Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 71

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 71
skrifstofur opnuðu félögin hverja af annarri í borgum á Norðurlönd- um og síðar í Bretlandi. I innanlandsfluginu var sam- keppnin óvægin þegar í upphafi, og víða var flugáætlunum þannig hagað að bæði félögin flugu sam- dægurs og með stuttu millibili til sömu staða — með allt niður í þrjá til fjóra farþega í ferð og e.t.v. færri, aö því er blöð frá þessum tíma hermdu. Þannig er spurt í grein í Alþýðublaðinu 2. sept. 1948: „Er þaö heilbrigt að tvær flugvjelar sín frá hvoru fjelagi fljúgi til Akureyrar og Vestmanneyja sama dag, báðar hálfskipaðar?" I báðum þessum bæjum ráku fé- lögin hvort sína skrifstofu, og um- boðsmenn höfðu þau bæði um land allt. Þá þótti flugáætlun víða óörugg sökum hinnar óheftu sam- keppni, og í maí 1948 kvartaði Framsóknarblaðið í Vestmanna- eyjum yfir því að ef vél bilaði hjá öðru félaginu þannig að fella varð niður ferð til ákveðins staðar sendi hitt lélegri farkost til að annast áætlunarflug sitt þann daginn til þess staðar. En hvað sem hæft var í þessu, þá var þaö staðreynd að útgerðin var ekki arðbær, og meðalnýtning hjá báðum félögum í innanlandsfluginu 1948/49 var ekki nema 39%. Ríkisvaldið og Björn Ólafsson ráðherra taka í taumana Það var því ekki seinna vænna að eitthvað væri gert í málunum. Fyrstur reið á vaðið Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri sem hafði milligöngu um að fram- kvæmdastjórar félaganna rædd- ust við. Þá var Hjálmar Finnsson, núverandi forstjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins, framkvæmdastjóri Loftleiða, en örn Ó. Johnson, nú verandi stjórnarformaður Flug- leiða, var framkvæmdastjóri Flug- félags íslands og haföi gegnt því starfi frá því er hann tók við stjórn Flugfélags Akureyrar af Agnari Kofoed-Hansen vorið 1939 og var flugmaður þess, þá nýkom- inn úr flug- og flugrekstrarnámi ytra, aðallega í Bandaríkjunum. Það var vorið 1951 og voru fundir nokkrir og grundvöllur góður fyrir frekara samstarfi eða jafnvel sam- einingu. Og er báðir aðilar höfðu tjáö sig fúsa til frekari viðræöna og Stjóm Flugfélags fslands árlð 1962. Frá vlnstri: Jakob Frímannsson, Bergur G. Gíslason, Guðmundur Vllhjálmsson stjórnarformaður, Richard Thors og Björn ólafsson. Fyrsta stjóm Loftlelða eftir stjómarskiptln 1953. Frá vlnstri: Sigurður Helgason, Alfreð Elíasson, Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður, Ólafur Bjarnason og E. Kristinn Olsen. Hjálmar m.a. lýst því yfir ,,aö hann mundi með mestu ánægju standa upp úr sæti sínu fyrir Erni O. Johnson ef sameining næst," var árangurinn tilkynntur Birni Ólafs- syni ráðherra sem fór m.a. með flugmál. í bréfi til framkvæmdastjóra fé- laganna 2. apríl 1951 vísar ráð- herra til fyrri viöræðna þeirra í milli og telur að nú sé tímabært að ráðuneytið skipi nefnd þriggja hlutlausra manna til þess að gera athugun og tillögur í málinu. Sú nefnd var skipuð með bréfi frá samgönguráðuneytinu fjórum dögum síðar. Þar er þess getið að flugmálaráöherra óski þess aö nánara samstarfi verði komið á milli félaganna ,,í því skyni að far- þegaflug hér verði rekiö á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt." í bréfinu er sú skoðun látin uppi að ráðherra telji „æskilegt að rekstur veröi sameinaður og nýtt félag myndaö með þátttöku beggja félaga á þann hátt að hið nýja félag taki við öllum eignum þeirra og rekstri." Þeir sem skipaðir voru í nefnd- ina voru Kristján Guölaugsson hæstaréttarlögmaöur sem var nefndarformaöur, Björn E. Árna- son löggiltur endurskoðandi og Birglr Kjaran hagfræðingur. Hlut- verk nefndarinnar var þríþætt, þ.e. að 1) kynna sér fjárhag félaganna og meta eignir þeirra með núver- andi verði, 2) gera tillögur um sameiningu félaganna í eitt félag, 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.