Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 23
BIRGÐAHALD Thomas Möller hagverkfræðingur: Aukin stjdrn á birgðahaldi hefur valdið byltingu ífjölmörgum fyrirtækjum Ný aðferð til að minnka birgð- ir og stjórna birgðahaldi hefur valdið byltingu í mörgum bandarískum og evrópskum fyr- irtækjum. Aðferðin kemur frá Japan og er nefnd „just in time“ aðferðin. í þessari grein verður fjallað um þessa nýju aóferð og áhrif hennar sérstaklega á bandarísk fyrirtæki. Birgðastýring er mjög mikil- vægt stjórntæki sem oft og víða er vanrækt. Með skipulögðu átaki til lækkunar birgða og með markvissri birgóastýringu má ná undraveröum árangri til kostnaðarlækkunar, aukins veltuhraða birgða og almennt til minnkunar á því vörumagni sem erbundiðíbirgðum. Birgðastýring (Inventory management) er orðin vinsælt viðfangsefni i stjórnunarfræðum á vesturlöndum. Timaritin For- tune, Business Week og Interna- tional Management hafa nýlega fjallað itarlega um birgðastýringu og þá vakningu sem átt hefur sér stað hjá framleiðendum, dreifing- araðilum og verslunareigendum til lækkunar á birgðakostnaði, minnkunar á birgðum og aukins veltuhraða. Háir vextir, sí harðnandi al- þjóöleg samkeppni og siaukinn kostnaður við birgðahald hefur hvatt stjórnendur til að hagræða áþessu sviði. Viða hefur mjög góöur árangur komið i Ijós. Hvers vegna birgðir? Birgðamyndun á sér stað í öll- um framleiðslu- og dreifingarfyr- irtækjum. Birgðir hafa það megin Birgðir þurfa að vera sem minnstar á hverjum tima hlutverk að tryggja áframhald- andi og ótruflaða framleiðslu, sölu og dreifingu. Birgðir brúa timabil milli innkaupa, framleiðslu og sölu og geta þannig jafnað út sveiflur sem verða á framboði og eftirspurn. Hjá framleiðslufyrir- tækjum myndast einnig birgðir innan framleiðslurásarinnar, svo- kallaðan millilager á hálfunnum framleiðslueiningum. Birgðahald og birgðastýring er einnig tengd spákaupmennsku á vörum sérstaklega ef um vænt- anlegar verðsveiflur er að ræða t.d. á hráoliu, málmum, hráefnum til iðnaðar og þess háttar vörum. Hvað er birgðastýring? Birgðastýring erfyrst og fremst áætlanagerð um þarfir fyrirtækis- ins á vörum og siðan innkaup á þessum sömu vörum þannig að þær verði til staðar i fyrirtækinu á réttum tima, i réttu magni, í réttu ástandi. Birgðastýring á að tryggja að engin truflun eða stöðvun verði á framleiðslu og sölu. Áætlun um vöruþörf (material requirement planning = MRP) er byggð á framleiðsluáætlun og söluáætlun fyrirtækisins. Þessar áætlanir tengjast heildaráætl- anagerð, það er rekstraráætlun og fjárhagsáætlun þess. Áætlun um vöruþörf er siðan brotin niður i einstaka vöruflokka og vöruteg- undir og siðan er vöruþörf áætluð fyrir næstu timabil miðað við áætlaða sölu. Innkaupaáætlun er næsta skrefið, hér er fundin hagkvæm- asta pöntunarstærð og er gengið ut frá ýmsum stærðum, svo sem afhendingartima, daglegri notk- un, öryggisbirgöum, pöntunar- og flutningskostnaði og birgða- haldskostnaði. Ýmsar formúlur hafa veriö settar saman til að reikna út hagkvæmustu pöntun- arstærð, frægust þeirra er hin svokallaða „Wilson Formula" sem reynst hefur ágætlega sér- staklega hjá minni fyrirtækjum. Á seinni timum hafa þó komiö fram ýmsar nýjar aðstæður sem breyta stærö hagkvæmasta pöntunarmagns, nægir þar að minnast gámana en nú á dögum er mjög algengt að pantaður sé nákvæmlega 1 gámur af ákveð- inni vörusendingu, þannig næst 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.