Frjáls verslun - 01.05.1984, Blaðsíða 69
viö þyrftum að koma upp svona
litlum „Skaftafellum" hér og þar
um landiö til aö geta veitt feröa-
mönnum sjálfsagöa þjónustu.
Annaö dæmi má nefna sem ný-
lega er fariö aö bjóða hér, en þaö
eru litlu húsin á Hellu og við Vik i
Mýrdal. Þar er búiö aö reisa ein-
föld hús þar sem menn geta búið
ódýrt og segja má að slik smá-
hýsi séu e.t.v. nauðsyn við tjald-
stæöi vegna veöráttu landsins.
Menn þurfa aö geta leitað skjóls í
slæmum veörum.
Hvernig gengur aö sam-
ræma störf þeirra er aö feröa-
málum vinna?
— Ég held aö starfsmenn
feröaþjónustu á Islandi liti á sig
sem eina heild og nú er einmitt
viöa verið aö stofna landshluta-
samtök um ferðaþjónustu. Nýj-
asta dæmiö eru Ferðamálasam-
tök Vestfjaröar. Þar sameinast
allar greinar feröaþjónustu I þvi
aö kynna Vestfirði sem eina heild
og aö allir njóti góðs af þvi aö
ferðamenn vilji heimsækja Vest-
firöi. Einstakir staöir eru ekki aö
keppa um hylli feröamanna á
kostnað annars, allir eiga aö fá
sinn skammt af kökunni. Feröa-
málaráö hefur hvatt til stofnunar
slika landssamtaka, en þau fylgja
kjördæmaskiptingunni og geri ég
ráö fyrir aö i haust veröi stofnuð
slíksamtöki kjördæmum á Norö-
urlandi og Austurlandi og hafa þá
slík samtök verið stofnuö i öllum
kjördæmum landsins. Viöa hafa
einstök sveitarfélög einnig sa-
meinast um samstarf i ferðamál-
um.
Vantar áhuga verslunarstétt-
arinnar
En eitt af þvi sem mér finnst
vanta á i samræmingu þeirra, er
hagsmuna hafa aö gæta i ferða-
málum, er aukinn áhugi verslun-
arstéttarinnar. Mér finnst stund-
um hafa borið á þvi aö aöilar á
þeim vettvangi hafi ekki áttað sig
á þvi hvaöa þýöingu ferðamenn
hafa fyrir atvinnugrein þeirra og
þáttur þeirra i aö laða hingað
ferðamenn finnst mér of litill. Þaö
er augljóst aö 80 þúsund erlendir
feröamenn verja umtalsveröum
fjármunum til aö versla hér, auk
íslendinga sem eru á ferö og flugi
um landið, svo aö þaö er ekki svo
litið i húfi fyrir verslunina. Versl-
unarstéttin ætti e.t.v. aö eiga full-
trúa í Feröamálaráði, eins og viöa
i nágrannalöndum okkar, t.d. i
Danmörku, þar sem félag stór-
kaupmanna á fulltrúa i ferða-
málaráöi. Þess vegna vil ég
hvetja verslunarmenn til aö gefa
þessu máli aukinn gaum, þvi
hagsmunir þeirra eru miklir á sviöi
ferðaþjónustu.
Eru einhver sérstök atriði
sem Ferðamálaráð hefur beitt
sérfyrirað undanförnu?
— Vert er aö nefna eina breyt-
ingu sem gerö var hinn 1. mai sl. á
Greió
er gámaleiö
Gámar. stórir gámar. litlír gámar, opnir gámar.
lokaðir gámat. þurrgámar. J'rystigámar. gqli-
gámar. tankgámar... Nejnclu bara hvers konar
gám þú þarj't undir vöruna. Vid liöfum Itann.
Og auðvitað höjum við ölljullkomnuslu tæki til
þess aðJlytja gámana að ogJrá skipi — og heim
að dyrum hjá þér. ejþú vilt.
Við tryggjum þér öruggajlutninga. þvi að þá vit-
um við. að þú skiptir aftur við okkur.
Skipadeild Sambandsins annasljlutninga fyrir
Þ‘9-
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHUSINU REYKJAVIK SIMI 28200
69