Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 85
^jyggó
Stykkishólmur:
ÞAR ER AÐ FINNA
SKEMMTILEGA BLÖNDU
GAMALS TÍMA OG NÝS
„Þeir eru farnir að byggja stórt í
Hólminum", er sagt að hrotið hafi
af vörum fyrrverandi héraðslækn-
is þeirra, þegar hann kom til New
York, fjörgamall orðinn, og leit
upp eftir skýjakljúfunum. Sem
betur fer byggja þeir ekki svo stórt
vestra í höfuðstað snæfellskra
byggða. En þar er mikið byggt og
lagiega, og heimamenn annast
þann hluta sjálfir. í Stykkishólmi
má segja að iðnaður sé í hávegum
hafður, en fiskverkun e.t.v. að
sama skapi minna en víða í
byggðum þessa rúmlega 100
kílómetra langa skaga.
Það vekur athygli aðkomu-
manna í Hólminum hversu hrein-
legur og snyrtilegur bærinn er, auk
þess sem náttúrufegurðin er ein-
stök. Bærinn er líka lifandi og
blanda gamals tíma og nýs virðist
heppnast vel í hvívetna.
Ferðafólk, erlent og innlent, er
fjölmennt í Stykkishólmi og raunar
víðar um Snæfellsnesið yfir há-
sumarið. Heimamenn hafa sýnt
mikla fyrirhyggju með því að reisa
stórt og gott hótel, Hótel Stykkis-
hólm, en herbergi þar og allar
vistarverur standa raunar fínu
hótelunum í höfuöborginni ekkert
að baki. Hótelstjórinn heitir Guð-
rún Þorsteinsdóttir og hefur hún
25 manna starfslið með sér, þegar
mest er um aö vera á sumrin.
Ferðamöguleikar eru miklir frá
Stykkishólmi. Menn geta rennt
fyrir fisk úti á firðinum, farið í
gönguferðir, — eða skroppið yfir í
Flatey eða yfir á Barðaströnd með
flóabátnum Baldri. Hann er í förum
Jón Pétursson yfirmatsveinn og Guðrún Þorsteinsdóttir hótelstjórl huga að
matseld dagsins.
4—5 sinnum í viku á sumrin en
sjaldnar að vetrarlagi. Fram-
kvæmdastjóri útgerðar Baldurs er
Guömundur Lárusson. Mjög hefur
það verið vinsælt að sigla með bíl
yfir á Brjánslæk á Barðaströnd,
eða þaðan til Stykkishólms og
vissara að panta fyrirfram.
Burðarásinn í viðskiptalífi
Stykkishólms um áratuga skeið
hefur verið og er enn fyrirtækið
Sigurður Ágústsson h.f. sem nú er
stjórnað af Ágústi Sigurðssyni,
syni upphafsmannsins sjálfs. Auk
þess að stjórna daglegum rekstri
umsvifamikilla fyrirtækja hefur
Ágúst mikinn áhuga á verndun
gömlu húsanna í miðbæ Stykkis-
hólms. Sjálfur hefur hann aðal-
bækistöðvar í gamla Tang & Riis-
húsinu, sem er sérkennilegt í útliti.
Ágúst situr á kjötloftinu og stjórn-
ar, en uppi á ullarloftinu gamla er
verið að innrétta skemmtilega að-
stöðu fyrir starfsfólkið. „Húsin
sem ég tel að vernda beri helst eru
Clausenshús sem faðir minn átti
og verið er að gera við eftir því sem
föng eru á, og Hjaltanes þar sem
Sæmundur Halldórsson verslaði í
eina tíð. Annars má ég varla sjá
pening, þá er hann horfinn í gömlu
húsin", sagði Ágúst Sigurðsson.
í kringum fyrirtækin í Hólminum
hefur skapast sú aðstaða að
mannskap vantar, — og húsnæði
fyrir þá sem vilja flytja til bæjarins.
Tvær trésmiöjur, mikil fyrirtæki á
Gunnar Haraldsson framkvæmdastjórl Aspar, en það fyrlrtæki hyggur nú á frek-
ari útfærslu.
85
L