Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 39

Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 39
Krabbameinsrannsóknir í USA SKÖRP GAGNRÝNI Á BANDARIKJAMNGI Allt bendir til þess að á næstu árum verði verulegar breytingar á skipulagi krabbameinsrannsókna í Bandaríkjunum. í byrjun júní gerðu bandarískir þingmenn harða hríð að „National Cancer Institute" eða „NCI“ eins og það kallast daglega. Þingmennirnir gagnrýndu harðlega þann hátt sem hafður hefur verið á krabba- meinsrannsóknum stofnunarinn- ar undanfarin 10 ár. Stofnunin hefur eytt um 8 mill- jörðum dollara síðan Nixon forseti lýsti yfir,.stríöi gegn krabbameini" árið 1971. Málið fellur undir að- gerðir stjórnar republikana til sparnaðar og nú hyggst hún fá fram, svart á hvítu, hve mikið gagn þessir peningar hafi gert. Forstjóri NCI, Dr. Vincent T. De Vita, var kallaður til yfirheyrslu þingnefndar undirforsæti Orrin G. Hatch öldungardeildarþingmanns nú í þyrjun júní. Þar sat forstjórinn undir þungum ásökunum. Meðal þess sem Dr. De Vita er borið á brýn er stjórnleysi, að hafa viljandi sniðgengið lög og reglugerðir, að hafa sýnt ábyrgðarleysi varðandi meðferð á peningum skattgreið- enda o.fl. Á löngum lista nefndar- innar yfir gagnrýnisverð atriði í rekstri stofnunarinnar og rann- sóknum voru t.d.: Lélegt eftirlit með umsömdum verkefnum ann- arra aðila, of lítið starfsaðhald vís- indamanna og brestur á að viður- teknum rannsóknaraðferöum hafi verið hlýtt. Engar þessara ásakana munu vera nýjar af nálinni en engu að síður hefur aldrei áður verið um svo skipulagða og harða gagnrýni að ræða á starfsemi krabba- meinsrannsóknastofnunarinnar. 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.