á teinæring, og réri hann frá Hafnarfirði. Þjóðhátíðarárið 1874, en þávarég 12ára gamall, réðist ég til verzl. P. C. Knudtzon & Sön í Hafnarfirði. Það var mikil ,,drift“ í þeirri verzlun í þá daga, en búðir voru einnig í Reykjavík og Keflavík. Christian Zimsen var þá verzlunarstjóri í Hafnarfirði, Ólafur Norðfjörð í Keflavík og Niljóhníus Ziemsen í Reykjavík. Ég byrjaði sem léttadrengur í verzluninni, en varð snemma bókhaldari og gegndi þeim starfa síðan á meðan ég vann hjá Knudtzons verzlun. Ég vann með Christian Zimsen í 11 ár. Kunni prýðisvel við þann heiðursmann. Vinnutími hjá honum var alltaf reglulegur. Langur vinnudagur - Var ekki vinnutíminn oft langur hjá verzlunar- mönnum hér áöur fyrr, og hvernig var kaupgreiöslum háttaö?- í Hafnarfirði byrjuðum við þetta milli klukkan 7 og 8 á morgnana, og var unnið til 8 á kvöldin. Þegarskips- ferðir voru, var aðeins matast milli klukkan 8 og 9, en síðan var haldið áfram til 2 og 3 á nóttunni. Vinnu- gleðin var mikil, en oft var maður líka þreyttur eftir svo langan vinnudag. Mikið umstang var við öll ársupp- gjör og skriffinnskan eftir því. Eftir hver áramót var allt sent út til Hafnar, en þar voru búsettir eigendur verzlunarinnar P. C. Knudtzon & Sön, þeir bræðurnir Nicolai og Christian Knudtzon. Voru sendar út beholdningsbækur, skuldalistar og vinnulistar, en mikið var þá um fiskverkun. Sveitaverzlun var mikil hjá okkur í Hafnarfirði. Þá komu bændur úr Gríms- nesi, Grafningnum, ölfusinu og jafnvel alla leið austan frá Síðu til okkar og lögðu inn ull o. fl. Skipakomur voru oft miklar um helgar, og voru það aðallega fiski- skip, sem tóku salt og vistir. Urðum við þá alltaf að vera viðbúnir til að afgreiða skipin, oft þetta 10-20 skip á dag. - Á skrifstofunni var unnið við kertaljós, og held ég að sú birta hafi farið illa með sjónina. Sem bókhaldari fékk ég 1000 kr. í kaup á ári hjá P. C. Knudtzon & Sön, og þótti það harla gott kaup í þá daga. Eftir að ég sigldi til Hafnar hækkaði kaupið hjá mér um 50 kr. áári í fjögurár, þannig að ég komst upp í 1200 kr. árskaup. Þá gat maðurfarið að leggja upp. Á verzlunarskóla í Höfn - Þér segizt hafa fariö til Hafnar. í hvaöa erinda- gjöröum fóruö þérutan?- Það var árið 1886, að ég ákvað að fara á verzlunar- skóla í Kaupmannahöfn. Sigldi ég út með ,,Lauru“, en þegar til Hafnar kom, tóku þeir bræður, Nicolai og Christian, vel á móti mér, en hjá þeim bjó ég um tíma á meðan ég var að útvega mér herbergi. Dvaldi ég ytra í hálft ár og líkaði prýðisvel að vera í Höfn. Langaði mig mikið til þess að vera þar lengur, en annirnar voru miklar heima, svo að ég varð að hafa hraðan á. Kunni ég ágætlega við mig á skólanum. Hann varekki 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.