Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 10

Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 10
íslendingar sínkir á fé til rannsókna (slendingar vöröu 2583 millj. króna til rannsóknar- og þróunarstarfsemi árið 1977 og var þaö 0,71% af vergri þjóðarframleiðslu það ár. Við rannsóknarstörf var unnið sem svarar 631 ársverki árið 1977 en það var 0,6% af þeim ársverkum, sem unnin voru þaö árið. Ef þetta er þorið saman við tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni í París, OECD, þá eru (slendingar í 4 neðsta sæti af tuttugu þjóðum miðað við fjármagn til rannsóknar- og þróunar- starfsemi sem hundraðs- hluta þjóðartekna. Einungis Portúgal, Spánn og Tyrk- land eru lægri. Samanburð- urinn er aðeins hagstæðari þegar litið er á mannafla og ársverk til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Þá erum við í 13. sæti og höfum færst upp um þrjú sæti. Tiltölu- lega ör vöxtur hefur verið í rannsóknar- og þróunar- Bjóða matarþjónustu við sjúkrahús og aðrar stofnanir Veitingareksturinn hjá Pétri Sveinbjarnarsyni og Hauki Hjaltasyni í Aski dafnar vel. Þeir félagar eru með ýmis áform á prjónunum og vilja reyna nýjungar, sem áður hafa verið lítt eða ekki kunnar í veitingastarfsemi hér á landi. Þannig hefur fyrirtæki þeirra Veitinga- maðurinn hf. verið í sam- bandi við matvæla- og veit- ingafyrirtæki í Frakklandi, sem annast þjónustu við stofnanir eins og sjúkrahús og dagheimili barna og hef- ur komið á nýstárlegu og mjög fullkomnu kerfi til þess að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Veitingamaðurinn hf. starfsemi á undanförnum áratugum en þó hafa komið ár, þar sem um samdrátt í fé til hennar hefur verið að ræða. Ef litið er á skiptingu á fjármagni til rannsóknar- og þróunarstarfsemi á helztu sviðum atvinnumála, kemur í Ijós, að mestum kröftum er variö til rannsókna í þágu landbúnaðar, fiskveiða og orkuframleiðslu. Erum viö á þessu sviði síst eftirbátar nágrannaþjóða, þar sem við verjum um 2—6% af vinnsluvirði þessara at- vinnuvega til rannsókna. Rannsóknir í þágu iðnaðar, aö meðtöldum fiskiðnaði eru mun umfangsminni eða um 0,2—0,3% af vinnslu- virði þessara atvinnuvega. Á mörgum mikilvægum svið- um þjóðlífsins er enn engin umtalsverð rannsóknar- starfsemi stunduð og má þar nefna skipulagsmál bæja, félags- og menning- armál, efnahagsmál og opinbera stjórnun. hefur verið að leita samn- inga við stofnanir hér á landi um matarþjónustu og hefur fulltrúum frá ríki og borg verið boöið að fara í kynnis- ferð til Frakklands til að sjá hvernig þetta ákveðna kerfi reynist í framkvæmd. Þeir félagar vilja vera stórtækir og bjóðast til að taka að sér alla matarþjónustu við um- fangsmiklar þjónustustofn- anir hins opinbera, þannig að tækjabúnaður og mannahald í eldhúsi yrði næstum óþarft fyrir þær og sparnaður í rekstri þar af leiðandi umtalsverður. Iscargo skilur eftir stranda- glópa í útlöndum Þann 31. október rann út leyfi Iscargo til að láta er- lenda flugfélagið Transavia sjá um farþegaflug sitt á milli (slands og meginlandsins, enda höfðu Iscargómenn áætlað að vera þá komnir með eigin vél til flugsins. Transavia hætti á tilsettum tíma en eigin vél Iscargo kom aldrei. Því hafa margir orðið strandaglópar erlend- is síðasta mánuðinn og leit- að á náðir Flugleiða, þótt þeir hafi greitt Iscargo fyrir flutning fram og til baka. Flugleiðir hafa reynt að greiða götur fólksins að því tilskildu að Iscargo greiddi jöfnum höndum heimferð- ina. Hefur gengið á ýmsu með þær greiðslur svo ný- 10

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.