Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Síða 70

Frjáls verslun - 01.04.1983, Síða 70
manns. tveir frá hverju Norður- landanna. Af íslands hálfu á greinarhöfundur og Björn Lín- dal, deildarstjóri í viðskipta- ráðuneytinu. sæti í stjórn sjóösins. Formaður stjórnar er finnskur. Christian Andersen og framkvæmdastjórinn norskur. Hans Höegh Henrich- sen. Markmið Markmið sjóðsins er að efla samkeppnisaðstöðu norrænna fyrirtækja á alþjóðavettvangi með því að styrkja verkefni. þar sem Norðurlönd eiga hags- muna aó gæta. Grundvallar- þáttur í starfsemi sjóðsins er að styrkja norræn fyrirtæki og samtök við gerð skilyrða- og arðsemisathugana í tengslum viö alþjóðleg verkefni eins og það er orðað í lögum sjóðsins. En jafnframt getur sjóðurinn stutt ýmis verkefni. sem fela í sér norræna hagsmuni. s.s. al- þjóðlegt námskeiðahald og markaðskannanir. Áhættufjármagn Starfssvió sjóðsins beinist þannig að því aó styðja við bakið á fyrirtækjum á meöan þau stíga fyrstu skrefin í leit sinni aó nýjum verkefnum. Sá þáttur í starfsemi fyrirtækis getur verið mjög áhættusamur. sérstaklega ef um nýja og fjar- læga markaði er að ræða. Jafnvel stórfyrirtæki á alþjóð- legan mælikvaróa hafa ekki ótakmörkuð fjárráö og getu til aö sinna slíkum viófangsefn- um. En áhætta. kostnaður og reynsluleysi getur staöiö smærri fyrirtækjum verulega fyrir þrifum í þessu efni. Sjóð- urinn getur verió góöur bak- hjarl fyrir slík fyrirtæki. Til að styrkja fyrirtæki við öflun nýrra verkefna í þróunar- löndunum gefur sjóðurinn Nokkrar lykilstæröir í starfsemi sjóösins Verkefni eftirgreinum Fiskveiðar og -vinnsla 7 Orka 6 Verktakastarfsemi 4 Efnaiönaöur 3 Flutningar 3 Aðrar greinar 13 Hagsmunir landa í verkefnum Svíþjóð 28 Noregur 25 Danmörk 21 Finnland 19 ísland 5 Verkefni eftir löndum Indónesía 4 Egyptaland 4 Filippseyjar 2 Botswana 2 Saudi-Arabía 2 Önnur lönd 22 þeim kost á áhættufjármagni, allt aó helmingi af kostnaði. Ef verkefni tekst endurgreiðir fyr- irtækið það fé. sem sjóðurinn veitti. Hins vegar ef verkefnió eöa athugun fyrirtækisins leiðir ekki til neins, fellur endur- greiðsla niður, þ.e. fyrir- greiðslan breytist í beinan styrk. Skilyrði Til aó sjóðurinn geti veitt stuðning viö tiltekið verkefni þurfa norrænir hagsmunir að vera skýrir og raunhæfir. Enn- fremur verða minnst tvö lönd aó eiga hagsmuna aó gæta í hverju verkefni, sem sjóðurinn styrkir. Að auki hefur sjóð- stjórnin lagt þunga áherslu á, að viðkomandi verkefni feli í sér raunhæfa möguleika á við- skiptum sem byggjast á mark- aðslegum sjónarmiðum. Margvísleg önnur skilyrði þarf að uppfylla. Þar af er mik- ilvægast að sú athugun. sem stuóningur er veittur út á. veróur að fela í sér verkefni í þróunarlöndum eða austan- tjaldslöndunum. Nær allar um- sóknir, sem sjóðnum hafa bor- ist hingað til, hafa tengst þró- unarlöndunum. Þörf Eftirspurnin eftir stuöningi frá sjóðnum hefur verið mikil. í lok apríl höfðu sjóðnum borist 36 umsóknir og þar af höfðu 18 verið samþykktar, tveimur ver- ið hafnað en aðrar eru til frek- ari umfjöllunar í stjórn sjóðsins. Sjóðurinn hefur um 9 milljónir norskra (um 35 millj. í ísl. kr.) til ráðstöfunar fyrir tímabilið 1982/1983. Hartnær helmingi þess fjár hefur þegar veriö ráðstafað. Sjóðurinn hefur því fengið góðar undirtektir og ríf- andi byr á þeim stutta tíma. sem liðinn er frá því hann hóf starfsemi sína. Flestar umsóknir, sem hafa borist sjóðnum snerta fiskveið- ar og -vinnslu, en næst á eftir koma orkuverkefni eins og meðfylgjandi töflur sína. En þetta eru þau svió sem sjóður- inn leggur mesta áherslu á auk viðfangsefna, sem tengjast landbúnaóinum. Reynsla og þekking fslendinga í sjávarút- vegi og orkubúskap er mikil og gefur tilefni til og möguleika á umtalsverðum útflutningi. Þau lönd, sem áhugi hefur beinst að í ríkustum mæli, eru: Indónesía. Egyptaland, Fil- 62

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.