Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 56
Húsbyggingarsjóður og félagsheimili V. R. Úrdráttur úr grein Frímanns Ólafssonar í afmælisblaði V. R. 1941 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefir ekki verið nema 12 ára gamalt, þegar fyrst var byrjað að ræða um það í alvöru að koma upp samkomuhúsi fyrir verzlunarstéttina. Reyndar var það „Framfarafélag Reykjavíkur“, sem virðist eiga fyrstu uppástungu um byggingu slíks húss, en forráðamenn þess félags virðast þá vera þeir sömu og í V.R., því á félagsfundi í V.R. 21. febr. 1903 er lagt fram bréf frá Framfarafélagi Reykjavíkur, sem undirritað var af þeim Sighvati Bjarnasyni og Halldóri Jónssyni, þar sem segir, ,,að æskilegt væri, ef félög hér í bænum gætu komið sér saman um að byggja í félagsskap samkomuhús hér í bænum, þar sem þau gætu haft fundi sína og sam- komu, geymt húsgögn sín, bækur, blöð og aðra muni“. Var á þessum fundi kosin þriggja manna nefnd til þess að athuga þetta mál, og voru kosnir í nefndina Sighvatur Bjarnason, Halldór Jónsson og GuðmundurOlsen. Úr þessari fyrirhuguðu samvinnu um byggingu samkomuhúss hefir þó ekki orðið, því á fundi í V.R. 14. janúar 1905 er ennþá rætt um húsbyggingarmál- ið, og skýrði Sighvatur Bjarnason þá frá því, að nefnd sú, sem áður getur, hefði fengið loforð fyrir áætlun um kostnað á húsi handa félaginu einsömlu, og skýrði þá um leið frá fyrirhugaðri stærð hússins og herbergja- skipun þar með talin eldfæri. Hvar þetta hús átti að standa kemurekki fram í fundabókum. Eftir þetta virðist hafa verið hljótt um húsbygging- armál félagsins þartil árið 1921. Stofnun húsbyggingarsjóös. Eitt af stærstu og áhrifaríkustu málum félagsins hefir án efa verið stofnun Húsbyggingarsjóðsins. Eftir nokkra kyrrstöðu í starfsemi V.R. varð á árunum 1919-1920 mikil breyting.Áeinum fundi, miðvikudag- inn 10. nóv. 1920 gengu t. d. inn í félagið 70 menn. Ári síðar, 8. des. 1921, hélt Jón heitinn Þorláksson alþm. fyrirlestur á félagsfundi um húsbyggingar almennt, og á þeim sama fundi skýrði þáverandi formaður, Erlendur Ó. Pétursson, frá því, að það hefði komið til tals á meðal nokkurra félagsmanna, að stofnaður yrði ,,húsbyggingarsjóður“ fyrir félagið. Sagði hann þá, að ,,ef þessháttar sjóður hefði verið stofnaður fyrir 30 árum, myndi félagið hafa átt veglegt hús núna“. Eng- ar umræður urðu um málið á þeim fundi, en samþykkt tillaga um að kjósa 3 manna nefnd ,,til þess að gang- ast fyrir stofnun Húsbyggingarsjóðs fyrir félagið". Á næsta aðalfundi félagsins, sem haldinn var að Hótel Skjaldbreið þ. 27. janúar 1922, var svo sjóður- inn formlega stofnaður með 700 krónum, sem safnazt höfðu með frjálsum samskotum innan V.R. Var þá samþykkt skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Samkvæmt 3. gr. skipulagsskrárinnar er ákveðið, að „sjóðnum megi einungis verja til þess, að koma upp húsi til afnota fyrir félagið, annað hvort eitt út af fyrir sig, eða í samlögum við aðra“. Eftir að mörg hús höfðu verið athuguð og skoðuð, var samþykkt að kaupa Vonarstræti 4 fyrir 148 þús- und krónur, og verja til þess handbærum eignum Húsbyggingarsjóðsins. - Voru nokkuð skiptarskoð- anir um þessi húskaup í byrjun. Nokkru eftir að húsið var keypt, í marz 1940, var byrjað á því að breyta efstu hæðinni, og gera hana nothæfa fyrir „Félagsheimili". Fór líka gagngerð við- gerð fram á hinum tveim hæðunum, svo og utanhúss. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.