Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 82
sjóöir sameinaðir í þrjá sjóði í hlutafélagsformi í eigu þeirra sem til þeirra hafa greitt. Sjóð- irnir láni síöan til atvinnulífsins almennt á grundvelli arðsemi og trygginga. Framkvæmdasjóð, sem er milligönguaðili um er- lendar lántökur. ætti jafnframt að leggja niður, en Seðlabank- inn gæti annast skuldaskil hans. Húsnæðismállánakerfið er enn eitt dæmið um það hvernig lánamál þróast í höndum ríkis- ins. Húsnæðismálastofnunin er orðin að miklu og óhagkvæmu bákni. Þetta kerfi ætti að ein- falda m.a. með því aó breyta því í sjóð sem endurkeypti skulda- bréf af bönkum og sparisjóðum eftir ákveðnum reglum. Jafn- framt ætti að leggja niður tækni- deild Húsnæðismálastofnunar, en sú þjónusta sem hún veitir er þegar fyrir hendi á almennum markaði. 4.3. Auðlindanýting í landbúnaði hafa skapast vandamál. fyrst og fremst vegna þess að verðmyndun er miðstýrð og miðast ekki við þarfir neyt- enda heldur ímyndaðar þarfir framleiðenda. Landbúnaðar- kerfið er dæmigert fyrir það hvað gerist. þegar gripið er inn í frjálsa verðmyndun. Vegna afskipt- anna. sem eru ærið kostnaðar- söm í sjálfu sér. þurfum við að glíma við offramleiðslu, en einnig sjá á eftir glötuðum tæki- færum til hagræðingar og fjöl- breyttari verðmætasköpunar. Lykillinn að lausn þess vanda er frjálst verðmyndunarkerfi og frjáls verslun með landbúnaðar- vörur. Mikil bót væri þó strax að því ef lágmarksverð væri ákveð- ið til bænda frá vinnslustöðvum en að verðmyndunin væri gefin frjáls á seinni stigum og jafn- framt ef horfið væri frá styrkjum, útflutningsbótum og niður- greiðslum á vaxtakostnaði. Verzlunarráðið telur fyrirsjá- anlegt að innlendur landbún- aður getur ekki keppt við inn- flutning landbúnaðarvara að óbreyttu styrkjakerfi í nágranna- löndum. Hins vegar ætti innan- landsframleiðslan ekki að vera meiri en svo að hún fullnægi innlendri eftirspurn í góðu ár- ferði. og ekki komi til útflutnings heldur verði sveiflur í árferði jafnaðar meó innflutningi þegar svo árar. Einnig á innflutningur á kartöflum og nýju grænmeti ávallt að vera frjáls á þeim tíma, sem innlend framleiðsla er ekki á boðstólum. Sjávarútvegurinn á við þann vanda að glíma, að fiskiskipa- stóllinn er of stór mióað við þann afla sem fæst. Eðli vandans er tvenns konar. Annars vegar er það staðreynd, að þegar auðlind er almenningseign og ekkert kostar að nýta hana. mun hún verða ofnýtt. Hins vegar hafa stjórnvöld á undangengnum ár- um beinlínisýtt undirfjárfestingu í fiskiskipum með hagstæðum lánafyrirgreiðslum. Hér er enn eitt dæmið um þaó. hvað mönn- um eru mislagðar hendur, þegar fjármagnsnotkunin er miðstýrð. Þá er arðsemissjónarmiðinu ýtt til hliðar og afleiðingunum velt yfir á næstu kynslóðir. Mikilvægt er að finna lausn á því vandamáli. sem almennings- eign á fiskimiðunum skapar. Sú lausn þarf að fela í sér. að sóknin í fiskinn taki mið af raunveruleg- um kostnaði og mögulegum ávinningi. Um þetta sér markað- urinn best. þegar auðlindir eru í einkaeign. Þetta má nálgast í til- viki fiskveiða. með sölu veiði- leyfa eða þá með kvótafyrir- komulagi. sem er verri kostur, að því tilskildu að kvótarnir fái að ganga kaupum og sölum. Þannig myndi markaðurinn gegna hlutverki sínu, sem leið- beinandi um hagkvæmustu nýt- ingu framleiðsluþáttanna. Til þess að markaðurinn geti stjórnað nýtingu fiskimiða með hagkvæmum hætti þarf að koma í veg fyrir að opinber rekstur og samvinnurekstur nýti forréttindi sín til að kaupa upp veiðileyfi og ná einokunaraðstöðu. Einna brýnast er þó. að fiski- skipum fækki og komið verði í veg fyrir að opinberir sjóðir stuðli að of stórum fiskiskipaflota með því að halda hlífiskildi yfir þeim, sem komnir eru í vanskil. Til að 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.