Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 92
RITST JORASPJ ALL Launaþegar og atvinnurekendur verða að slíðra sverðin LJÓST ER orðið aö í töluverð átök stefnir á vinnumarkaðnum á næstu dögum og vikum, í kjöl- far þess að Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, BSRB, og tæplega helmingur aðildarfé- laga Alþýðusambands íslands, ASÍ, hafa sagt upp launaliðum kjarasamninga sinna við vinnu- veitendur frá 1. september að telja. Samkvæmt gildandi samning- um átti að koma til almenn 3% launahækkun 1. september nk., en ýmsir forystumenn innan verkalýöshreyfingarinnar hafa hins vegar haldið því fram, aö al- mennar verðlagshækkanir á síöustu mánuðum, eöa frá því aö síöustu launahækkanir komu til, séu í raun mun meiri eöa um 7%. Þeir fara fram á að launin hækki um sem nemur hækkun- um á almennu verðlagi, auk þess sem ýmis félög hafa lagt fram kröfur um mun meiri hækk- anir. Vinnuveitendur hafa hins vegar haldið því fram, að al- mennar verðlagsbreytingar í landinu séu ekki fjarri 3% mark- inu og hefur Þjóðhagsstofnun reyndar tekið undir það. Kröfur verkalýðsfélaganna nú eru í raun úr öllu samhengi við raunveruleikann og því ástæöa til að hvetja til mikillar varkárni. Miðað við þær aðstæður, sem ríkja í þjóðfélaginu er í raun ekk- ert svigrúm til meiri launahækk- ana, en kjarasamningarnir frá í vetur gera ráð fyrir. Hvað þá einhverjum verulegum viðbót- um þar ofan á. Hafa sum verka- lýðsfélögin jafnvel gengiö svo langt að krefjast hækkana á bil- inu 40—50%. Um þær kröfur þarf í raun ekki að hafa mörg orð, þær eru alveg út í hött og í raun furðulegt ábyrgðarleysi aö hvetja launþega til stuðnings við slíkar kröfur, sem heföu þaö eitt í för með sér að sama ringlu- reiöin kæmist á í íslensku þjóðfélagi eins og ríkti á undan- gengnum 10 árum fram til sið- astliðins vors, þegar núverandi ríkisstjórn tók viö stjórnar- taumnum og hafist var handa við uppbyggingu efnahagslífs- ins. Friöurá vinnumarkaöi er nauðsyn • Kröfur verkalýösfélaganna um hækkanir eins og að framan er getið hefðu það eitt í för með sér, að verðbólga myndi æða af stað að nýju, en um þessar mundir er hún í nágrenni við 15%, en á sl. vori var hún farin aö nálgast 150% markið og allir voru í vandræðum, jafnt laun- þegar sem atvinnufyrirtækin. Slíkt er ekki til hagsbóta fyrir neinn. Það verða leiðtogar verkalýöshreyfingarinnar að gera sér glögga grein fyrir ef ekkiáillaaðfara. íslendingum er það i raun bráðnauðsynlegt, að almennt jafnvægi komist á í efnahags- og atvinnumálum í landinu, þannig aö svipaöur stöðugleiki ríki hér eins og hjá nágranna- þjóðum okkar. Markmið okkar ætti að vera, að halda almenn- um verðlagsbreytingum í landinu vel innan viö 10% mark- iö. Þá fyrst skapast það ástand hér á landi, sem hægt er að una við. Það gerir ekkert nema rýra kaupmáttinn og skapa óvissu hjá launþegum, þegar verðbólg- an æðir áfram eins og hún gerði. Það er ekki hægt að gera neinar raunhæfar áætlanir um nokkurn hlut. Ef landsmenn standa saman er ekki nokkur vafi á því, að hér getur komist á mjög bærilegt ástand í efnahags- og þjóðmál- um, sem er í raun undirstaðan fyrir ánægjulegu manniífi okkar. Það er því ástæða til að hvetja verkalýðsleiötoga til að skoöa hug sinn vel áöur en þeir láta sverfa til stálsins að þessu sinni. Það liggur í augum uppi, að þeg- ar verulegur samdráttur á sér stað í þjóðfélaginu almennt, að þá rýrnar kaupmáttur launþega á sama hátt og rekstrarskilyrði atvinnuveganna hafa farið hríð- versnandi. Vandamáliö er því sameiginlegt. Það er allra hag- ur, að hér geti þróast blómlegt atvinnulíf, sem gerir það að verkum, aö landsmenn geta allir haft atvinnu gagnstætt því sem nágrannaþjóðir okkar búa við, þar sem milljónir manna ganga um án atvinnu. Það má ekki undir neinum kringumstæöum eiga sér stað, aö sá árangur, sem náðst hefur á undanförnum mánuöum veröi brotinn niður. Frjáls verzlun hvetur vinnuveitendur og launþega til að ná friðsamlegu samkomulagi. Þess verður þá ekki langt að bíða, aö hér skap- ist þær aðstæður, aö hægt verði á heilbrigðan hátt aö semja um kaup og kjör. Það er sú staða sem allir hijóta að kjósa. 92 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.