Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 8
í FRÉTTUM
Eimskip leigir nýtt gáma-
skip í Atlandshafssiglingar
EIMSKIPAFÉLAG ÍS-
LANDS hefur tekiö á
leigu gámaskip, sem
mun koma inn í áætlun
félagsins á siglinga-
leiöum milli íslands, Evr-
ópu og Bandaríkjanna.
Skipiö, sem hefur hlotiö
nafniö Laxfoss er
systurskip þeirra
tveggja skipa Eimskips,
sem sigla á þessum leiö-
um í dag, Bakkafoss og
City of Perth. Félagiö
hefur síðan kauprétt á
Laxfossi, en þurrleigu-
samningurinn er geröur
til einsárs.
Á Laxfossi verður ís-
lensk áhöfn, en skipiö
veröur afhent Eim-
skipafélaginu í septem-
bermánuöi nk. Skipstjóri
veröur Arngrímur Jó-
hannsson og Halldór E.
Ágústsson verður yfir-
vélstjóri.
Laxfoss, sem var
smíðaöur áriö 1979 hef-
ur liðlega 4.000 tonna
buröargetu, en skipiö
getur alls flutt tæplega
300 gámaeiningar.
Ganghraöi skipsins er
um 14,5 sjómílur á
klukkustund. Sam-
kvæmt upplýsingum
Eimskipafélagsmanna
hafa þessi skip reynst
mjög vel í siglingum á
Noröur-Atlantshafinu
undanfarin misseri, sér-
staklega hefur mikill
styrkur þeirra og afl-
miklar vélar komið sér
vel viö erfiöar aöstæöur
eins og þær gerast á
vetrum á Atfantshafinu.
Eimskip breytti sigl-
ingaáætlun sinni á
Ameríkuleiöum í júní sl.
þannig aö tvö skip fé-
lagsins sigla nú frá ís-
landi um Evrópu til
Bandaríkjanna. Meö
þessu skapast mögu-
leiki á því aö flytja vörur
frá Evrópu til Bandarikj-
anna, auk almennra
flutninga milli íslands og
Bandaríkjanna.
Eimskipafélagsmenn
segja flutningana milli
Evrópu og Bandaríkj-
anna hafa gengiö mjög
vel þaö sem af er og því
hafi m.a. veriö tekin ák-
vörðun um að bæta við
skipi á þessari siglinga-
leiö. Eftir aö Laxfoss
kemur inn í áætlun verða
skip Eimskips meö viö-
komur í Bandaríkjunum
á 10 daga fresti. Þá
eykst flutningagetan
milli Evrópu og Banda-
ríkjanna um 50% meö
vióbótinni.
Frjáls
verslun
sími
82300
8