Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 80

Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 80
Llreinum verksmiðjusalnum. SEIKO 1100 ÁR Eitt hundrað ár eru liðin frá því að japanska fyrirtækið Seiko var stofnsett, en í dag er það langstærsti úraframleið- andi í heimi. í tilefni afmælis- ins buðu verksmiðjurnar til sín helstu umboðsmönnum sínum víðs vegar um heiminn og helstu viðskiptavinum í við- komandi löndum. Frá fslandi var boðið Ómari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Þýsk-fs- ienska verslunarfélagsins, sem hefur umboð fyrir Seiko hér, auk þriggja úrsmiða og eiginkvenna þeirra. Frjáls verzlun hitti Ómar að máli fyrir skömmu og innti hann frétta af heimsókninni til Japan og framgangi Seiko hér á landi. „Móttökurnar, sem við fengum í Japan, voru í einu orði sagt frá- bærar, enda er hér um að ræða geysilega öflugt fyrirtæki, stærsta framleiðanda úra í heiminum í dag. Hjá fyrirtækinu starfa í Japan lið- lega 46 þúsund manns. Það má segja, að framleiðslan hafi í gegnum árin aðallega skipst í tvennt. Fyrstu hálfa öldina fram- leiddi Seiko aðallega klukkur og hluti þeim tengda, en síðan fóru þeir að snúa sér meira að úra- smíði, en þó aðallega í fyrstu á heimamarkað. Seiko fór ekki að leggja verulega áherslu á Evrópu- markað fyrr en um 1970, en það var einmitt á þeim tíma, sem þeir fyrstir framleiðenda kynntu Quartz-úrið. Quartz-úrið hefur síðan farið sigurför um heiminn eins og flestum er eflaust kunnugt um. Eins og ég sagði fór Seiko ekki að leggja áherslu á Evrópumarkað fyrr en eftir 1970, en á þeim liðlega tíu árum sem liðin eru síðan hefur fyrirtækið náð undraverðum ár- angri. Hingað til lands var ekki farið að flytja Seiko fyrr en fyrir um 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.