Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 45
FLUOLEIDIR
2-
fróðleikur um
fcgjfrakt
„Flugfrakt er yörn
gegn yeröbólgu”
— segir Siguröur Matthíasson,
forstööumaöur Flugfraktar
„í verðbólguþjóðfélagi eins og
okkar, þar sem verslunin býr að
auki við afar háa vexti, er mjög
mikilvægt að vara sem pöntuð er
erlendis frá berist sem fyrst til
landsins“, segir Sigurður Matth-
íasson, forstöðumaður Flug-
fraktar.
„Því lengur sem varan er á
leiðinni, þeim mun meira étur
verðbólgan og vaxtakostnaður-
inn af verðmæti hennar. Það er
því gífurlegur sparnaður í fjár-
magnskostnaði að flytja vöruna
flugleiðis. Raunar má segja að
flugfrakt sé vörn gegn verðbólgu,
fyrir verslunina.
Það fer auðvitað eftir eðli vöru
og verðmæti hvort borgar sig að
flytja hana flugleiðis. (Verðlitla
og rúmfreka vöru er til dæmis
betra að flytja á sjó). En þar sem
tími og/eða veltuhraði skiptir
máli, eins og t.d. við flutninga á
matvælum, tískufatnaði og vara-
hlutum, slær ekkert flugvélina
út“.
Fyrst þú nefnir matvæli; þið
gerðuð nýlega samning um fisk-
flutninga til Luxemborgar, er
þetta nýr áfangi?
„Það er ekkert nýtt að við
flytjum ferskan fisk. Við flytjunt
iðulega fisk í áætlunarferðum til
Bandaríkjanna, Luxemborgar og
Bretlands. Á síðast ári fluttum við
alls um 650 lestir. En það hefur
auðvitað ekki verið nema það
sem hefur komist í fraktlestar
vélanna.
í Luxemborg gerðum við
samning um sérstök leiguflug,
með fisk eingöngu. Samningur-
inn gilti fram að páskum og sam-
kvæmt honum fór Boeing
727-100 vél vikulega til Luxem-
borgar, með fulfermi af fiski, þ.e.
um 18 lestir.
Fyrirtækið sem keypti fiskinn
heitir La Provencal. Þetta er stórt
fyrirtæki sem kaupir fisk víðar en
hérna. Við höfum til dæmis flutt
fyrir þá talsvert af lifandi humar,
frá Bandaríkjunum.
Á heimleiðinni frá Luxemborg
tókþessileiguflugvélsvoallskonar
varning og kom við í London
eða Kaupmannahöfn eftir því
sem þörf var á. Þetta er eina sér-
I staka fraktflugið til Luxemborgar
en við flytjum þangað töluvert í
áætlunarfluginu, enda er Lux-
emborg miðsvæðis i Vestur-
Evrópu og kjörin dreifingarmið-
stöð fyrir það svæði.
Til Danmerkur og Englands
erum við með fraktflug eftir
þörfum og allar okkar ferðir til
Englands eru „combi-flug“ þ.e.
með tvo vörufleka og 79 far-
þega“.