Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 75

Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 75
VR: Námskeið í heilsuvernd Þaö eru fleiri námskeiö sem bjóöast verslunar- og skrif- stofufólki en þau sem bæta viö hina huglægu þekkingu. Verslunarmannafélag Reykja- víkur varð fyrst verkalýðsfélaga til að gera könnun meðal fé- lagsmanna sinna á heilsufari þeirra. f framhaldi af því býöur félagið nú upp á námskeió í heilsurækt og heilsuvernd. Námskeiöum þessum er eiginlega skipt í fernt. í fyrsta lagi kemur leikfimikennari og kennir þátttakendum létta slökun og liðkandi æfingar. Lögö er áhersla á að hreyfa þá vööva sem ekki eru í notkun dags daglega. Æfingarnar eru hægar og látlausar ýmist fram- kvæmdar standandi eöa sitj- andi, en hafa gefið mjög góðan árangur. Sjúkraþjálfari mætir á nám- skeiöin til aó kenna fólki réttar stöður og setur við störf sín. Það getur skipt miklu máli hvaða hreyfingum er beitt vió hin ýmsu störf, til dæmis vió aö taka upp kassa, raða upp í hill- ur nú eða bara sitja við ritvél- ina. Fólki er kennt hvernig nýta má hvern fermetra í kringum sig til líkamsæfinga á vinnu- stað. Næringarfræöingur fjall- ar um gildi fæðunnar í daglegu lífi, hvað þarf til aö líkaminn fái næga orku og hverju má alls ekki slepþa úrfæóuflokkunum. Lögð er áhersla á að borða ekki of mikið og dregnar línur sem sýna hversu mikil næring- arþörfin er í hverju tilfelli. Að lokum mætir svo sál- fræðingur og fjallar í máli og myndum um streitu í starfi. Hvernig draga má úr henni og koma í veg fyrir alls konar óþægilega kvilla sem vilja fylgja streitu. Þá er rætt um alkóhólisma, áfengisneyslu heima og á vinnustað, afleið- ingar drykkju og hvað hægt sé að gera til lagfæringar. VR er meó tvö slík námskeið í gangi í einu. Hvert námskeið stendur í tíu vikur og er mætt ýmist einu sinni eða tvisvar vikulega, tvær klukkustundir í senn. Bæði hefur veriö boðiö upþ á opin almenn námskeið en einnig hefur starfsfólki ákveðinna fyrirtækja verið boðið aó koma í sérhópum, hafa til dæmis starfsmenn Flugleióa, Hagkaupa og fleiri notfært sér þetta og reynslan verið mjög góð. Gagnstætt því Framhald á bls. 68 >ar af 17 alveg skjala og eyðublaða við tollaf- greiðslu, raktir meginþættir laga og reglugerða og fjallað um grundvallaratriði tollflokk- unar. Ennfremur er farið í helstu reglur við verðútreikn- ing. Bókfærsla: Á námskeiðinu er farið yfir meginreglur tví- hliða bókhalds sem færslum í sjóðabók, dagbók, viðskipta- mannabækur og aðalbækur. Farið verður yfir gerö rekstrar- yfirlita og uppgjörs smárra fyrirtækja. Sölumennska: Námskeiö þetta er einkum ætlað sölu- mönnum í heildsölum og iðn- fyrirtækjum. Fjallað verður um þann markað og það starfsum- ný afnálinni hverfi sem sölumenn á Islandi starfa í. Rædd verða helstu vandamál sem sölumenn mæta og hvaða tækni má beita við lausn þeirra. Gerö verður grein fyrir vinnubrögðum sem sölu- menn geta tamið sér í því skyni að auka eigin afköst. Tölvunámskeiöin sem Stjórnunarfélagið býöur upp á eru margvísleg. Markmið þeirra er að fræöa þátttakend- ur um undirstöðuatriði er varða tölvur og ritvinnslu. Á sér- hæfðari námskeiðum er svo farið út í hvernig nota má tölv- una við flóknar áætlanagerðir og bókhald. Kennd erforritun í smátölvur og á öllum nám- skeiðum er mikil verkleg ken- nsla. Námskeiðin heita annars: Ritvinnsla I, Grunnnámskeið um tölvur I og II. Forritun á smátölvur, Bókhald með smá- tölvum, Aætlanagerð meö smátölvum og Basic námskeið. Námskeið Stjórnunarfélags- ins standa yfirleitt 3—4 klst. á dag, í þrjá til fjóra daga. Sam- tals nást því allt frá 9 klukku- stundum uþp í 20 við kennslu. Kaffihlé er tekið á hverju nám- skeiði daglega og eru veitingar innifaldar í námskeiðsgjaldi. Annars eru námskeið þessi alltaf auglýst mjög greinilega viku til tíu dögum áóur en þau hefjast. Má þá hringja á skrif- stofur Stjórnunarfélagsins við Síðumúla og fá þar allar nánari upplýsingar. 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.