Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 81
fslenzki hópurinn í einni verksmiðja Seiko í Japan Ómar Kristjánsson,
framkvæmdastjóri þýzk-islenzka verzlunartélagsins lengst t.v.
tveimurárum. Það tók þá um tvö ár
að taka ákvörðun um hvort þeir
vildu selja hingað. Þeir taka ekki
ákvörðun fyrr en að vandlega at-
huguðu máli,“ sagói Ómar.
,,Á þessum tíma frá því fyrsta
Seiko-úrið kom hingað til lands
hefur okkur tekist bærilega upp.
Markaðshlutdeildin er um 20% séu
öll úr talin saman, en séu aðeins
tekið svokölluð „alvöruúr", þá
eru til dæmis „skólaúr" ekki talin
með, þá er markaðshlutdeild
Seiko í námunda vió 40%. Ástæð-
una fyrir þessari miklu velgengni
tel ég fyrst og fremst vera þá, að
Seiko eru úr í hæsta gæðaflokki,
en í meðalháum verðflokki. Þú
kannt því eflaust að spyrja hvernig
þeim tekst að framleiða fyrsta
flokks úr á meðalveröi. Ástæðan
er einföld með því að framleiða
gífurlegt magn er þetta hægt. Sem
dæmi um fjölbreytnina hjá Seiko
get ég nefnt, að yfir 4000 tegundir
armbandsúra eru nú í framleiðslu
hjá fyrirtækinu. Við flytjum hins
vegar ekki hingað til lands nema í
kringum 3000 tegundir.
Ofan á það, að Seiko er almennt
á hagstæðu verði, teljum við okkur
hér á íslandi hafa náð óvenju hag-
stæðum samningum um verð, sem
kemur íslenskum viðskiptavinum
auðvitað til góða," sagði Ómar.
Hvernig dreifið þið og seljið
Seiko hér á landi. — ,,( upphafi
sendum við öllum úrsmióum á
landinu bréf og buðum þeim að
selja Seiko. í Reykjavík eru liðlega
20 úrsmiðir, en um helmingur
þeirra falaðist eftir því að selja
Seiko. Þegar Ijóst var hverjir vildu
selja fórum við af staö og í dag
seljum við ekki öðrum, þótt margir
hafi komió síðar meir og viljað
selja. Þá seljum við í verslanir úti á
landi," sagði Ómar.
Á síðasta ári seldust um 4 þús-
und úr frá Seiko, en að sögn
Ómars gera þeir hjá Þýsk-íslenska
verslunarfélaginu ráð fyrir að selja
liðlega 6 þúsund úr á yfirstandandi
ári, sem yrði rúmlega helmingur
allra úra, sem talið er að seljast
muni í landinu. Um varahlutaþjón-
ustuna sagði Ómar, að þeir reyndu
að hafa sem allra mest á lager, en
það gerði nokkuð erfitt fyrir hversu
breytingar væru miklar milli ára.
Hvernig standa íslendingar
gagnvart öörum þjóöum hvað
varöar endurnýjun á úrum —
„Þeir eru vægast sagt aftarlega á
merinni. íslendingar eru mjög
íhaldssamir í þessum efnum. í
öðrum löndum telja menn úr vera
einn hluta af klæðnaöinum, en hér
eru menn alltaf með sama gamla
úrið, hvort þeir eru að verka fisk
eða í veislu. Sem dæmi um íhalds-
semina má ennfremur geta þess,
að hingað eru enn flutt handtrekkt
úr, en í bréfi, sem ég fékk nýverið
frá verksmiðjunum, sagði aö þetta
yrði síðasta árið, sem hægt yrði að
fá þessi úr frá þeirn," sagði Ómar.
Að síðustu kom það fram hjá
Ómari, að Seiko er fjölskyldufyrir-
tæki, sem gengið hefur í gegnum
þrjá ættliði, en nú er sonarsonur
gamla Seiko við stjórnvölinn. Sá
býr í fjögurra herbergja íbúð í
stórri blokk ÍTokyo og á hæðunum
bæði fyrir ofan hann og neðan búa
aðrir almennir starfsmenn verk-
smiðjanna, svo ekki er hægt að
segja, að hann berist mikið á
maðurinn sá.
81