Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 62
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur:
„Mikilsverðasta
verkefnið að vekja
verzlunar- og skrifstofufólk
til stéttarvitundar“___________________________________
Skömmu eftir ad Verzlunarmannafélag Reykjavíkur varö hreinræktaö launþegafélag réðst
Magnús L. Sveinsson til starfa hjá því sem framkvæmdastjóri. Á síöasta aöalfundi var Magnús
kjörinn formaöur félagsins. Á starfstíma Magnúsar hjá V. R. hafa oröiö stórfelldar breytingar á
högum félagsins og kjörum verzlunarmannastéttarinnar, sem nánar er fjallaö um í eftirfarandi
samtali.
— Fram til 1955 var Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur blandað
félag, ef svo mætti segja, þ. e. að í
félaginu voru bæði vinnuveitendur
og launþegar, sagði Magnús. Að
vísu hafði orðið hreyfing í þá átt á
árunum næstu á undan, að laun-
þegar gerðu sig meira gildandi og
fóru að huga meira að beinum
kjaramálum sínum. Fram að því
hafði alls kyns tómstundastarf-
semi og skemmtanir verið efst á
dagskrá hjá félaginu. Þegar ég
réðst hingað til starfa 1960 var ég
einn á skrifstofunni en skrifstofu-
stúlka vann með mér hálfan dag-
inn. Og þetta var afskaplega rólegt
líf. Það var næstum viðburður ef
síminn hringdi. Núna erum við átta
starfsmenn félagsins og allar
símalínur meira og minna rauð-
glóandi allan guðslangan daginn.
Manni verður oft hugsað þá til
þessara gömlu daga, þegar ég sat
hér í rólegheitum og hafði drjúgan
tíma til að vinna að alls kyns verk-
efnum í góðu næði.
Það var mest knýjandi, þegar fé-
lagið varð hreint launþegafélag
1955 að vekja fólk til stéttar-
vitundar. Aðalatriðið var að ná
fólki í félagið. Það voru ekki nema
þúsund manns í Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur á þeim tíma en
félagsmenn eru nú um tíu þúsund.
Að vísu hefur fjölgað í greininni.
En á miðjum sjötta áratugnum var
ekki nema hluti af fólki í verzlun og
þjónustu í félaginu. Menn töldu
ekki neina ástæðu til að vera í fé-
laginu. Það hafði ekki gert kjara-
samninga nema að takmörkuðu
leyti og stéttarleg tilfinning
fólksins var ekki fyrir hendi. Meg-
inverkefnið var því að sameina
launþegana í einu félagi og gera
það öflugt með þátttöku fólksins
sjálfs. Þetta tók býsna langan tíma.
Fyrstu árin eftir 1955 var háð
hörð barátta fyrir því að fá félagið
viðurkennt af vinnuveitendum
sem stéttarfélag. Það tók félagið
fjögur ár og þurfti að leita til
annarra félaga eins og t. d. Dags-
brúnar til að fá suma af viðsemj-
endum okkar til að viðurkenna V.
R. sem hreint stéttarfélag og lög-
formlegan samningsaðila vinnu-
veitenda.
- Hverja telurþú hafa veriö mik-
ilsveröustu áfangana I kjarabar-
áttu V. R. eftir aö félagiö varö
hreint launþegafélag?
- Það er hægt að nefna fjöl-
mörg atriði, sem V. R. hefur fengið
fram með sérsamningum sínum
við vinnuveitendur og í samvinnu
við heildarsamtök verkalýðshreyf-
ingarinnar eða með löggjöf, sem
hún hefur lagt áherzlu á. Ég vil
sérstaklega nefna eftirtalin atriði:
• Vinnuvika hefur stytzt úr 48
stundum í 38—40 stundir og er
nú unnin á fimm dögum vik-
unnar í stað sex áður.
• Flokkaskipanin hefur verið al-
gjörlega umsköpuð. Nú ergetið
yfir 70 starfsheita í stað 19, sem
voru í fyrstu samningum eftirað
félagið varð hreint launþega-
félag.
• Sumarleyfi hefur lengzt úr 18
virkum dögum í allt að 47.
• Greidd veikindaforföll hafa
lengzt úr þremur mánuðum í
sex mánuði. Þá höfum við eign-
ast sjúkrasjóð, sem tekur við af
greiðslum frá vinnuveitendum,
þegar um lengri veikindi er að
ræða.
• Ég vil geta ákvæða um að-
búnað á vinnustað, sem ekki
voru sérstaklega tilgreind í
fyrstu samningunum.
• Orlofssjóðurinn hefur tryggt
það að félagið á núna 16 orlofs-
hús, í Húsafelli, Vatnsfirði, III-
62