Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 79

Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 79
Veggfóðrarinn var fyrst tll húsa í Kolasundl 1. ur Þorbergsson, Hallgrímur Finns- son, Jóhann Á. Guðlaugsson, Jó- hannes Björnsson, Sveinbjörn Kr. Stefánsson, Victor Kr. Helgason og Þorgrímur Jónsson. Hlutafé var ákveðið 500 krónur á mann og Victor Kr. Helgason var ráðinn fyrsti framkvæmdastjórinn. Hann stýrði fyrirtækinu allt fram til ársins 1940, að Karl Schram tók við og stýrði því til dauðadags 1963. Þá tók við stjórninni Unnur Schram, en hún stjórnaöi Vegg- fóðraranum fram til ársins 1975, að ég tók við, „sagði Einar Þor- varðarson. Aðspurður sagði Einar, að alla tíð hefði Veggfóðrarinn sérhæft sig í vörum fyrir veggfóðrara og dúklagningamenn. — „Reyndar má segja, að þetta sé eina sér- verslunin fyrir þessar iðngreinar. Við seljum hér veggfóður, gólf- dúka, gólfflísar, veggdúka, máln- ingu og ýmis konar handverkfæri, sem tengjast þessu svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Einar. Veggfóðrarinn var fyrst til húsa í Kolasundi 1, eða frá stofnun hans fram til ársins 1955, að flutt var í núverandi húsnæði að Hverfis- götu 34. — „Starfsemin hafði al- gerlega sprengt utan af sér hús- næðið í Kolasundi, þegar ákveöið var að flytja í núverandi húsnæði, sem í dag er bæði orðið alltof lítið og staðurinn er ekki nægilega heppilegur. Við erum því um þessar mundir að leita að heppi- legu framtíðarhúsnæði fyrir okk- ur,“ sagði Einar. Nú er þetta tiltölulega dýr vara, sem þið verslið með. Hvernig gengur að halda lager? — ,,Við reynum auðvitað að hafa sem best úrval á hverjum tíma, en auk þess erum við mjög vel settir, því við er- um með pláss í Tollvörugeymsl- unni fyrir alla vöru frá DLV í Vest- ur-Þýskalandi, en frá þeim fáum við stóran hluta af okkar vörum. Við höfum aðeins söluumboð fyrir DLV, eins og reyndar flestar þær vörur, sem við erum með. Vegg- fóðrarinn hefur engin umboð," sagði Einar. Hvern telur þú vera helsta styrk Veggfóðrarans í dag? — ,,Það er ótvírætt sú staðreynd, að við erum með fagverslun. Hér eru ætíð til staðar fagmenn, sem aðstoða við- skiptavini, sé ráðlegginga óskað,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Veggfóðrarans að síðustu. Það má ennfremur geta þess, að Veggfóðrarinn stofnaði á árinu 1941 systurfyrirtæki, sem fram- leiddi gólfdúkalím. Mest allt gólf- dúkalím, sem notað var hér á landi í langa tíð var framleitt þar. Eftir að innflutningur var gefinn frjáls fó; síðan að halla undan fæti hjá lítn- gerðinni, og hún var síöar iögð niöur árið 1963. Fyrstu stjórn Veggfóðrarans skipuðu þeir Björn Björnsson, Hallgrímur Finnsson og Victor Kr. Helgason, en í núverandi stjórn sitja Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Svein- þjörn Kr. Stefánsson, sem var einn af stofnfélögum og Þorbergur Guðlaugsson. (ýg 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.