Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 59
atvinnuréttindi verzlunarfólks. Aðrar stéttir hafa kom- ið þeim málum í það horf, að aðskotadýr eiga þar ekki inngönguvon. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefir reynt að ráða bót á réttindaskorti verzlunarfólks til starfa í sinni stétt. Það var gert með samningi og flutningi frumvarps á Alþingi, um nám og réttindi verzlunar- fólks. Var það fram borið oftar en einu sinni, en Al- þingi Ijáði slíku máli ekki samþykki, og er það vanda- mál ennþá óleyst, en aðkallandi til úrlausnar. Þegar verkalýður og iðnaðarmenn höfðu fengið grunnkjör sín bætt á árinu 1942, og opinberir starfs- menn með lögum á sama ári, sótti stjórn V.R. um samskonar lögfestingu til handa verzlunarfólki. Úrslit þess máls á Alþingi eru enn í fersku minni þeirra manna, er um málið fjölluðu. Á lokastigi afgreiðslu frumvarpsins var það fellt við síðustu umræðu í efri deild Alþingis. Þau úrslit staðfestu, að verzlunarstéttin varþá eina stéttin í þessu þjóðfélagi, sem ekki átti að njóta hinna almennu kjarabóta. En verzlunarfólkið hafði hins- vegar ekki bolmagn til þess að krefjast hennar. Þá skipaði stjórn V.R. þriggja manna nefnd, til þess að leita samninga við atvinnurekendur í verzlunarstétt, um greiðslu samskonar grunnkaupshækkunar og starfsmenn ríkisins höfðu fengið lögfesta. í þeirri nefnd áttu sæti Elís Ó. Guðmundsson, formaður, Konráð Gíslason og Adolf Björnsson. Nefndinni tókst að ná samþykki margra vinnuveitenda, en nokkrir stóðu þó alltaf utan samþykktannaog greiddu fólkinu kaup eftir eigin geðþótta eða án tillits til breytilegrar vísitölu. Gegn slíkum mönnum stóð félagið ávallt varnarlaust, og fólkið einnig, því að heildarsamninga, um kaup og kjör verzlunarfólks, vantaði algjörlega. Hinn fyrsti launakjarasamningur verzlunarfólks í Reykjavík er að sjálfsögðu misjöfnum augum litinn. Sumum þykir hann ágætur, öðrum afleitur. Má hvort- tveggja til sanns vegar færa. Launakjaranefnd eru gallar samningsins jafn augljósir og öðrum félags- mönnum. En hún telur kosti hans veigameiri, og eink- um þann, að sú braut hefir verið rudd, að viðurkenn- ing hefir fengizt fyrir samningsrétti verzlunarfólks. Launakjaranefnd mátti vita, að hún gæti vart samið, hvað þá fengið samþykktan samning, er öllum væri til hæfis. En hún setti sér það mark í upphafi, að miða störf sín fyrst og fremst að því, að fá bætt kjör þeirra lægst launuðu og leitast við að skapa þeim lífvænleg kjör. Mun það að nokkru hafa tekizt, því í Ijós hefir komið við framkvæmd samningsins, að hann hefir yfirleitt bætt kjör þeirra, sem áður voru lakast settir um launakjör. Er það að sjálfsögðu fagnaðarefni allri nefndinni, þó að hún hinsvegar hefði viljað, að enn betur yrði bættur launahagur ýmsra láglaunaðra verzlunarmanna og kvenna. Það atriði í samningsuppkasti launakjaranefndar V.R., að kvenfólk fengi sama kaup fyrir sömu vinnu, t. d. þegar um væri að ræða hinar betur launuðu stöður hjá verzlunarfyrirtækjum, sætti slíkri gagnrýni og andmælum, að ekki var viðlit að koma slíkum ákvæð- um til framkvæmda að þessu sinni. Hafði launakjara- nefnd fullan hug á að fy'gja því ákvæði fast eftir, er. fékkeigi áorkað til sigurs. En þaðertrúamín, aðgegn jafn sjálfsögðum kröfum, verði engum stætt til lengd- ar. Sá tími mun koma, að kvenfólk fær sömu laun fyrir sömu vinnu, og að því leyti stendursamningurverzl- unarfólksins til bóta, ásamt mörgum öðrum atriðum. Ýms ákvæði eru í samningnum, sem vert er að gaumur sé gefinn. Þar má nefna ákvæði um greiðslu til verzlunarfólks fyrir yfirvinnu, sem víðast hvar hefir ekki þekkzt til þessa, þó að um óvenju langa vinnu- daga hafi verið að ræða, og oft að óþörfu. Ákvæði um greiðslu fyrir veikindadaga, og réttur til þess að fá fyrri atvinnu, svo fremi starfsmaður sé ekki fjarver- andi lengur en þrjá mánuði. Ákvæði um að starfs- mönnum beri að sýna sömu virðingu og háttprýði í umgengni og húsbændum. Þá eru og ákvæði, er tryggja félagsmönnum Verzlunarrnannafélags Reykjavíkur forgangsrétt til atvinnu hjá samnings- aðilum. Fleira mætti nefna, sem ber að skoða sem spor, er stefna í rétta átt. En höfuðatriði samnings- gerðarinnar, er þó það, að samningur hefir í fyrsta sinni verið undirritaður um kaup og kjör verzlunar- fólks, og þar með viðurkenndur réttur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur til þess, að koma fram og semja fyrir meðlimi sína. Sá réttur er mikils virði og má aldrei úr höndum félagsins fara. 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.