Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 59

Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 59
og það var ansi mikil lífs- reynsla. Ég var ekki fagmaður í slíkum rekstri og þurfti að hafa Jæróa fagmenn“, þjóna og matsveina. Þetta gat stundum verió erfitt en alltaf mjög skemmtilegt. — Var kannski reynt að drepa þig niður? — Nei, nei, aldrei neitt í þá átt. Ég hafði alltaf mjög gott fólk. En þú getur ímyndað þér, aó fagmaóurinn meó prófiö þykist alltaf vita betur en sá, sem ekki hefur pappírana í höndunum. Þaó kom fyrir aö viö vorum ekki sammála. Ég vildi hafa þaö svona, en þeir vildu hafa þaó ööru vísi. Þeir byggöu á gömlu reynslunni sinni, en ég var alltaf meö hugsunarhátt gestsins. Ég var alltaf sömu megin við borðið og gesturinn, reyndi að setja mig í hans spor og ímynda mér við- brögð hans. Þaö kom fyrir að þeir sögðu: Svona höfum við lært þetta og svona á þetta aö vera. Þeim féll stundum hálf illa vió þá nýbreytni, sem ég vildi fitja upp á. Ég var líka stundum of djarfur og ætlaöi mér stund- um um of, af því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Ég á góða minningu um þaö. Við tókum fyrstir upp gamlan siö að hafa nýársdagsfagnað í Þjóðleikhúskjallaranum í staö gleðskapar á gamlárskvöld. Gestir voru mjög hrifnir af þessu, og það troðfylltist alltaf hjá okkur. Eitt sinn ákvaö ég eftirrétt, sem heitir Crepes Souzette, þ.e. pönnukökur steiktar í koníaki og/eða líkjör við opinn eld fyrir framan gest- ina. Þetta ákvað ég að gera einn með eitt lítið apparat fyrir fullt hús af gestum. Þetta tókst að vísu. Ég byrj- aði um hálf átta leytið og var ekki búinn fyrr en um hálf tólf. Þá fékk síðasti gesturinn sínar pönnukökur — en allir voru ánægðir. Ég var orðinn ansi framlár eða nánast eins og undin tuska. Ég fór að sjá er á leió kvöldið. hvaða ofraun ég hafði ætlað mér. af því ég vissi ekki hve mikið verk þetta var. Úr þessu öfgaævintýri var góö og skemmtileg lífsreynsla. Hún sýnir, að betra er að vita, hvað maöur er að gera, áður en út í framkvæmdina er fariö. Ég á ótal góöar minningar úr Þjóðleikhúskjallaranum og kannski byrjaði það með Al- þingisveislunum, annars vegar fyrir alþingismennina og hins vegar fyrir starfsfólk Alþingis. Þetta voru veislur í sérflokki. mjög skemmtilegar. Þarna voru líka ótal veislur fyrirtækja, nokkur vegleg afmæli en síðast en ekki síst veislurnar við allar konungskomurnar og heim- sóknir forseta eftir lýöveldis- stofnunina. Danakonungur kom 1956 og síóan þjóóhöfðingjar Noróur- landa hver af öðrum. Þeir kon- ungarnir og Finnlandsforseti héldu ætíó þakkarveislur sínar í Þjóöleikhússkjallaranum. Þá varð maður að standa sig. Uppfylla þurfti óskir þessara þjóðhöfðingja, og óskirnar voru aö veislurnar bæru nokk- urt svipmót þeirra heimalanda. Þeir voru kröfuharðir, en verk- efnið varð að sama skapi skemmtilegt viðfangs og spennandi hverju sinni. Ég fór t.d. til hirðmeistara Svíakon- ungs, er ég var staddur í Stokkhólmi nokkru áður en konungurinn kom til íslands, og bað um ráó. Hann sagöi bara: ,,Þú hefur tekið þetta að þér og nú er þaó þitt mál að standa þig. Ég vildi ekki vera í þínum sporum, ef þetta mis- tekst hjá þér, en takist þér vel, stendur ekki á lofinu og þú færð kannski eitthvað í hnappagatið.“ Og ekki er að orðlengja þaö. Veisla Svíakon- ungs tókst vel eins og allar aðrar veislur í Þjóðleikhúskjall- aranum meó samheldnu starfsfólki. Stærstu veislurnar og erfiðustu — Svo var það „veisla ald- arinnar"? — Já. já, en á undan henni var önnur stórveisla — fyrsta stórveislan í íþróttahöllinni í Laugardal. Hún var í sambandi við ..Nordisk byggedag“ og var kölluó ..Tonniö". af því í hana fór tonn af mat. Gestum var boðið upp á kalt borð, en gest- irnir voru þúsund talsins. Síðan kom veislan eftir skákeinvígið 1972 en hún var kölluð ..Veisla aldarinnar". Þá var líka 1000 manns. Þá grill- uðum viö heilu lömbin og heilu svínin ofan í Spassky, Fischer og þúsund aðra. Það var stór- kostleg veisla. Allir gestirnir fengu á diska sína svínakjöt og lambakjöt og sérstakan drykk, ,,víkingablóð“ í drykkj- arhorn — allt á 45 mínútum til klukkutíma. Allir gestirnir sátu við borð og allir nutu matarins. í þessari veislu var borðaö af vönduðum plastdiskum, notuð plasthnífapör og drykkjarhorn- ið var sérsmíðað úr plasti. Þessu fylgdi poki í því skyni, að fólk gæti tekiö mataráhöldin með sér til minningar um veisl- una. Þannig losnaði ég alveg viö aö hreinsa og viö allan uppþvott. Slagurinn um boró- áhöldin var svo mikill, að þeim var bæði stolið frá Einari Ágústssyni utanríkisráðherra og Halldóri E. fjármálaráö- herra. Ég átti í erfiðleikum meó aö útvega þeim áhöld ístaðinn, svo gersamlega hurfu áhöldin úr húsinu. Þeir í Skáksam- bandinu þénuöu vel á veislunni og sölu drykkjarhorna. sem voru seld sem minjagripir. 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.