Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Side 33

Frjáls verslun - 01.11.1981, Side 33
IMT „FER HÉÐAN MEÐ MARGAR NÝJAR OG FERSKAR HUGMYNDIR” Sölustjóri SHARP sækir heim umboösaöila fyrirtækisins á íslandi Bjarna Stefánsson hf. „Framleiðslan á myndsegul- böndum af VHS-gerð í verksmiðj- um SHARP í Japan er nú um 60.000 á mánuði, og hefur hún til þessa fullnægt eftirspurn í hinum ýmsu löndum heims. En við höf- um áform um að auka framleiðsl- una því markaðurinn stækkar óð- fluga, t.d. á Norðurlöndunum þar sem áætluð sala í ár er 20.000 tæki. Það er að meðaltali 10% af heildarmarkaðnum á þessu sölu- svæði, en hlutfallslega er salan á Norðurlöndum sennilega hæst á íslandi, eða allt að 20% af mark- aðnum." Þetta voru orð sölustjóra hjá japanska hljómburðar- og raf- eindafyrirtækinu SHARP. Akira Kurihara, sem hér var á ferð fyrir skömmu í heimsókn hjá umboðs- mönnum fyrirtækisins á (slandi, þeim Bjarna Stefánssyni og Pétri Björnssyni, eigendum Hljóm- tækjadeildar Karnabæjar, Bjarna Stefánssonar HF. Kurihara hefur búið í Hamborg í hálft fjórða ár, en þar er aðalskrif- stofa fyrirtækisins fyrir markaðs- svæði Evrópu. ,,Hingað hef ég ekki komið áður," sagði hann, ,,þó að ísland hafi verið á mínu mark- aðssvæði þau ár sem ég hef verið í Hamborg. En þetta hefur allt gengið svo vel hérna. Salan hefur aukist ákaflega ört og er alveg frá- bær. En það var lærdómsríkt að koma hingaö og ræða við Stefánsson og Björnsson, því þótt ég hafi mikinn fróöleik af þeim numið á fjölmörgum ferðum þeirra til okkar í Hamborg er sjón sögu ríkari — og ég fer héðan með margar nýjar og ferskar hug- myndir. Svo er landið mjög áhugavert og í mörgu ólíkt því sem ég hef séð annars staðar í Evrópu. Hér er allt svo hreint og ósnortið." Starfsemin hófst 1912 með framleiðslu Sharp-skrúfblýanta Framleiðsla þessa stóra jap- anska fyrirtækis er einkum á sviði ýmiss konar hljómburðar- og raf- eindatækni til afnota á heimilum og í viðskiptaheiminum. Það hóf starfsemi í Tokyo árið 1912 með framleiðslu á Sharp-skrúfblýönt- um — og dregur fyrirtækið nafn af þeim. Verksmiðjan ÍTokyo hrundi í jarðskjálftunum miklu árið 1923, en ári síðar var ný verksmiðja reist í Osaka þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru nú. Nú eru verksmiðjurnar í Japan orðnar allt að sjö, og dótturfyrir- 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.