Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 39
hafa i för meö sér aö KRON, einn
eigenda Miklagarðs, missir hluta
af sinni eigin verslun i hinn nýja
stórmarkaö og sama má trúlega
segja um nýja verslunarmiðstöð
Hagkaupa, sem risa á i Kringlu-
mýri. Þar eru Hagkaupsmenn að
flytja verslun, en vissulega
stækka þeir rými hennar um leið.
Þar við bætist að undir sama þaki
verða 30 til 40 sérverslanir sem
ég geri ráð fyrir að muni standa í
samkeppni viö t.d. verslanirnar
við Laugaveginn. Enn mætti
nefna að þegar stórverslanir eru
orðnar svo margar hlýtur að koma
að þvi að þær keppi mest inn-
byrðis og ekki er gott að segja
hvar sú þróun getur endaö.
Verðursnúiö við?
En verður þessari stjór-
markaðsþróun snúið við?
— Þróun þessara mála er
vissulega svipuö i Reykjavik og i
nágrannalöndum. Stórar versl-
anir risa upp og mikill hluti inn-
kaupa fer nú fram i stórmörk-
uöum. Fólk skiptist nokkuð i tvo
hópa. Annar er sá sem verslar nú
orðið mest i stórmarkaði og hinn,
þeir sem eru minna á ferli um
borgina og vilja fá nauðsynjavör-
ur sinar hjá kaupmanninum á
horninu. Þeir siðarnefndu meta
það meira að fá persónulega
þjónustu i þessum litlu hverfa-
verslunum. Fólk vill halda góðum
tengslum við kaupmennina sina
og hann gerir sér far um að upp-
fylla þarfir þess og oft sérstakar
óskir. Þessu er ekki hægt aö
koma við i stórmarkaði og þess
vegna held ég aö ekki sé alltaf
hagstæðast að skipta sem mest
við stórmarkaðina.
Telurðu að kaupmaðurinn á
horninu muni standa af sér þessa
storma?
Litlu búöirnar spjara sig
— Mér finnst ekki óliklegt að
minnstu búðirnar spjari sig betur i
þessari samkeppni en þær með-
alstóru, þvi oftast eru kaupmenn
nánast einir eða með fjölskyldu
sina til aðstoðar i litlu búðunum,
en þær meðalstóru eru all
mannfrekar og um margt dýrari.
Erfið samkeppni
Þú minntist á hinn nýja kjarna
verslana i Kringlumýri — verður
þar einkanlega um að ræða sam-
keppni við Laugavegsverslanir?
— Eins og verslunin stendur i
dag má búast við að sumar versl-
anir hér við Laugaveg geti ekki
staðist harða samkeppni og
reyndar má þegar sjá hér stöku
búðir í erfiðleikum eða þær hafa
verið lagðar niður. Laugavegs-
nefndin, sem svo er kölluð, full-
trúar verslana viö Laugaveg, hef-
ur rætt við borgaryfirvöld og mætt
þar þeim ágæta skilningi að
verslun hér mætti ekki leggjast af
og má búast við að hér verði reynt
eitt og annaö til aö halda áfram að
laða hingað fólk. Hins vegar held
ég að ekki sé ýkja mikil eða
brennandi þörf fyrir margar nýjar
sérverslanir i Reykjavik. Þarna
stefnir þvi i sömu offjárfestingu
og i matvöruverslun. En það er
hins vegar alveg Ijóst aö gangi
þessar nýju verslanir vel mun þaö
koma niður á einhverjum þeim
sem fyrir eru, hvort sem það er við
Laugaveg eða annars staðar.
Sjálfur er ég þó ekki sannfærður
um aö þessi nýi verslunarklasi
muni ganga vel.
Skorpumenn
Er einhver sérstök skýring á
þessum mikla áhuga á verslun?
— Stundum hef ég velt þvi fyrir
mér hvort þetta liggur ekki að
einhverju leyti i eöli okkar — i
þjóðarsálinni. Viö erum skorpu-
menn og viljum láta hlutina gerast
hratt og gera mikið eins og dæm-
in sanna. Viö höfum keypt og
smíðaö fiskiskip þótt afli sé ekki
nægur fyrir þau öll og við brjótum
ennþá mikið land til ræktunar og
stækkum bújaröir á sama tima og
offramleiðsla i vissum greinum er
að verða vandamál. Við verslun-
armenn höfum þessi viti til aö var-
ast og við verðum að athuga að
ekki þýðir að byggja upp verslun
hér eins og hjá stórþjóð. við erum
39