Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 91
þau iðulega of veikburða til að
standa af sér timabundna erfið-
leika eða sveiflur.
Aöstoð
Badishe Vereinsbank i
Munchen hefur sett upp sérstaka
deild sem ætlað er að aðstoða
hátæknifyrirtæki. En einn
talsmanna bankans viðurkennir
að deildin sé enn sem komið er
ekki búin að setja sér reglur til að
vinna eftir; „það er Ijóst að hin
hefðbundna aðferð okkar við mat
á lánshæfni fyrirtækja gengur
ekki i þessum iðnaði, aðferðun-
um verður að þreyta“, segir hann
og bætir við, „við höfum ekki
áhuga á að taka beinan þátt i
áhættu þeirra fyrirtækja sem við
komum til með aö aðstoða, en
okkur er Ijóst að þarna er um að
ræða viðskipta og þjónustuþörf
sem bankarnir verða aö mæta
með einhverju móti enda er þetta
að verða ein miklilvægasta grein
nútimaiðnaðar".
Vantar meiri þátttöku
Það kemur v-þjóðverjum nú i
koll að á siðustu áratugum hefur
ákaflega litill áhugi verið fyrir
frjálsum hlutabréfamarkaði bæði
meðal almennings, fyrirtækja og
fjármálastofnana,- stöðugleikinn
i efnahagsmálum hefur ekki náö
að skapa þaö andrúmsloft sem
blæs lífi i kauphallarviðskipti á
borð við það sem gerist með
ýmsum öðrum þjóðum. Aðeins
um 450 fyrirtæki eru á opinberri
skrá yfir hlutabréf sem ganga
kaupum og sölum.
í Bandaríkjunum og Bretlandi
hefur þaö reynst hátæknifyrir-
tækjum ómetanlegt að geta boð-
ið almenningi þátttöku í áhætt-
unni en jafnframt góða tekjuvon
og almenningur hefur ekki legið á
liði sinu. Þessa forsendu vantar
algjörlega i V-Þýzkalandi og
veldur áhrifamönnum vaxandi
áhyggjum.
Peter Dölling sem á og rekur
Tewidata segir; „V-þýzkir spari-
fjáreigendur og fjárfestingar-
aðilar leggja ekki fé i vaxandi fyr-
irtæki. Þaö er i tisku og jafnframt
héppilegra frá skattalegu sjónar-
miði að fjárfesta i ríkisskulda-
bréfum. Annars tel ég að fjárfest-
ingarhliðin sé ekki eina alvarlega
vandamálið sem v-þýzkur iðnaö-
ur á við að striöa, við eigum enga
menntaða stjórnendur sem
kunna til verka viö stjórnun fyrir-
tækja i hátækniiðnaði þar sem lif-
timi vara á markaöinum er
iðulega skemmri en hönnunar-
og þróunartimi þeirra. Skortur á
hæfum stjórnendum fjárfesting-
arfélaga og banka er einnig áber-
andi, við höfum dregist ótrúlega
langt aftur úr á þessum sviðum“.
Stephan von Watzdorf starfar
á skrifstofum MMG. Ltd i London
en það er alþjóðlegt ráögjafarfyr-
irtæki á sviði fjárfestinga. Hann
erþjóðverji og segir:
Sérhæfðir stjórnendur
„I Bandarikjunum hafa menn
reynslu af áhættu i viðskiptum,
þar eru stjórnendur sem eru sér-
hæfðir i þvi að reka áhættusöm
en jafnframt gróðavænleg fyrir-
tæki. I Bretlandi eru stjórnendur
sem kunna einnig tökin á þessu
og afstaða breskra kaupsýslu-
manna til áhættuiðnaðar er orðin
mótuð, menn vita hvað þetta er,
hvernig það gengur fyrir sig og
hvað er uppúr þvi aö hafa er rétt
er aö málunum staðið. Mitt hlut-
verk er að liðka fyrir og kanna
fjármögnunarmöguleika fyrir þau
fyrirtæki sem leita til okkar. Þeg-
ar V-Þýzkaland á i hlut verða
málin strax miklu erfiöari, það eru
ákaflega fáir sem geta hjálpað
eöa gefið upplýsingar hvað þá að
hægt sé að hafa uppi á fjárfestur-
um sem vilja taka áhættu fyrir
meiri gróðavon".
Peter C. Kaleschke hjá Sie-
mens: „Það er ekki nóg að skapa
möguleika á auðveldarfjármögn-
un smærri fyrirtækja i hátækni.
Þeir sem stofna þessi fyrirtæki
eru oftast tæknimenn sem ekki
hafa neina reynslu af sölu- og
markaðsmálum. Þess vegna telj-
um við að Techno Venture þurfi
ekkert siður að hafa á boðstólum
ráðgjöf sem miöi að þvi að að-
stoða þessa aðila við að stjórna
fyrirtækjunum þannig að fjárfest-
ingin skili sér sem best. Siemens
hefur bæði yfir að ráða fjármagni
og stjórnunarþekkingu, en málið
er ekki svona einfalt. Rætur
meinsins eru heföbundin afstaða
þjóðverja til atvinnulifs, sem gerir
það að verkum að þeir dragast
aftur úr, það þarf hugarfarsbreyt-
ingu ef við eigum ekki að missa af
lestinni.“
Vantar áhugaá
frjálsu framtaki
Axel Weisse, sem eins og áður
sagði er aðeins 23 ára og fram-
kvæmdastjóri hjá IEW segir:
„Jafnaldrar mínir eru ekki efni i
kaupsýslumenn eða iðnrekend-
ur, þá skortir allan áhuga á frjálsu
framtaki einstaklingsins, það
hvarflar einfaldlega ekki að þeim
að sjálfstæð starfsemi sé val-
kostur, þetta kemur ekki sist frá
háskólunum sem fyrst og fremst
mennta starfsmenn en ekki at-
vinnurekendur. Ég tel t.d. afar
óliklegt að margir jafnaldra minna
myndu klára sig i þeirri sam-
keppni sem er rikjandi t.d. i Band-
arikjunum, það vantar i þá þenn-
an spenning sem Bandarikja-
menn sækjast eftir. Ef Banda-
rikjamaður á 20 þúsund dollara
þá stofnar hann fyrirtæki. Ef
V-Þjóöverji á 20 þúsund dollara
þá kaupir hann hús, jafnvel þótt
hann eigi annað fyrir“.
Volkker Dolch: „V-þýzkir
iðnrekendur eru einfaldlega ekki
jafn framsæknir og bandariskir
og þeir eru óvanir og hræddir við
aö taka áhættu. Þetta þýðir þó
ekki að þjóöverjar hafi neitt á
móti þvi að græða peninga, siöur
en svo. Það sem gæti ef til vill
breytt ástandinu og komið málum
á hreyfingu eru lýsingar á vel-
gengni hátæknifyrirtækja. Það
mun taka tima að koma á frjálsari
fjármagnsmarkaði og þar til mun
veröa um hnignun að ræða.
Þýtt úr International Manage-
ment.
91