Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 73
jölbreytt námskeið eru í boði
Ve rslunarskólinn:
Góð þátttaka á kvöldnámskeiðum
Hjá Verslunarskóla fslands
var sú nýjung tekin upp á síð-
astliðnum vetri að bjóóa upp á
kvöldnámskeið í ýmsum þeirra
greina sem kenndar eru við
skólann. Þessu verður fram
haldið í vetur og veróur það
Helgi Baldursson, kennari í
stjórnun sem hefur umsjón
með námskeiðunum.
Það voru alls um 100 manns
sem sóttu námskeið þessi í
fyrravetur, fólk á öllum aldri en
meira þó af eldri kynslóðinni.
Flest var það þegar í fullu starfi
hjá öörum eða var með sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Til-
gangurinn var að bæta við sig
þekkingu til að auka hæfni í
núverandi starfi og sumir
höfóu hug á að skipta um starf,
en þótti skorta nægilegan
undirbúning.
Námskeið þessi standa í 10
vikur alls. Kennt er í 6 stundir á
viku eóa samtals 60 kennslu-
stundir. Farið er helmingi
hraðar yfir námsefnið en í hinni
hefðbundnu kennslu og ætti
því að fást á hálfum vetri þekk-
ing sem samsvarar eins vetrar
námi viö Verslunarskólann.
Kennsla hefst alla daga kl. 18.
Kostnaður er dálítið mismun-
andi og dýrust eru tölvunám-
skeiðin. Einnig hér tekur VR
drjúgan þátt í námskostnaði
fyrir sína félagsmenn.
Þær greinar sem boðið
verður upp á í vetur eru bók-
færsla, rekstrarhagfræói,
enskar bréfaskriftir, vélritun og
tölvufræði. Hugsanlegt er aó
bætt verði við fleiri greinum, en
það var ekki ákveðið þegar
þetta var tekið saman.
Að sögn Þorvarðar Elías-
sonar, skólastjóra Verslunar-
skólans, er þar mikill áhugi fyrir
að færa enn út kvíarnar í full- w
orðinsfræðslunni. Eru ýmsir
möguleikar í athugun en Ijóst |^r
er að engar stökkbreytingar r
Framhald á bls. 68
65