Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 63
ugastöðum í Fnjóskadal og
Ölfusborgum.
• Verkalýðshreyfingin lagði á-
herzlu á löggjöf um atvinnu-
leysistryggingasjóð, sem trygg-
ir að menn missi ekki laun þó
þeir verði atvinnulausir um
stundarsakir.
Á þessu afmælisári höfum við á-
kveðið að leggja megináherzluna á
aukið fræðslu- og útbreiðslustarf.
Við viljum vekja félagsmenn til
aukinnar stéttarvitundar, m. a.
með því að nota fjölmiðla í vaxandi
mæli. Félagið þarf að taka
tækninýjungar í sína þágu, annars
drögumst við aftur úr. Við höfum
þess vegna birt auglýsingar í sjón-
varpi og blöðum, þar sem sýndar
eru myndir af félagsmönnum í
starfi og hvaða þýðingu þessi störf
hafa fyrir þjóðina og hve marg-
breytilegu hlutverki félagar (Verzl-
unarmannafélaginu gegna.
Við höfum gefið út sérstakan
upplýsingabækling um félagið,
,,Hvað gerir V. R. fyrir þig?“ Þarna
er rakið það sem áunnizt hefur
með starfsemi félagsins þannig að
félegsmenn getið áttað sig á því
hvaða þýðingu félagið hefur haft.
Það verða haldin námskeið í
einstökum starfsgreinum og við
gefum út afmælisrit með sögu fé-
lagsins. Haldnir hafa verið borg-
arafundir um málefni efst á baugi
svo sem tölvumál og málefni aldr-
aðra.
Á afmælisárinu er líka stefnt að
því að koma upp sýningu á mynd-
verkum sem félagsmenn í V. R.
hafa unnið að í frístundum sínum.
- Hefur kjarabarátta verzlunar-
manna boriö eitthvaö annaö svip-
mót en barátta annarra launþega-
samtaka á isienzkum vinnumark-
aöi?
- Nei. Þetta hefur verið ósköp
svipað. Það sem upp úr stendur
eru launin sjálf og vinnutíminn, en
þetta er hvort tveggja samtengt.
Lengi framan af hugaði fólkið,
sem vann við afgreiðslustörf t. d.
alls ekki að yfirvinnu. Vinna þess
var ekki endurseld á sama hátt og
t. d. vinna iðnaðarmanna. Hver
vinnustund hjá bifvélavirkja er sett
á reikning neytandans. Allt öðru
máli gilti um verzlunarfólkið, þar
sem vinnan var endurseld í vöru-
verðinu. Verzlunar- og skrifstofu-
fólk hafði nokkuð rúm tækifæri til
að skreppa úr vinnu, hvort sem
það var á hárgreiðslustofu eða til
rakarans án þess að það væri
dregið frá kaupi, af því að hver
eining í starfi þessa fólks var ekki
seld út aftur. Þetta olli því líka að
menn voru ekki að gera kröfur um
greiðslur fyrir yfirvinnu. Að þessu
leyti var annar blær á starfi verzl-
unar- og skrifstofufólks en hjá
flestum öðrum stéttum.
í fyrstu kjarasamningum okkar
var beinlínis gert ráð fyrir að fyrstu
10 mínúturnar eftir að dagvinnu
lauk væru ókeypis en síðar var al-
gjörlega skorið á þetta og hver
mínúta reiknuð að fullu. Það var
auðvitað mikið mál fyrir félagið að
fólkið hugaði vel að vinnutíma sín-
um og skörp skil mynduðust milli
dagvinnu og yfirvinnunnar, sem
reiknast nú strax að lokinni dag-
vinnu.
- Hver hefur afstaða annarra
launþega verið til verzlunarfólks?
Fékk verzlunarfólkið viðurkenn-
ingu annarra stétta strax sem full-
gildur launþegahópur?
- Af sumum forystumönnum
annarra launþega hefur verið
haldið uppi áróðri gegn verzlun-
inni og verzlunarfólki með slag-
orðum um að verzlunin sé afæta á
þjóðfélaginu. Það er rétt, að neyt-
andinn verður að greiða fyrir dreif-
ingu vörunnar en á sama hátt
leggst ýmis kostnaður á fram-
leiðslustarfsemina, sem neytend-
ur verða líka að borga fyrir. Þarna
erþvíenginn munurá. Afturá móti
virðist sem menn líti öðrum augum
þann kostnað sem kemur á vör-
una, eftir að hún hefur verið fram-
leidd og stendur innpökkuð uppi í
hillu. Varan er hins vegar einskis
nýt ef hún er ekki fyrir hendi, þar
sem neytendurnir þurfa á henni að
halda. Afgreiðslufólkið I verzlun-
um hefur óneitanlega verið litið
hornauga af sumum í öðrum stétt-
um fyrirbragðið.
63