Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 51

Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 51
fjarsta húsi að versluninni. Þess er einnig gætt aö fjarlægð til næstu verslunar sé ekki meiri en svo að viðskiptavinir, sem ekki eru að fullu sáttir við kaupmanninn í sínu hverfi, geti með góðu móti náð til næsta kaupmanns. Nú er veriö að byggja upp svo- kallað Ástúnshverfi og er þar fyrir- hugaður verslunarstaður og einn- ig er búið að skipuleggja svæði í Furugrund, þar sem verslun á að koma. Hvorugu þessu verslunar- svæði hefur verið úthlutað ennþá. Á næstu árum er fyrirhugað að hefja byggingu Suðurhlíða. Þær eru við innsta hluta Hlíðavegar og sunnan Digranesvegar. Á þessum þrem stöðum er enn óúthlutað verslunarplássum. ' 'i Gluggað í rekstur Kópavogsbæjar: Félags- og fræðslumál stærstu gjaldaliðirnir Bæjarstjórn Kópavogs er skip- uð ellefu fulltrúum, sem nú eru kjörnir af sex listum. Bjarni Þór Jónsson er bæjarstjóri, bæjarrit- ari og jafnframt starfsmannastjóri er Björn Þorsteinsson. Karl M. Kristjánsson er fjármála- og hag- sýslustjóri, bæjarlögmaður Þór- ólfur Kristján Beck, bæjarverk- fræðingur Sigurður Björnsson og félagsmálastjóri Kristján Guðmundsson. Tekjur bæjar- sjóðs á síðasta ári urðu alls 58,4 milljónir. Þar af voru útsvör 57,2%, fasteignagjöld 15,4%, framlög ríkissjóðs 14,8%, aðstöðugjöld 6,8% og vextir og fleira 5,5%. Af þessum tekjum fór 46,1 mill- jón í rekstur bæjarins og stofnana hans, en 12,3 milljónum var varið til framkvæmda. Ríkisframlög og gatnagerðargjöld að upþhæð um 11 milljónir bættust svo við fram- kvæmdaféð, þannig að samtals varð það 23,3 milljónir. Stærstu útgjaldaliðirnir í rekstrinum voru félagsmál með 13,1 milljón, fræðslumál 9,8 milljónir, viðhald og rekstur gatna 7 milljónir, vextir 6,6 milljónir og stjórn kaupstaðar- ins 3,1 milljón. Framkvæmdir bæjarfélagsins voru þessar hefðbundnu, við gatnagerð, viðhald gatna og ann- að því tilheyrandi, skólalóðir og leikvellir fengu sitt svo og fegrun bæjarins. Ný vatnsæð var lögð í Furugrund og unnið var við hús- byggingarog viðhald fasteigna. Félagsmálastofnun Kópavogs er framkvæmdastofnun félags- málaráðs og tómstundaráðs. Fé- lagsmálaráð fjallar um barna- og unglingavernd, dagvistarmál, húsnæðismál, aðstoð við aldraða, fjárhagsaðstoð og skyld mál. Tómstundaráð fer með stjórn æskulýðs-, íþrótta- og annarra tómstundamála. Það er tengiliður milli almennrar félagsstarfsemi í þænum og bæjarstjórnar. Á vegum félagsmálaráðs nutu 153 heimilishjálpar og eru 109 þeirra elli- og örorkulífeyrisþegar. Kaupstaðurinn á 15 íbúðir og leigir nokkrar í viðbót, sem leigðar eru skjólstæðingum Félagsmálastofn- unar. í daggæslu voru 164 börn á 84 einkaheimilum. Sjö leikvellir eru reknir í bænum og að auki 2—4 smíðavellir á sumrin. Bærinn rekur sex dagvistarheimili og var heildarkostnaður við rekstur þeirra rúmlega 4,4 milljónir, en endurgreiðslur urðu tæplega 1,17 milljónir. Vinnuskólinn er eitt umsvifa- mesta tómstundamálið. Þar voru á síðasta ári 466 unglingar, en held- ur færri í ár. Verulegur kostnaður er af skólanum, en hann fæst að hluta endurgreiddur frá ýmsum deildum bæjarins, þar sem skólinn tekur að sér verk við ýmsar fram- kvæmdir, svo sem gerð göngu- stíga, umsjón almenningsgarða og hirðingu grænu svæðanna í bænum. Önnur helstu viðfangs- efni tómstundaráðs voru skóla- garðar, siglingaklúbbur og hesta- mennska. Strætisvagnar Kópavogs eru meðal elstu stofnana bæjarins. Rekstur þeirra hófst 1. mars 1957 og hafa bæjarbúar ávallt notað þá mjög mikið. Strætisvagnarnir heyra undir Vélamiðstöð bæjarins, 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.