Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 63

Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 63
Ráðamenn þar kölluðu mig á sinn fund og spurðu, hvort ég vildi ekki hætta í bili við áform mín um hótelbyggingu, en koma til liðs við þá og aðstoða þá við byggingu þeirra hótels. Eftir umhugsun fannst mér skynsamlegra að sameina krafta allra aðila að byggingu eins hótels í stað þess að bagsað væri við byggingu tveggja á sama tíma. Sam- komulag varð um þetta og ég gekk til liðs við þá. Ég skilaði ríkisábyrgðarheimildinni og ég veit ekki til, að nokkur annar hafi skilað slíkri heimild ónot- aðri. Það var svo ekki fyrr en í mars 1964 að ég hóf byggingu Hótel Holts. Þá var Fjárhagsráð hætt og ég ákvað aó byggja á eigin lóð við Bergstaðastræti. Ég byrjaði á 36 herbergja hóteli. Það hefur síðar verið stækkað, svo þar eru 53 her- bergi, auk hins nýja veislusalar Þingholts. Þegar Síld og fiskur flutti til Hafnarfjarðar var gestamóttakan stækkuð, setu- stofa sett upp og stærðar bar að auki, sem nýtur vaxandi vinsælda. Hótel Holt var opnað 12. febrúar 1965. — Þar byrjaði Skúli sonur þinn að starfa með þér? — Já hann tók þetta sem aukafag, en er lögfræðingur að mennt. Auðvitað er skemmti- legra fyrir hann að reka Holtið á eigin reikning, heldur en að vinna hjáeða meðföðursínum. Það varð því að góðu sam- komulagi okkar á milli, að hann tók hótelið á leigu. Ég get ekki séð annað, en að hann standi sig vel í því verki. — Hann ereini sonurinn? — Já en kona mín Ingibjörg Guðmundsdóttir og ég eigum einnig tvær dætur, Geirlaugu sem starfar í leiklistinni og kennir og Katrínu, sem er viö nám erlendis. „Eigum við að byggja hótel?“, spurði Alfreð Elíasson í símtali — Þú átt fleiri rispur í hótelmálum en Sögu og Holt? — Jú. Ég var búinn að reka Holt um tíma, þegar Alfreð Elíasson hringdi og spurói, hvort rétt væri fyrir Loftleiðir að byggja hótel. Fram hefðu kom- ið uppástungur um það. Svar mitt var, að ef þeir hygðust halda áfram með ,,Stop-over“ prógram sitt, yrðu þeir að vera sjálfum sér nógir og yrðu að byggja hótel. Viku seinna hringdi hann aftur og spurði, hvort ég vildi verða þeirra ráðgjafi og skipuleggja Hótel Loftleiðir. Ég sló til og starfaði að því verkefni í tvö ár. Það tók eitt ár akkúrat, að einum degi frátöld- um, að byggja Hótel Loftleiðir og svo rak ég það fyrir þá í eitt ár. Um þetta leyti keypti ég vió þriðja mann Valhöll á Þingvöll- um. Það var gert með Ragnari Jónssyni (Þórskaffi) og Sigur- sæli Magnússyni (Sælakaffi og Ártúni). Ég seldi þeim minn hlut eftir eitt ár og síðar keypti Ragnar af Sigursæli og Ragnar og hans fólk hafa rekið Valhöll síðan. — Leist þér ekkert á Þing- velli? — Jú, jú, en ég var bara að byggja Hótel Holt upp og fleira að snúast og þetta voru bara of margir bitarfyrir mig. Þingvellir eru góðir hverjum veitinga- manni, sem starfar af dugnaði. — Uppsetning Sögu og Hótel Loftleiða og bygging Holts hafa verið krefjandi verkefni. Leitaðirðu hugmynda erlendis? — Já talsvert, en það voru allt stuttar ferðir. Ég mátti aldrei vera að því að verja miklum tíma í slíkar skoðanir. Ég rak nefið inn víða, gisti á mörgum hótelum og hafði augun opin, spurðist mikið fyrir og dró mínar ályktanir. Ég hitti marga góða menn, sem voru boónir og búnir til að hjálpa mér, sérstaklega í Danmörku. Þessi verkefni voru þannig, að það var annað hvort að duga eða drepast. Listaverka- söfnun í yfir fimmtíu ár — Er eitthvert þessara mörgu verkefna þinna skemmtilegra en annað? — Ég á ekkert nema ánægjulegar minningar um öll þessi viðfangsefni. Það var auðvitað mjög ánægjulegt að byggja upp Hótel Holt, sér- staklega af því, að ég var alltaf með þessa áráttu að safna málverkum, og á Hótel Holti fengu þau fyrst að njóta sín. Ég hef gengið með þessa bakteríu í meira en 50 ár. — Er svona söfnunarárátta hugsjón eða della? — Það er kannski ekkert annað en della. En ég hef aldrei losnað undan þessari ástríðu og það má eiginlega segja, að hún hafi vaknað hjá mér 1931 eða þegar ég var tví- tugur. — Hvað olli? Langaði þig að læra að mála eða eitthvað slíkt? — Ég umgekkst mikið góða menn eins og t.d. Eggert Guð- mundsson. Við vorum skátafé- lagar. Ég kynntist líka Jóni Engilberts og einnig Jóhannesi Kjarval. Það var sérstaklega þegar ég var í matreióslunni, að ég þurfti oft að sjóða fyrir hann bæði slátur og hangikjöt og jafnvel að færa honum það 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.