Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 25

Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 25
2. Forval: Vegna slæmrar reynslu alger- lega óheftrar samkeppni veröur forval tekið upp, sem regla og mun það jafna markaðinn og ýta undir nauðsynlega þróun og tæknivæð- ingu. 3. Lóðamál: Ýmis atriði eins og t.d. aðbún- aðarmál og tæknivæðing munu neyða stjórnmálamenn til að láta af löngu úreltri heimilisiðnaðar- stefnu í lóðaúthlutunum og gera íbúðabyggingar hluta iðnaðarins. 4. Verkamannabústaðir: Þessar svokölluðu félagslegu byggingar svo vafasamqr, sem þær nú eru að mínu mati til farsæls mannlífs, munu sjálfsagt enn auk- ast um skeið. Stjórnir verka- mannabústaða verða þó væntan- lega knúðar til þess að fara að lögum og bjóða út allar fram- kvæmdir í stað þess að starfa sem aðalverktaki með alla samræm- ingu og heildarstjórn eöa annast alfarið sjálfar framkvæmdirnar, en hvoru tveggju er gróft brot á lögum um þessar framkvæmdir, þær ættu því að bætast við verktaka- markaðinn. 5. Virkjanir: Mjög sennilegt er, að enn meiri hraði verði á virkjanaframkvæmd- um en spáð er og ekki ástæða til annars en að gera ráö fyrir aö þær haldi áfram að vera íslenskar framkvæmdir. 6. Samgöngumannvirki: Með því að fólk geri sér grein fyrir að það fær meira fyrir pen- ingana með frjálsum verktakaiðn- aði þá munu þessar framkvæmdir færast þangað og má ætla að það verði alfarið komið í höfn í lok þessa áratugar. 7. Menntunarmál: Menntun starfsmanna í verk- takaiðnaði hefur enn ekki tekið miö af nútímanum aö fullu og t.d. eru þeir sem stjórna hinum gífur- lega afkastamiklu tækjum verk- takaiðnaðar, enn hornrekur í ís- lenska menntakerfinu. Þegar er hafið átak í breytingum og mun það komast í höfn á þessum ára- tug, en á síöasta áratug má segja, að öll æðri tæknileg menntun iðn- aðarins hafi komist í höfn (þ.e. flust til landsins). 8. Rannsóknir: ,,Brennt barn forðast eldinn." Hinar geysilegu alkaliskemmdir munu ásamt fleiri þáttum marg- falda fjármagn til rannsókna. 9. Útflutningur: Sú dýrmæta reynsla sem ís- lendingar hafa nú orðið af jarð- varmaveitum ásamt eðlislægum dugnaði ætti aö geta gert íslensk- um verktakaiðnaði kleift að verða verulegur útflutningsatvinnuveg- ur. 10. Tollamál: M.a. vegna samkeppni innfluttra íbúðarhúsa, sem nú njóta veru- legra tollaívilnana miðað við íbúðarhús framleidd á íslandi, ásamt þeirri nauðsyn að gera orkuframkvæmdir sem ódýrastar verður að ætla að ríkisvaldið láti af hinni fráleitu gjaldtöku af tækjum og efni til mannvirkjagerðar, en það er einnig nauðsynleg for- senda útflutnings (þ.e. hreyfan- leiki tækja) og að iðnaðinum veröi mögulegt að endurnýja tæki eðli- lega. Það skal játað að þessi fram- tíðarspá byggir á bjartsýni og ósk- hyggju. Bæði er að miklar líkur verða að teljast á kollsteypu í heiminum almennt, heimsstyrjöld eða öörum ,,katastrófum" og svo eru þess fá merki að sívaxandi ríkisafskipti á öllum sviðum mann- lífsins nái ekki að koma þjóðinni í algjört öngþveiti. Spá þessi byggir því á nokkuö hæpnum grunni en mun þó verða stefnt að því að hún rætist af góðum mönnum. Þá er komið að umsögn um „Álitsgerð um stöðu og horfur í byggingariðnaði" sem unninn var að tilstuðlan Rannsóknaráðs rík- isins. Tilgangur starfsins mun hafa verið að móta stefnu um rann- sókna- og þróunarstarfsemi í iðn- aðinum. í því skyni átti starfshópurinn að greina þróunarmöguleika, gera spá um þróun næstu 10 ár og meta hvaða rannsóknastarfsemi verði nauðsynleg í „álitsgerðinni" eru margar ágætar setningar en einnig nokk- uð af mjög hæpnum staðhæfing- um. Það er þó aðalatriði að vart verður lesið út úr skýrslunni neitt það, sem gott er að byggja áætlun um rannsóknastarf á, nema með markvissara mati og greiningu. Nauðsynlegt er að mat og greining séu sem vönduðust og verkefnum síðan raðað í for- gangsröð. Ég vil að lokum geta nokkurra æskilegra rannsóknar- sviða án forgangsröðunar: 1. Hvað kostar gjaldtaka ríkisins af tækjum þjóðina, í lélegum afköstum og dýrara viöhaldi? 2. Hver er framleiðni opinberra fyrirtækja í vega-, brúa- og haf- nagerð m.v. einkafyrirtæki og almennt? 3. Hverjir eru kostir og gallar hlutaútboða byggingafram- kvæmda hins opinbera? 4. Hvaða efni og tæki eiga íslend- ingar aö framleiða sjálfir og hvað á að flytja inn? 5. Hvernig verður best bættur að- búnaður og hvernig má fyrir- byggja vinnuslys? 6. Hvaða opinberar stofnanir sem snerta iðnaðinn er hagkvæmt að sameina eða leggja niður? 7. Hvernig geta íslendingar best staðið að útflutningi verktaka- iðnaðar? 8. Hver er mismunur í gjaldtöku hérbyggðra íbúðarhúsa og innfluttra? iönaöarblaötó kemur út annan hvern mánuð Áskrifarsími 82300

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.