Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 17

Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 17
„Maðurinn á byggingarkrana eða stórri jarðýtu, tækjum sem kosta milljónir og krefjast nákvæmrar stjórnunar, getur hvergi fengið menntun við sitt hæfi í ís- lenzka menntakerfinu." Stofnanir eins og Vegagerð, Hafnamálastofnun, Póstur og sími og Flugmálastjórn, starfa á þess- um undanþágum. Þessu atriði hefur enn ekki verið breytt og ég tel að það sé einungis tímaspurs- mál, hvenær það verður og að þessar stofnanir lagi sig að breytt- um aöstæðum. I’ Finnlandi hefur verið gerð mjög umfangsmikil könnun á opinber- um framkvæmdum. Þar er starf- semin blönduð, þannig aö frjáls verktakafyrirtæki eru með rúmlega helming framkvæmda en sveitar- félög og riki með tæplega helming. Framkvæmdir síðartöldu aðilanna eru að jafnaöi 22% dýrari. F.V.: — Hver er útkoma sam- svarandi dæmis hér á landi? Ármann örn— Það liggur ekk- ert fyrir um þetta hér. Við höfum heyrt ákveðnar yfirlýsingar ein- stakra forstöðumanna opinberra fyrirtækja. Þannig hefur hitaveitu- stjórinn í Reykjavík sagt, að kostnaður við hitaveitufram- kvæmdir á vegum verktaka að undangengnu útboði sé að meðaltali um þriðjungi lægri en ef hitaveitan ynni verkið sjálf. Við hafnargerð í Þorlákshöfn voru framkvæmdir boðnar út og samið við verktakafyrirtæki. Það var gerð úttekt á verkinu að kröfu Alþjóða- þankans en hún hefur aldrei feng- izt staðfest. Við höfum ekki fengið að sjá hana. Eins er með tölur Vegagerðarinnar. Við höfum hald- ið því fram undanfarin ár að við gætum unnið verkin ódýrar en hún. Hins vegar er óhægt um vik að sanna þetta. I fyrsta lagi vegna þess að við höfum fengið fá tæki- færi til þess og í öðru lagi liggja tölur þeirra ekkert á lausu. Þeim væri í lófa lagið að afsanna stað- hæfingar okkar, ef þeir teldu efni til þess. Það hafa þeir ekki gert. Þar af leiðandi hljótum við að álíta að við höfum rétt fyrir okkur. F.V.: — Hve mikill hluti al- mennra framkvæmda hér er á vegum verktakafyrirtækja og hve mikill á vegum hins opinbera? Ármann Örn: — Ef allur verk- takamarkaðurinn er tekinn sem slíkur, minnir mig að viö höfum komizt að því, að á árinu 1980 hafi hlutdeild frjálsu verktakanna rétt losað þriðjung. F.V.:— Er möguleiki fyrir verk- takatyrirtækin, sem flest leggja áherzlu á byggingastarfsemi, að vinna jafnhliða við vegagerð eða flugvallagerð t.d. Þarf ekki sér- hæfing á þessum sviðum að koma til? Ármann Örn: — Allt eru þetta skyldar framkvæmdir. Segja má að þróunin sé sú, bæði hér og annars staöar, að fyrirtækin skiptist í tvennt, í húsbyggingafyrirtæki og jarðvinnufyrirtæki. Þegar fyrirtæk- in hafa náð ákveðinni stærð geta þau og sjá sér hag í að annast þetta hvort tveggja. Síðan er vissulega ákveðin sérhæfing í iðn- aðinum eins og t.d. í pípulögnum, í okkar tilviki við hitaveitulagnir. Að öðru leyti á verktakaiðnaðurinn eölislega saman sem ein heild af því að framkvæmdirnar tengjast innbyrðis og í stórum dráttum er stjórnunarskipulag hið sama, og tækin hliðstæð, sem notuð eru. F.V.: — Ef þú gætir haft afger- andi áhrif á breytt fyrirkomulag opinberra framkvæmda nú, hvað yrði efst á óskalistanum? Ármann Örn: — Verktakasam- bandið leggur mikla áherzlu á að stofnanir eins og Vegagerðin og Vita- og hafnamálaskrifstofa verði eftirlitsstofnanir en framkvæmdir, sem á þeirra vegum eru, verði á hendi verktakaiðnaðarins. Fyrirtækið, sem ég starfa fyrir, leggur mikla áherzlu á að hið opinbera láti af endalausum hlutaútboðum, sem gerir verkin miklu dýrari og skapar verktaka- fyrirtækjum eins og við höfum reynt að byggja upp, mun erfiðari starfsgrundvöll. Almenn stefna 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.