Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 76

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 76
tjóns. Lagði flugmálastjóri það til við ráðherra að veitttur yröi frestur til 1. des. 1972 til að ná samkomu- lagi um nánari samvinnu á þessum flugleiðum, ella væri „óhjákvæmi- legt að flugráð leggi fram tillögu um tiltekna skiþtingu ferða á milli félaganna." Frá þessu skýrði samgönguráð- herra í bréfi til beggja flugfélag- anna dags. 3. nóv. 1972 og taldi „nauðsynlegt af þjóöhagslegum orsökum að draga úr innbyrðis samkeppni íslenzku flugfélag- anna.“ Bréfi sínu lauk ráðherra með því að hann mundi óska eftir tillögum flugráðs um skiptingu umræddra flugleiða milli félag- anna,,, hafi ekkert komið fram um næstu mánaðamót um sameigin- legar aðgerðir félaganna til að draga verulega úr samkeppni á téðum flugleiðum." Hér var sem sagt komin upp svipuó staða og í árslok 1951 er skipting flugleiðanna innanlands var í sjónmáli, og þótti báðum fé- lögum það illur kostur ef nú kæmi til þess að flugleiðum til Norður- landa og e.t.v. fleiri Evrópulanda yrði skipt milli þeirra. Bréfi samgönguráðuneytis frá 3. nóv. svöruðu félögin sameiginlega 23. s.m. Þar var m.a. óskað að- stoðar af hálfu hins opinbera við framgang viðræðna þeirra sem félögin hefðu átt með sér um hríð. Fjármálaráðherra skýrir viðhorf síns ráðuneytis Við þessum tilmælum var oröið og frá því skýrt í bréfi fjármála- ráðuneytis næsta dag til beggja félaga — og staðfest samdægurs í bréfi samgönguráðuneytis — að ráðuneyti fjármála og samgangna myndu í sameiningu tilnefna full- trúa til að leiöa umræðurnar. í sama bréfi staðafesti Halldór E. Sigurðsson fjármálaráöherra það viðhorf ráðuneytis síns, byggt á upplýsingum um rekstrarafkomu Flugfélags (slands og Loftleiða m.a. vegna samkeppnisflugs þeirra ,,á flugleiðum til og frá ís- landi til annarra Evrópulanda," ,,að núverandi skipan þessara mála sé áhyggjuefni, stefni rekstri beggja aðila í hættu og sé þjóð- hagslega óhagkvæm." í framhaldi af því lagði ráðherra „mikla áherslu á, að flugfélögin gangi til samninga um samvinnu um flutn- inga (pool-samninga) á þeim flug- leiðum sem félögin bæði þjóna, svo og samninga um viðhalds- þjónustu og skrifstofuhald á þeim stöðum erlendis, þar sem bæði félögin hafa starfsemi. Jafnframt er lögð áherzla á, að samhliða geri félögin áætlun, þar sem stefnt verði að nánari samvinnu og sam- runa félaganna innan tiltekins árafjölda, ef það telst hagkvæmt við athugun málsins." Formaður samninganefndar- innar sem skipuð var af báðum ráðuneytum var Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu. Aðrir nefndar- menn voru Hörður Sigurgestsson, sérfræðingur fjármálaráðuneytis- ins, Ólafur S. Valdimarsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneyt- inu, og Sigurgeir Jónsson, að- stoðarbankastjóri Seölabankans. Hófust formlegir fundir undir stjórn nefndarinnar þegar í nóvember 1972. Það má teljast þrautseigja sem því réði að samningar tókust áður en til leiðaskiptinga kom, en einnig mun flugmálastjóri hafa átt tvo fundi með forstjórum og stjórnar- formönnum flugfélaganna áður en fresturinn rann út 1. des. 1972. „Við slepptum þeim aldrei — héldum þeim alltaf við efnið," sagði formaður samninganefnd- arinnar, Brynjólfur Ingólfsson, og viðræðufundir voru langir og strangir og svo til daglega. En ákveönar tillögur um samkomu- lagsgrundvöll komu ekki fram fyrr en um miðjan mars 1973 er trún- aðarmenn ríkisstjórnarinnar lögðu fram tillögu um aðferðir til að ákveða eignahlutföll félaganna í sameinuðu félagi og stjórnir fé- laganna samþykktu 11. apríl 1973. Þann dag var síðasti formlegi fundurinn haldinn, en við tóku minni fundir þar sem lagalega hliðin var rædd, o.fl. Blöð fögnuðu samkomulags- grundvellinum frá 11. apríl. Þannig hefur Alþýðublaðið það eftir Hannibal Valdimarssyni sam- gönguráðherra 12. apríl að þetta sé „stórkostlegur atburður. . . Ég tel að sameining flugfélaganna hafi verið mikil nauðsyn, enda þarf ekki að líta nema til hinna Norður- landanna og SAS til að sjá, hver stefna er skysamleg." Og í leiðara daginn eftir segir Morgunblaðið að.....sameining íslenzku flugfé- laganna tveggja mun gera flug- rekstur þjóðarinnar hagkvæmari og auðvelda okkur íslendingum að halda þeim sess sem djörfung og dugnaður örfárra forystumanna Flugfélags íslands og Loftleiða hefur tryggt okkur í flugmálum . . . Þegar starf þessara tveggja félaga síðustu áratugi er haft í huga er mikið ánægjuefni að forystumenn þeirra beggja skuli hafa þá fram- sýni til að bera sem nú virðist komin í Ijós með þeim mikilvæga áfanga, sem náðst hefur til sam- einingar þeirra." Um kosti sam- einingarinnar segir blaðið að þeir séu „augljósir. Einfalt sölukerfi í stað tvöfalds, samkeppni á Norð- urlandaflugleiðinni milli tveggja íslenskra flugfélaga, sem báðir aðilar tapa á, verður úr sögunni. Ennfremur styrkari staöa á flug- leiðinni yfir Norður-Atlantshafið." Að ósk Flugfélags íslands og Loftleiða voru réttindi hins nýja sameinaða félags til flugstarfsemi við önnur lönd og innanlands og til leiguflugs staðfest í samhljóða bréfi sem samgönguráðuneytið rit- aði báöum félögum 25. júní 1973 og lesin voru upp á aðalfundum þeirra þremur dögum síðar, þar sem hluthafar samþykktu samein- inguna. í bréfi ráðuneytis segir m.a. svo um þessi þrjú atriði: „Ráðuneytið minnir á, að Flug- félag l'slands h.f. og Loftleiðir h.f. hafa annaðhvort eða bæöi allt frá því fyrsta verið tilnefnd af Islands hálfu til að njóta þeirra réttinda, sem Island hefur haft, samkvæmt loftferðasamningum við önnur ríki (designated airlines), hafi fé- lögin viljað starfrækja flug á við- komandi flugleiðum. Telur ráðuneytiö ekki neina ástæðu til að gera ráð fyrir, að breyting verði á þessari stefnu, þótt yfirstjón félaganna verði sam- einuð, nema síður sé. Ráðuneytið minnir á, aö oþinber stjórnvöld hafa átt frumkvæði aö sameining- artilraunum flugfélaganna og hlýt- ur rökrétt afleiðing þeirrar stefnu að vera sú, að sameinað flugfélag, eða núverandi flugfélög, sem 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.