Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 58

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 58
Fyrsti kjarasamningur verzlunarmanna tekur gildi í ársbyrjun 1946 í ársbyrjun 1946 voru tímamót í sögu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í tvennum skilningi, „þ. e. aldurslega og athafnalega“, eins og þaö var orðaö í ritstjórnar- grein Frjálsrar verzlunar. Félagið átti 55 ára afmæli, sem var hátíð- legt haldið með ágætum mann- fagnaði. En þótt það út af fyrir sig væri virðulegt gleðiefni þá var hitt atriðið, sem tímamótin markaði, miklu veigameira. Er þá átt við það, að í sama mánuði vann félag- ið það nytjaverk að koma á samn- ingum um kaup og kjör verzlunar- fólks í Reykjavík. Launasamning- ur þessi var hinn fyrsti, sem gerð- ur var í Reykjavík innan verzlunar- stéttarinnar í heild. Með samn- ingnum steig félagið tvímælalaust stórt skref í átt til efnda á því heiti stefnuskrár sinnar að beita sér fyrir hagsmunamálum með- limasinna. ,,Og þaðergotttil þess að vita, að þetta er verðuglega virt af verzlunarfólki bæjarins, sem hópast nú í félagið, svo að það er nú að verða eitt stærsta stéttar- félag landsins,11 segir í Frjálsri verzlun af þessu tilefni. Adólf Bjömsson. (Úr teiknimyndasafni V. R.) Blaðið fékk Adólf Björnsson, formann launakjaranefndar félagsins, til að rita grein um launakjör verzlunarfólks að loknum samningum 1946. Hér fer á eft- ir ágrip af grein Adólfs Björnssonar: Eins og flestum lesendum mun kunnugt, hafa engir samningar veriö í gildi um kaup og kjör verzlunar- fólks, fyrr en frá síðustu áramótum. Allt til þess tíma ríkti hinn mesti glundroði og handahóf um launa- greiðslur verzlunarfólks í Reykjavík. Tilviljanir einar réðu oft og tíðum, hvað verzlunarfólkið bar úr býtum fyrirstörf sín, og hve langurvinnudagurþess var. Ekki var það óalgengt fyrir stríð, að verzlunarfólk með sérmenntun frá verzlunarskóla yrði að ráða sig til verzlunarstarfa fyrir minna kaup en kr. 200.00 á mán- uði, og þótti happ að komast í starfið. Nógir voru í boði, og engra réttinda til forgöngu um verzlunarstörf naut eða nýtur það fólk, sem aflað hefir sérmenntun- ar og eytt til þess tímaog fé. Það hefirekki meiri rétttil skrifstofustarfa en barnakennari, eða geturekki frek- ar orðið gjaldkeri en iðnaðarmaður. Þannig er um 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.