Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 52

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 52
Erlendur Ó. Pétursson, formaður V. R. 1922-1931. (Úr teiknimyndasafni V. R.) Fundir og fyrirkomulag þeirra Eftir að ný stjórn hafði tekið við félaginu 1921, samþykkti hún, þar eð fundapláss á Vatnsstíg 4 var orðið alltof lítið, að breyta til og hafa fundi félagsins á Hótel Skjaldbreið. Þar voru fundir haldnir til 1924, að þeir hófust í Kaupþingssalnum. Voru þeir á öllu þessu tímabili haldnir þar, nema í eitt ár (1925), þá á Hótel Heklu. Samþykkt var að hafa fundi vikulega, þó þann- ig, að aðra vikuna væri spilakvöld og bókaútlán. Fundir byrjuðu í októbermánuði ár hvert og héldust óslitið til aprílloka. Á þessum 10 árum hafa því verið haldnir um 280 fundir í félaginu. Á fundum fóru fram umræður um öll helztu mál stéttarinnar og teknar ákvarðanir í þeim. Einnig öðru hvoru fyrirlestrar. 1923 var sú nýbreytni tekin upp, að fundur var byrjaður með söng og sungið „Kepp ötul fram, vor unga stétt“ eða „Ung er stétt vor", og formaður las kafla úr bók- inni „ÁfranrT eftir Swedt Marden. Þótti fundarmönn- um þettagóðursiður. Hann hélzttil 1928. Sama ár var einnig tekinn upp sá siður að hafa einn „jólafund" á árinu. Flutti þá einhver af prestum bæjarins stutta jólahugvekju, en á eftir voru sungnir jólasálmar. Einnig fór fram upplestur og einsöngur. Fundir þessir fóru mjög virðulega fram. Þeir voru haldnir á hverju ári allt þetta tímabil. Spilakvöldin voru oft vel sótt og mörg ,,partí“. Aðal- lega varspilað „Lombre" og „Bridge". Við búðarborð og síma á árum áður Heilræði handa verzlunarfólki hér áðurfyrr Þaö hefir einhvern tíma veriö sagt, aö íslendingar væru ekki vel lagaöir til aö vera góöirsölumenn. Þetta er ekki rétt. Eftil vill eru íslendingar ekki góöir sölumenn, t. d. á sama hátt og Amerikumenn, sem eru gefnir fyrir aö nota allskonar skrum, eöa ítalir, sem nudda saman höndunum í næstum skriödýrslegri kurteisi. En íslendingar geta veriö góöir sölumenn í sinu eigin landi og meöal sinnar eigin þjóöar. Þeir koma fram eins og viö á og almannavenja er í um- gengni meöal íslendinga, enda eru meöal íslenzku verzlunarstéttarinnar til ágætis sölumenn, sem væru gjaldgengir hvarsem er. Ekki er þó hægt aö neita þvi, aö misbrestur getur oröiö á framkomu sölufólks í búöum og eru um þaö mörg nærtæk dæmi. Þaö má nefna atvik eins og þaö, ef kona kemur í vefnaöarvörubúö og spyr um kjólatau, en sá sem afgreiöir bendir aöeins á þétttroönar hillurnar og segir: „Geriö þérsvo vel“, og fersvo aö afgreiöaþann næsta. Þetta er ekki góö sölumennska. Þaö er líka stundum óviökunnanlegt, hvernig sölu- fólk i búöum ávarpar viöskiptamanninn sem inn kemur. Sumir segja t. d.: „Hvaö var þaö?“ og i mis- munandi hlýlegri tóntegund. .. Eða aö sagt er: „Var þaö eitthvaö fyriryöur?" eöa eitthvaö þvilíkt. Þetta á aö leggjast niöur. Þaö er mismunandi hvernig svaraö er i síma i verzlunum og á skrifstofum. Sumsstaöar er svarað hranalega. Sumsstaöar er svaraö seint og stirölega. Ef skiptiborð er, þar sem fleiri linur liggja til ýmsra manna eöa deilda, er ákaflega mismunandi, hve vel er afgreitt. Sumar stofnanir hafa lipra símaafgreiöslu og kurteisa, og er þaö til mikils sóma fyrir viðkomandi stofnanir. Þeir, sem yfir skrifstofum eöa verzlunum ráöa, ættu aö hafa augun opin fyrirþvi, hvernig símaafgreiöslan er, og gera ráöstafanir til bóta, efmeö þarf. Þegar ný afgreiöslustúlka viö sima er ráöin, þarf aö leiöbeina henni um á hvern hátt hún skuli svara og afgreiða, þvi að þaö mega menn vita að þessi rödd fyrirtækisins, er einskonar auglýsing fyrir þaö, annaö hvort til góös eöa ills. 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.