Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 53
anna, skipafélagsins Vikur h/f.,
og Saltsölunnarh/f?
Staöa fyrirtækjanna er viöun-
andi. Skipin eru þrjú, en hvaö
Saltsöluna h/f., varðar eigum viö
óheyrilega mikiö útistandandi og
i birgðageymslum eigum viö mikl-
ar birgðir af salti. Saltsalan h/f. á
birgðastöðvar i Vestmannaeyj-
um, i Þorlákshöfn, i Keflavik, og i
Kópavogi. Við fengum nýlega
úthlutað tveggja hektara lóð i
suðurhöfninni i Hafnarfirði og það
stendur til að byggja þar salt- og
vöruskemmur. Við erum einnig
að skapa okkur aðstöðu i vestur-
hluta Kópavogs og eigum þar
fjögurhús.
Eignastaðan allgóð
— Hver telur þú að sé hrein
eign fyrirtækja þinna, það er að
segja verðmæti eigna að frá-
dregnum skuldum?
Eins og ég sagði áðan er eign-
arstaða fyrirtækjanna allgóð.
Hvað sé hrein eign er náttúrulega
háð söluverði þeirra og það verð
er háð markaðsaðstæðum á
hverjum tima.
Ég er hinsvegar lánsamur og
ég hef haft góða heilsu i gegnum
árin og ég á góða konu sem hefur
stutt mig i hvívetna við uppbygg-
ingu fyrirtækisins og sjö mann-
vænleg börn. Það tel ég vera min
mestu auðæfi.
Finnbogi Kjeld er 45 ára gamall
og hefur honum farnast allvel í
sinum fyrirtækjarekstri. Hann var
spuröur um það hvernig hann
ræki fyrirtækin og hver væri gald-
urinn?
Finnbogi brosti kankvisleg að
spurningunni og svaraði þvi til að
það væri auðvitað góðir starfs-
menn og þaö að menn hefðu
ánægju að þvi sem þeir væru að
fást við. — Við leggjum áherzlu á
að veita viöskiptavinum okkar
sem allra beztu þjónustu í hvi-
vetna. Ég er nú talinn kröfuharður
húsbóndi, en ég reyni að gefa
mönnum minum sín tækifæri. Ég
reyni að rækta með þeim eins
mikið frumkvæði og hægt er og
gef þeim það frelsi sem ég tel
mögulegt. Hinsvegar tek ég að
sjálfsögðu allar meiriháttar ák-
varðanir. Góður stjórnandi þarf i
raun og veru að vera hvoru-
tveggja i senn þjálfari og dómari.
Hann þarf að geta hvatt menn til
dáða og séð til þess að farið sé
aö settum reglum. Þegar maður
getur ekki gert allt í fyrirtækinu
sjálfur, er meginmálið það að fá
menn til starfa sem ráða við verk-
efni sin. Það hlýtur að vera
forstjórans að hvetja þá til dáða
án þess þó að vera með smá-
munasemi og leyfa mönnum sin-
um jafnframt að gera sinar vit-
levsur. Það er enginn maður til
NEON skilti. PLAST skilti.
LINE LITE auglýsingar.
Almennar raflagnir.
ÞJÓIVUSTAN
Sími: 43677 Nýbýlavegi 28
53