Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 53

Frjáls verslun - 01.11.1981, Page 53
sem auk þess sér um rekstur vinnuvéla og trésmíðaverkstæðis. Sorphreinsun er aftur á móti boðin út og hefur undanfarin ár verið í höndum einkaaðila. Kópavogskaupstaður rekur eig- in vatnsveitu, sem kaupir vatn í heildsölu frá Vatnsveitu Reykja- víkur. Hitaveita og Rafmagnsveita Reykjavíkur sjá hinsvegar um dreifingu hita og raforku um Kópavog. Þá eru ótaldar ýmsar menn- ingarstofnanir ÍKópavogi, svo sem Tónlistarskólinn með 502 nem- endur, skólahljómsveitin fræga þar sem nemendur hafa verið milli 60 og 70, námsflokkarnir með 257 nemendur og 23 kennara, bóka- safnið með 162 þúsund heimlán á síðasta ári, menntaskólinn, sem mest er deilt um nú um þessar mundir og síðast en ekki síst sundlaugin, sem fékk 117 þúsund gesti á síóasta ári og á stöðugt auknum vinsældum að fagna. Að lokum er svo að minnast lítil- lega á heilbrigðismálin. Heilsu- gæslustöð Kóþavogs tók til starfa í júlí í fyrra og þar eiga þeir Kópa- vogsbúar, sem þurfa almenna læknisþjónustu að fá hana. í tengslum við stöðina er rekin endurhæfingastöð og skipulögð eru námskeið fyrir verðandi for- eldra. Frá leikskólanum við Fögrubrekku. Vihu byggja einbýfishús ? 124 B Samtak hf. hefur hafið framleiðslu á nýjum einingahúsum, teiknuðum af Hró- bjarti Hróbjartssyni, arkitekt. Húsin eru af stærðinni frá 100 m2 til 150 m2 úr vel viöuðum einingum með bandsagaðri, standandi klæðningu. Húsin eru auöflytjanleg hvert á land sem er. Sveitarstjórnarmenn athugið Tökum einnig aö okkur smíði á leikskólum, lausum skólastofum, byggingum fyrir aldraða og öðrum mannvirkjum. Leitiö nánari upp- lýsinga. Arkitekt Hróbjartur Hróbjartsson. RSAMTAKf Uhuseiningar SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI 38 800 SELFOSSI 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.