Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 32

Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 32
Við kynnum Macintosh. Tölvuna, sem bindur enda á tölvuhræðsluna. í gamla daga — fyrir 1984 — voru þeir ekki margir, sem notuðu tölvur — og til þess lágu góðar og gildar ástæður. Það voru ekki mjög margir sem höfðu til að bera næga kunnáttu til þess að nota tölvur. Og það voru ekki svo mjög margir sem nenntu að leggja það á sig að afla sér þessarar kunnáttu. Enda þurfti í þá daga að sitja undir löngum fyrirlestrum um tölvur og hlusta á skruðninga í maganum á sér á meðan. Og maður sofnaði yfir lestri þykkra tölvuhandbóka. Og maður þurfti að vaka langt fram á nætur við utanbókar lærdóm á alls konar skipunum, sem gátu verið svo flóknar, að tölvu þurfti til að skilja þær. Svo var það einn sólríkan dag í Kalíforníu, að nokkrir sérlega snjallir verkfræðingar fengu stórkostlega hugmynd: úr því að tölvur eru svona sniðugar, væri þá ekki ráð að kenna þeim eitthvað um fólk í stað þess að láta fólk læra svona mikið um tölvur til þess að geta notað þær? Þannig kom það til, að einmitt þessir sömu verkfræðingar lögðu nótt við nýtan dag við það að kenna örsmáum rökrásar- kubbum ýmislegt um fólk. Hvernig fólk gerir mistök eða breytir um skoðun. Hvernig fólk geymir upplýsingar og hvernig það merkir möppurnar sínar. Hvernig fólk vinnur fyrir sér. Og hvernig fólk leikur sér í frítíma sínum. í fyrsta sinn — svo vitað sé með fullri vissu — fóru tölvuverk- fræöingar og hugbúnaðarsmiðir að tala saman án þess að hækka röddina. Og báðir þessir hópar sameinuðust um að ná því markmiði.að hannaog framleiða öflugustu og fjölhæfustu einkatölvu, sem fólk gæti keypt á viðráðanlegu verði. icippkz computcr Og tölvan er svo auðveld í notkun að það liggur nánast í augum uppi hverju sinni hvað gera þarf til þess að láta vélina fram- kvæma það sem notandinn vill — fólk getur lært á hana á ótrúlega skömmum tíma. Snillingarnir létu tölvuna ekki heita QZ190 eða Zipchip 5000. Þeir gáfu henni nafnið Macintosh. Ef þú ert að leita að vingjarnlegri tölvu — tölvu sem lagar sig að þínum vinnubrögðum, en krefst þessi ekki af þér að þú lærir nýtt tungumál og nýjar vinnuaðferðir, þá skalt þú líta við hjá okkur, því sjón er sögu ríkari. Þegar þessir snillingar höfðu lokið verki sínu, kynntu þeir fyrir heiminum tölvu, sem er svo persónuleg, að við sjálft liggur að hún geti tekið í höndina á okkur fólkinu. Radiobúðin hf., tölvudeild, Skipholti 19. Sími29800

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.