Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 47

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 47
Æskilegt er að sendandi í við- komandi landi hafi samband við bókunardeild þar. Hann þarf að gefa upp fylgibréfsnúmer, þyngd og rúmmál vörunnar og nafn sendanda og móttakanda. Að þessu er augljós hagræð- ing; þetta hjálpar mönnum við að skipuleggja sín vörukaup og heimflutning og á að tryggja að varan komi heim á réttum tíma. „Hvaða flug hentar best?” „Við erum auðvitað þeirrar skoðunar hérna að það borgi sig yfirleitt alltaf að flytja vörur með sveigjanleiki í fraktfluginu leiki í fraktfluginu. Ef við tökum flekaflug sem dæmi (þ.e. tveir vöruflekar og 79 farþegar í Boe- ing 727-100) þá er hægt að setja allt að 3,5 tonnum af frakt á hvorn fleka. Og svo við nefnum dæmi um umfang, er hægt að flytja stykki sem eru 558X 190X112 senti- metrar. Eða þá 447X241X91 sentimetri. í hreinu fraktflugi eiga auðvitað við aðrar stærðir. Þá er hægt að flytja samtals 18 tonn og stykkin mega vera allt að sextán metra löng. flugvélum, en það getur skipt töluverðu máli með hvaða flugi þær eru fluttar", sagði Gunnar Olsen, einn af farmsölumönnum Fraktflugs. „Þar getur spilað inní hvenær sérstök fraktflug eru, hvenær vöruflekar eru í boði eða hvort nokkuð þarf að taka tillit til slíkra aðstæðna. Iðulega má spara verulegar fjárhæðir við flutning á vöru frá framleiðanda til flugvallarins þar sem íslensk vél tekur við henni. Við bjóðurn sérstaka ráð- gjafaþjónustu á þessu sviði. Viðskiptavinirnir geta hringt til okkar og ráðfært sig við ein- hvern farmsölumanninn. Það er líka hægt að fá farmsölumann í heimsókn í fyrirtækið, lil að ræða flutningsþörf þess. í sumum til- fellum er hægt að spara þannig töluverðar fjárhæðir“. Pantaðu fraktpláss Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp í flugfraktinni að hægt er að bóka vörur á ákveðin flug, rétt eins og farþegar panta sér sæti á ákveðnum degi. Þetta er nú hægt að gera frá Bandaríkjunum, London, Kaupmannahöfn og Luxemborg og svo auðvitað frá íslandi til útlanda. ~v~nr 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.